Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 42
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Skip brenna olíu fyrir um 200 milljarða dollara á ári. Það er um það bil jafn mikið og tekjur tölvu-leikja-, kvikmynda- og tónlistariðnaðarins til
samans,“ segir Kristinn Aspelund,
framkvæmdastjóri og annar stofn-
andi hugbúnaðarfyrirtækisins
Ankeris sem þjónustar alþjóðleg
flutningaskipafélög.
Leifur Kristjánsson, tæknistjóri
og hinn stofnandi nýsköpunarfyrir-
tækisins, segir að vel yfir 50 prósent
rekstrarkostnaðar f lutningaskipa
sé olíukostnaður. Skipafélög ýmist
eigi eða leigi skipin sem þau séu
með í rekstri. Leigutaki greiðir fyrir
olíunotkunina þrátt fyrir að eigandi
skipanna sjái almennt um annan
rekstur á leigutímanum. Stærsti við-
skiptavinur Ankeris, Hapag-Lloyd,
rekur yfir 200 skip; eigi um helming
þeirra og leigi hinn.
„Markaðurinn er með þeim hætti
að eigendur skipa hafa almennt
ekki notið góðs af því að fjárfesta í
tækni til að draga úr olíunotkun.
Við höfum því safnað saman miklu
magni af upplýsingum um skipin
sem geta auðveldað leigutökum
valið á hagkvæmum skipum fyrir
þau verkefni sem þau eru ætluð í.
Annað sem skiptir máli er að það
getur hæglega munað 10-20 prósent-
um á uppgefinni olíunotkun eigenda
skipanna og raunnotkun. Misræmið
gerbreytir rekstrarforsendum þegar
skip eru tekin á leigu. Þess vegna
vaktar hugbúnaður okkar skipið yfir
leigutímann. Þá er hægt að fylgjast
með hversu ábyggilegar uppgefnar
upplýsingar voru.
Við Kristinn sáum sem sagt tæki-
færi til að auka gagnsæi á milli þeirra
sem eiga skip og leigja þau,“ segir
hann.
Eru leigusalar viljugir til að
afhenda þessar upplýsingar?
„Við höfum einbeitt okkur að leigj-
endum skipa því þeir stýra mark-
aðnum að miklu leyti núna og hafa
hvata til að fá þessar upplýsingar í
hendur,“ svarar Leifur.
Kristinn segir að helsta „sam-
keppnin“ fram að þessu hafi verið
innanhússkerfi, töf lureiknirinn
Excel og tölvupóstforritið Outlook.
„Sá sem hyggst taka skip á leigu
sendir yfirleitt 250-300 spurningar
sem leigusali þarf að svara. Lausnin
okkar heldur utan um alla þá vinnu.
Leigusalar skipa þurfa því ekki leng-
ur að safna þessum svörum saman
fyrir hverja og eina fyrirspurn.
Auka gagnsæi í flutningaskiparekstri
Meirihluti rekstrarkostnaðar flutningaskipa er olía. Það getur munað miklu á uppgefinni eyðslu og raunveruleikanum. Stofnendur
Ankeris segja áhugaverðir sprotar vinni með gögn fyrir þá sem séu að leigja skip en engir þeirra hafi sömu nálgun og Ankeri.
Kristinn Aspelund og Leifur Kristjánsson, stofnendur Ankeris, sem þjónustar alþjóðleg flutningaskipafélög. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ísland á að laða til sín frumkvöðla
„Ísland á að vinna að því að laða
alþjóðlega frumkvöðla til lands-
ins. Það hljómar kannski lang-
sótt í dag en það er ef til vill jafn
raunsætt og fyrir tíu árum þegar
talað var um að fá fleiri ferða-
menn hingað í febrúar,“ segir
Kristinn. „Þetta er hægt. Ísland
hefur upp á margt að bjóða. Hér
er til dæmis hægt að reka sprota-
fyrirtæki og eiga líf fyrir utan
vinnuna. Höfuðborgin er fjöl-
skylduvæn og það er stutt á milli
staða. Jafnframt er hér starfsfólk
á heimsmælikvarða. En það getur
þó verið erfitt fyrir fyrirtæki að
ráða 100 sérhæfða einstaklinga í
einu hérna, en þá er væntanlega
nauðsynlegt að vaxa út í heim.
