Fréttablaðið - 18.12.2019, Side 58

Fréttablaðið - 18.12.2019, Side 58
VIÐ ERUM SAMT ALLTAF MEÐ EIN- LÆGNINA AÐ LEIÐARLJÓSI Í ÞESSU. ÞAÐ ER ENGIN JÓLA- KALDHÆÐNI Í GANGI HJÁ OKKUR. ÞETTA ER EINLÆG JÓLAGLEÐI, GERÐ AF EINLÆGUM JÓLAÁHUGA. Ívar VIÐ ERUM SMÁ AÐVENTUSJÚKLINGAR BÁÐIR TVEIR. ÉG ER SJÁLFUR MEIRA FYRIR AÐVENTUNA EN JÓLIN. ÞAÐ ER EINMITT TÍMI JÓLALAGANNA. Örvar EKKERT BRUDL Wellington Innbökuð íslensk nautalun d Íslandsnaut Wellington Nautalund Íslensk, frosin kr./kg.5.998 Þeir Ívar Pétur Kjartans­son og Örvar Smárason tilheyra báðir hljóm­sveitinni FM Belfast, en hugmyndin að jóla­mixinu kom til þeirra þar sem þeir voru á tónleikaferða­ lagi um Þýskaland. „Við erum að fara að spila jólalög á Röntgen,“ segir Örvar. „Það er einfalda útgáfan,“ bætir Ívar við. „Langa útskýringin og útgáfan er sú að fyrir tveimur árum vorum við staddir í Þýskalandi með FM Belfast. Við vorum í hljómsveitar­ rútu, en við vorum að túra um Sviss, Austurríki og Þýskaland. Þetta eru allt mikil jólalönd,“ segir Örvar. „Flestar jólahefðir sem við þekkj­ um í dag koma frá Þýskalandi, til dæmis jólatréð,“ segir Ívar. Einlægni að leiðarljósi Örvar segir þá félaga hafa farið á jólamarkað nánast á hverjum ein­ asta degi, en þeir eru sammála um að jólamarkaðurinn í Leipzig hafi borið af. Hann heldur svo áfram: „Þá gerðum við það okkur til dundurs í rútunni að gera jólamix. Gerðum smá ruglað plötusnúðamix úr því. Þetta eru bæði íslensk og erlend jólalög. Sum eru mjög þekkt en önnur skrýtin og öðruvísi.“ „Við erum samt alltaf með ein­ lægnina að leiðarljósi í þessu. Það er engin jólakaldhæðni í gangi hjá okkur. Þetta er einlæg jólagleði, gerð af einlægum jólaáhuga,“ segir Ívar. „Já, við erum smá aðventusjúkl­ ingar báðir tveir. Ég er sjálfur meira fyrir aðventuna en jólin. Það er ein­ mitt tími jólalaganna. Jólalögin eru Tveir aðventusjúklingar spila jólalög Ívar og Örvar og umboðsmaður þeirra, Jónatan Bjartur Ívarsson, stendur fyrir miðju. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ekkert spiluð þannig séð á jólunum sjálfum,“ segir Örvar. Mikið til af jólatónlist Þeir segjast hafa ákveðið á sínum tíma að henda mixinu á Sound­ cloud og fengið ótrúlega góð við­ brögð í kjölfarið. „Það er fullt af fólki sem er að gera eitthvað fyrir jólin; baka, skrifa jólakort eða taka til. Það vantar alla eitthvað svona. Einhverja jóla­ tónlist sem þú getur bara sett á og er ekki alltaf það sama og verður strax leiðinlegt,“ segir Örvar. „Já, það er mjög mikið þannig á Íslandi að sömu lögin eru bara spiluð aftur og aftur. Maður þarf að grafa svo stutt undir yfir­ borðið til að sjá hvað það er óhemju mikið af frá­ bærum lögum til. Haf­ sjórinn af jólatónlist er óendanlegur,“ segir Ívar. Þeir segjast líka vilja kynna fólki lög sem það hefur ekki heyrt, með því að fá það til að hlusta með lögum sem það hefur heyrt. „Fyrir þá sem hafa áhuga á svo­ leiðis, sumir eru náttúrulega bara að leita að stemningu,“ segir Örvar. Spila ekki Jólahjól Jólamix númer tvö kom út núna í byrjun aðventunnar. „Við ætlum að gera þetta að tvíær­ ingi. Nýtt mix mun koma út annað hvert ár svo lengi sem rafmagn helst á eyjunni og internet­ tenging helst órofin. Sannkallaður jóla­ tvíæringur. Þetta er svona fyrst og fremst vegna þess að við leggjum svo mikla vinnu í Ívar og Örvar spila í kvöld jólamarkaðs- mix á barnum Rönt- gen. Þeir segja það fullkomið fyrir þá sem elska jólatónlist, en líka fyrir þá sem þola hana ekki. þetta að við getum ekki lagt það á fjölskyldurnar okkar að gera þetta hver einustu jól. Við erum strax báðir byrjaðir að safna lögum fyrir næsta mix, sem kemur út eftir tvö ár,“ segir Ívar. „Í kvöld munum við spila jólalög úr öllum áttum. Flestum af þeim höfum við breytt, bætt eða gert nokkurs konar „remix“ af. Það er svo hægt að nálgast þetta á Soundcloud og er algjörlega fullkomið fyrir elda­ mennskuna, innpökkunina eða í skrifstofupartíið,“ segir Örvar. „Þetta er mikil blanda. Ég gæti varla valið mín uppáhalds jólalög. Þetta eru bæði þessi poppuðu og líka trúarlegu klassísku jólalögin. Það sem er samt líka áhugavert eru allar mismunandi útgáfurnar með ólíkum flytjendum,“ segir Ívar. Þeir segjast sammála um að hafa minna gaman af jólalögum sem fara ekki alla leið. „Jólafönk, jólablús eða einhver indí­hljómsveit að gera jólaábreiðu sem er kannski alveg eins og upp­ runalega lagið, mér finnst það ekki skemmtilegt. Það sem ég dýrka við jólatónlist er eiginlega tónlistar­ stefnan. Það má gera alls konar rugl sem er yfirleitt annars ekki gert,“ segir Ívar. „Kvöldið í kvöld verður svo algjört jólakvöld og nánast ein­ göngu spiluð jólatónlist, en fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það sé bara að fara að heyra Jólahjól aftur og aftur,“ segir Örvar. „Ég held að fólk sem elskar jóla­ tónlist eigi eftir að dýrka þetta og fólk sem þolir ekki jólatónlist eigi líka eftir að fíla þetta,“ segi Ívar. Jólamarkaðsmix Ívars og Örvars úr FM Belfast verður flutt í kvöld á Röntgen frá klukkan 22. Jólatónlist frá öllum heimshornum í breyttum útgáfum þeirra. Eitthvað fyrir alla og líklegt að jólaandinn taki yfir og gripið verði í hljóðnema og sungið með. Mixið er svo hægt að nálgast á Soundcloud Örvars. steingerdur@frettabladid.is Hugmyndin að því að gera jólamix kviknaði þegar þeir voru á tónleikaferðalagi með FM Belfast fyrir tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.