Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 34
Gull var einn fyrsti málmur sem menn nýttu sér enda bæði auðfundið og sést
vel , t.d. í lækjarfarvegum. Fólk
þurfti ekki annað en að beygja sig
niður og tína upp þessa steina sem
virtust bera sólargeislana í sér.
Hreint gull er líka mjúkt og auðvelt
að móta það en gagnslaust í verk-
færi svo þess vegna var það nýtt í
skartgripi og seinna myntir. Elsta
gullskart sem hefur varðveist er frá
Egyptalandi um 3000 f. Kr. Kopar
er harðari en gull og nýtist því í
fleira. Hann virðist hafa verið not-
aður frá 7000 f.Kr. í verkfæri eins
og hnífa og sigðir sem endast mun
lengur en verkfæri úr steini. Kopar
er einnig fallegur og líklegt að fyrst
hafi honum verið safnað í þeim til-
gangi en þegar einhver prófaði að
henda koparklumpi á eldinn kom
í ljós að koparinn bráðnaði og að
mögulega væri þá hægt að steypa
hann í mót. Þetta var gríðarlega
þýðingarmikil uppgötvun og ekki
síðri þegar öðrum steinum var hent
í eld og í ljós kom að málmar sem
voru fyrir í steinunum bráðnuðu
og hægt var að nýta þá. Þá var farið
að grafa eftir málmum og náma-
gröftur lítur dagsins ljós í Evrópu
um 4000 fyrir Krist. Í fjöllum liggja
stundum saman æðar tins og
kopars og þegar þessum tveimur
málmum er blandað saman verður
blandan harðari og sterkari en
hvor málmurinn um sig. Brons
lítur dagsins ljós og það bæði nýtt-
ist betur og entist lengur svo hægt
var að búa til fjölbreyttari hluti.
Brons virðist hafa verið notað fyrst
í Súmer kringum 2800 fyrir Krist
og svo breiddist það um heiminn,
bæði vestur til Evrópu og austur til
Kína þar sem fágætir bronsmunir
hafa fundist. Þess má þó geta að
brons var ekki á allra færi og alþýða
manna notaði steinverkfæri langt
inn í hina svokölluðu bronsöld.
Næsta skref í þróuninni er
vinnsla á járni sem hófst hjá Hittít-
um í Tyrklandi kringum 1500 fyrir
Krist. Járn er algengasti málmur
jarðar af þeim sem eru aðgengi-
legir en mun erfiðara er að vinna
það en kopar eða tin. Bræðslumark
járns er of hátt til að frumstæðir
eldofnar ráði við að bræða það í
sitt hreinasta form og því þarf að
hita og berja járn til skiptis þar til
það er nothæft. En barsmíðarnar
gerðu það að verkum að fólk komst
að því að járnið er hægt að móta án
þess að þurfi að bræða það og hella
í mót. Járn er ekkert sérstaklega
nothæft til vopnagerðar vegna þess
hversu deigt það er en með því að
hita það með kolum og kæla svo og
sjóða til skiptis fæst mun sterkari
málmur þar sem kolefni úr kol-
unum flyst yfir í járnið. Þessi upp-
götvun, stálið, var gerð á elleftu öld
fyrir Krist. Stálið er bæði hægt að
berja eins og járnið en einnig hægt
að búa til beitt blöð og því taka
stálvopn smám saman við af brons-
vopnum. Það eru svo Kínverjar sem
fyrstir bræða járn og steypa úr því
um 500 fyrir Krist en sú tækni náði
ekki til Evrópu fyrr en á elleftu öld.
Seinna hafa fundist og komið fram
aðferðir til að nýta fleiri málma úr
jarðvegi en þeir sem nefndir eru hér
að ofan.
Heimild: www. Historyworld.net.
Málmur fylgir
mannkyninu
Flestar framfarir mannkyns, til að mynda í landbúnaði,
stríðsrekstri, ferðalögum og jafnvel eldamennsku eru
óhugsandi og ómögulegar án málma.
Að bræða málm og móta er árþúsunda gömul aðferð við að temja málm og beygja hann undir sig. NORDICPHOTOS/GETTY
Kopar og brons var mikið notað til að steypa góða og gagnlega gripi fyrir
mörg þúsund árum enda kopar notadrjúgurmálmur. NORDICPHOTOS/GETTY
Málmvinnsla er
talin eitt mikil-
vægasta skrefið í yfir-
ráðum mannskepnunn-
ar yfir umhverfi sínu.
ÍSLAND
CNC Ísland er leiðandi fyrirtæki í sölu, þjónustu
og viðgerðum á tölvustýrðum rennibekkjum,
fræsivélum og öðrum búnaði fyrir málmiðnaðinn.
Hjá okkur færð þú meðal annars:
• DMG MORI - Rennibekkir & fræsivélar
• MAXION - Borvélar
• MEBA - Bandsagir
• KITO - Talíur & kranar
• Eni - Iðnaðarolíur
• DAREX - Borabrýni
• ESTA - Lofthreinsibúnað
Skútahraun 15A • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 1190 • cncisland.is
ÍSLAND
HÁGÆÐA LAUSNIR
FYRIR MÁLMIÐNAÐINN!
www.cncisland.is
Smiðjuvegi 44-46 | 414-2700 | sala@idnvelar.is
allt fyrir málmiðnaðinn...
HVER VANN?
Sportið á frettabladid.is færir þér
allar nýjustu fréttirnar úr heimi
íþróttanna.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
6 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RMÁLMIÐNAÐUR
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is