Hér er góður staður til að leggja
grunninn.“
Að sögn Kristins er eitt og
annað sem þarf að bæta til að
draumsýnin rætist. „Það væri
gaman að erlendir fjárfestar
myndu horfa til Íslands þegar
kemur að tækifærum í nýsköpun
í stað þess að þeir beini sjónum
sínum hingað einkum þegar á að
koma á fót orkufrekum iðnaði,“
segir hann.
Leifur bendir á að þeir Kristinn
hafi starfað hjá frumkvöðla-
fyrirtækjum nánast alla tíð. „Einn
af kostunum við að starfa hjá
sprotafyrirtæki er að þar geta
starfsmenn haft afgerandi áhrif á
stefnuna og fyrirtækið. Það er því
til mikils að vinna,“ segir hann.
Markaðurinn er
með þeim hætti að
eigendur skipa hafa almennt
ekki notið góðs af því að
fjárfesta í tækni til að draga
úr olíunotkun.
Leifur Kristjánsson
Það hefur verið að myndast mjög
skemmtileg alþjóðleg sena sprota-
fyrirtækja sem eru að þróa kerfi fyrir
f lutningaskipaiðnaðinn. Það hafa
sprottið upp skemmtileg sprota-
fyrirtæki sem vinna með gögn fyrir
þá sem eru að leigja skip en ekkert
þeirra er með sömu nálgun og við,“
segir hann.
Stofnendur Ankeris kynntust
f lutningaheiminum þegar þeir
störfuðu fyrir hugbúnaðarfyrir-
tækið Marorku, Kristinn í tæp 16 ár
og Leifur í áratug. „Þegar Ankeri var
stofnað fyrir þremur árum fórum
við í ferðalag um Norðurlöndin og
heimsóttum nokkra vini, skipafélög,
háskóla og möguleg samstarfsfyrir-
tæki. Við vorum einungis með hug-
mynd og glærusýningu í farteskinu.
Við sögðum þeim frá hvernig kerfi
okkur langaði til að smíða og spurð-
um álits. Hvað þarf til að þú myndir
kaupa vöruna? Við fengum margar
hugmyndir frá viðmælendum okkar
sem hafa nýst okkur,“ segir Leifur.
Kristinn segir að það sé mikil-
vægt að þora að fara snemma af
stað og segja fólki frá hugmyndinni.
„Við fengum f ljótlega tvo styrki,
samanlagt 1,8 milljónir króna, frá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í gegn-
um verkefni sem bar nafnið Átak
til atvinnusköpunar. Við nýttum
seinni styrkinn til að fara á sýningu
þar sem við fengum okkar fyrsta við-
skiptavin. Slíkir styrkir eru afar mik-
ilvægir fyrir frumkvöðla sem eru að
stíga sín fyrstu skref. Því miður hefur
þessi styrkur verið lagður niður og
ekkert annað komið beint í staðinn.
Fyrir rúmum tveimur árum
hlutum við sprotastyrk frá Tækni-
þróunarsjóði fyrir samanlagt 20
milljónir króna sem nýttist afar vel.
Um svipað leyti fengum við nýtt
hlutafé og í kjölfarið reynslumikinn
frumkvöðul í stjórn félagsins. Fyrir
um ári fjárfesti Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins í Ankeri fyrir 60 millj-
ónir króna. Við það gátum við fjölg-
að starfsmönnum úr þremur í fimm
og aukið sókn á erlendan markað.“
segir hann.
Aðspurðir um hvort leitað verði
eftir auknu hlutafé segir Leifur að
þeir hafi fundið fyrir áhuga fjár-
festa á Ankeri bæði hér heima sem
erlendis, þar sem fjárfestar séu í
auknum mæli farnir að horfa til
flutningageirans og telji að þar geti
orðið breytingar á næstunni.
„Við stefnum að áframhaldandi
vexti næstu árin og reiknum með
að stilla upp fjármögnun við okkar
plön um vöxt og í takti við þau tæki-
færi sem verða til staðar,“ segir Krist-
inn.
Persónuleiki vörumerkis er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og
ytra. Grunnurinn að öllu samtali,
hönnun og kemur við sögu alls
staðar. Gott vörumerki sem hefur
vel skilgreindan persónuleika og
er aðgreint frá vörumerki keppi-
nautarins er verðmæt eign og auð-
veldar allt samtal við markhópinn.
