Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 46
Við vissum ekki að Gildi ætlaði að selja. Í minni einföldu trú hélt ég að lífeyrissjóðirnir væru langtíma- fjárfestar. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims 11.12.2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 18. desember 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is Endurskoðun | Bókhald | Skattur | Ráðgjöf Reykjavík | Akureyri | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar | Reykjanesbær Gleðileg jól og farsælt komandi ár Arctic shopping, sem rekur Geysis-fataverslanir í Reykjavík og á Akureyri, hagnaðist um 91,5 milljónir króna árið 2018. Hagn- aðurinn dróst saman um tæpar 13 milljónir króna. Veltan nam 1,6 milljörðum króna og jókst um 23 prósent á milli ára. Félag- ið rekur jafnframt gjafavöruverslanirnar Lundann í Reykjavík. Arðsemi eiginfjár var 16 prósent og eig- infjárhlutfallið 46 prósent. Eigið fé jókst úr 521 milljón króna árið 2017 í 597 millj- ónir króna árið 2018. Verslanirnar eru í eigu Jóhanns Guðlaugssonar framkvæmdastjóra í gegnum EJ eignarhaldsfélag. Samstæðan EJ eignarhalds- félag velti 2,7 milljörðum króna í fyrra og jókst veltan um átta prósent. Hagnaðurinn nam 64 milljónum króna árið 2018 og jókst um 29 milljónir króna á milli ára. Geysir rekur þrjár verslanir við Skóla- vörðustíg, þar með talda Geysir heima sem er sérverslun með hönnunar- og gjafavörur, eina í Kringlunni og aðra í Hafnarstræti á Akureyri. Fyrsta Geysis-verslunin var opnuð í við Geysi í Haukadal og er enn í rekstri. – hvj Geysir hagnast um 92 milljónir Ríkisstjórnin tekur það föstum tökum að bæta starfsumhverfi fyrir nýsköpun. Þekkingariðnaður stendur víða í heiminum framarlega og því dugar ekkert hálfkák. Það er verið að keppa við allan heiminn. Um er að ræða nauðsynlegt verkefni enda mun útflutningur á þekkingu knýja hagvöxt á þessari öld. Í stjórnarsáttmála er rætt um að efla eigi nýsköpun og er ánægjulegt að sjá þau fyrirheit efnd. Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra felldi á brott þak á endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja. Nú eru íslensk fyrirtæki í sömu stöðu hvað það varðar og margir keppinautar erlendis, til dæmis í Bretlandi og Kanada. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir nýsköpunarráðherra vinnur að því að hrinda sex málum í framkvæmd sem bæta munu nýsköpunarumhverfið. Til dæmis munu tíu frumkvöðlar og fjárfestar sitja reglulega fundi með Bjarna og Þórdísi Kolbrúnu til að koma á framfæri hugmyndum um það sem betur megi fara. Á sama tíma og stjórnvöld bæta umgjörðina fyrir nýsköpun berast fréttir af því að þriðjungur 15 ára drengja geti ekki lesið sér til gagns. Það er áhyggjuefni. Þeir munu fyrir vikið fara á mis við fjölda tækifæra. Auk þess mun þekkingarsamfélag ekki sækja fram af sama þrótti ef stór hópur er vængstýfður. Lilja Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra hyggst bregðast við með aukinni íslenskukennslu sem er vel. Ástæða er til að hafa áhyggjur af því að sérstaða skóla sé ekki næg. Það liggur til að mynda ekki fyrir hvaða skólar skara fram úr þegar kemur að því að leiðbeina börnum með ADHD en mörg þeirra eiga erfitt með að fóta sig í skólakerfinu. Hið opinbera þarf að leyfa ferskum vindum að blása um mennta- kerfið og gefa einkareknum skólum nokkuð frjálsar hendur við að móta áhugavert skólastarf, sem getur lagt grunninn að öflugu þekkingarsam- félagi. Hægt er að leggja fleiri lóð á vogar- skálarnar. Öllum er ljóst að sér- staða Íslands liggur í sjávarútvegi. Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi geta stigið sín fyrstu skref í að þjónusta öflugan heimamarkað. Því er ekki að heilsa í öðrum atvinnugreinum. Af þeim sökum liggur beint við að leggja af auðlindagjaldið til að sjávarútvegsfyrirtæki geti fjárfest í enn ríkari mæli í íslenskri tækni. Stemningin í samfélaginu getur líka skipt sköpum. Líkurnar á að sprota- fyrirtæki skjóti yfir markið eru miklar. Við eigum ekki að fyllast þórðargleði þegar fyrirtæki verða gjaldþrota heldur getum litið svo á að stofnendurnir hafi látið vaða og séu reynslunni ríkari. Þeir búa yfir verðmætri þekkingu. Vegferðin Jóhann Guðlaugsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.