Fyrsta skrefið er að vera með það
á hreinu hver þú ert og fyrir hvað
þú stendur, eða leggja í þá vinnu
að finna það út. Það er lykilatriði
að geta aðgreint sig frá samkeppn-
inni og vera tilbúin(n) í þá vinnu
að byggja upp sterkt vörumerki og
sérkenni þess.
Vör umerk i byg g jast upp á
löngum tíma. Með markaðs- og
sölustarfi bætist við merkið og ef
vel tekst til öðlast það sess í hugum
markhópsins. Eitt af verkefnunum
við uppbyggingu og viðhald vöru-
merkja er innleiðing á marglaga
stefnum og strategíum. Þetta ræðst
allt af því hvar merkið er statt á líf-
tímakúrfunni. Stundum þarf aðeins
að viðhalda og styrkja, stundum
þarf að rýna og breyta.
Gott er að taka stöðuna á því
hvort vörumerkið hafi sömu merk-
ingu í huga starfsmanna fyrirtækis-
ins, stjórnenda þess og markhóps-
ins? Hér er oft grundvallarmunur á.
Einnig getur verið munur á skynjun,
starfi fyrirtækið bæði á einstakl-
ings- og fyrirtækjamarkaði.
Er það sem gert var fyrir tveimur
árum enn í gildi?
Aðgreinandi þættir vörumerkis eru
einkenni sem gera vörumerkið ein-
stakt. Öll fyrirtæki hafa tækifæri
til að aðgreina vörumerki sitt frá
öðrum og ætti enginn að láta það
fram hjá sér fara.
Persónuleika vörumerkisins
er stundum lýst þannig að hann
samanstandi af mannlegum eigin-
leikum sem tengjast vörumerkinu.
Þetta er eitthvað sem viðskiptavin-
urinn getur tengt við, skilgreining
sem ætti að vera leiðarljós fyrir öll
samskipti við markaðinn.
• Stendur vörumerkið fyrir eitthvað
í hugum neytenda eða er það fast
í miðjumoði og deilir öllum ein-
kennum með samkeppninni?
• Reynir vörumerkið að vera allt í
öllu; stundum létt og vinalegt en
á öðrum stundum formlegt og
kalt? Er munur á því hvaða tónn
er notaður eftir því hvar fyrir-
tækið á samskipti við markað-
inn, t .d. á samfélagsmiðlum
annars vegar og í þjónustuverum
hins vegar?
Á meðan vörumerkið er í notkun
verður að sinna því og viðhalda. Ef
því er ekki sinnt er hætta á því að
skilaboð til viðskiptavina verði
ómarkviss og úr karakter sem gefur
samkeppninni tækifæri til að láta
til sín taka.
Hvert ertu að fara, er stefnan
skýr?
Það er auðveldara fyrir alla sem
að vörumerkinu koma að stefna í
sömu átt, ef allir innan fyrirtækis-
ins vita fyrir hvað merkið stendur,
hvaða gildi standa að baki og hver
markmiðin eru.
Mörg íslensk fyrirtæki eiga hér
ónýtt tækifæri til aðgreiningar
og uppbyggingar sambands við
viðskiptavini, skilgreini þau per-
sónuleika vörumerkis síns og nýti
til aðgreiningar. Almennilega, og
alls staðar! Þannig er mögulegt að
ná í gegn með sannri rödd þar sem
skilaboð og tónn styðja hvort við
annað. Þú þarft ekki að reyna að
vera allt fyrir alla. Hvað er það sem
skiptir fyrirtækið þitt og þína við-
skiptavini mestu máli?
Vörumerki þróast, þroskast og
breytast með tíð og tíma. Vöru-
merki í allri sinni f lóknu og fjöl-
breyttu mynd geta verið ein af
verðmætari eignum fyrirtækja. Það
skiptir því miklu máli að sinna því.
Það tekur tíma og markvissa mark-
aðsvinnu að byggja upp verðmæt
vörumerki. Afraksturinn er dýr-
mæt eign sem ber að meðhöndla
sem slíka.
Þú veist hver þú ert, er það ekki?
Ósk Heiða
Sveinsdóttir
forstöðumaður
markaðsdeildar
Póstsins
1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN