Fréttablaðið - 21.12.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 21.12.2019, Síða 10
Úsbekistan er land í Mið-Asíu með landamæri að fimm öðrum landluktum ríkjum, Kasakstan í vestri og norðri, Kirgistan og Tadsikistan í austri og Afganistan og Túrkmenistan í suðri. Sjálf- stjórnarlýðveldið Karakalpak- stan er staðsett í vesturhluta þriðja landsins. Úsbekistan var lengi hluti af stærri ríkjum eins og Tímúr- veldinu. Borgirnar Búkara og Samarkand blómstruðu sem áfangastaðir Silkivegarins frá Kína. Á 19. öld hófu Rússar að leggja löndin í Mið-Asíu undir sig. Úsbekistan varð síðan að Sovét- lýðveldi Úsbeka árið 1924. Landið lýsti yfir sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Lýð- veldinu Úsbekistan var þá komið á fót með nýrri stjórnarskrá sem kveður á um fjölflokkalýðræði og forsetalýðveldi. Úsbekistan hefur verið í fréttum undanfarna áratugi vegna einræðis og víðtækra mannréttindabrota stjórnvalda. Efnahagslíf Úsbekistan byggir að mestu á hrávöruframleiðslu eins og bómullar, gulls, úrans og jarðgass. Úsbekar eru fjórir fimmtungar íbúanna og síðan koma Tads- jikar, Kasakar, Tatarar, Rússar og Karakalpaksar. Um 85% íbúa tala úsbekísku sem er opinbert tungumál landsins. Um þrír fjórðu hlutar íbúanna eru súnní-múslimar og þeir eru taldir vera meðal trúuðustu múslima í Mið-Asíu. Tæplega tíundi hluti íbúanna tilheyrir Austur-Rétttrúnaðarkirkjunni og afgangurinn telur sig trúlausan eða fylgja öðrum trúarbrögðum. Ísland og Úsbekistan stofnuðu stjórnmálasamband árið 1997. Þess má geta að Dorrit Mouss- aieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, á ættir að rekja til Úsbekistan. Hún er fædd í Jerúsalem í Ísrael en Shlomo Moussaieff, faðir hennar, var úr auðugri búkískri gyðingafjölskyldu frá Búkara í Úsbekistan. Forfeður hennar í Úsbekistan eru sagðir hafa ofið skikkju Genghis Khan stórkans Mongólaveldisins. Dansk julegudstjeneste holdes i domkirken tirsdag den 24. december kl. 15.00 ved pastor Ragnheiður Jónsdóttir. Alle velkomne. Danmarks Ambassade ÚSBEKISTAN Eftir þriggja ára stöð- ugar en hægar umbætur stendur ríkisstjórn Shavkat Mirziyoyev, forseta Úsbekistans, frammi fyrir því krefjandi verkefni að sannfæra alþjóðasamfélagið um að í þing- og sveitarstjórnarkosningum 22. des- ember séu raunverulegar lýðræðis- legar breytingar. Í áraraðir þoldu Úsbekar svipu- högg harðstjórans og alvaldsins Islams Karimov, sem var fyrst dygg- ur þjónn Kremlar og síðar grimmur harðstjóri eftir að landið fékk sjálf- stæði, allt til dauðadags árið 2016. Eftirmaður hans, Shavkat Mirziy- oyev, sem „kjörinn“ var forseti fyrir þremur árum með 89% atkvæða, hefur snúið við blaðinu og beitt sér fyrir miklum umbótum í landinu. Tímaritið Economist segir Mirz- iyoyev forseta njóta lýðhylli fyrir frelsisumbætur eftir 25 ára stöðnun og kúgun landsins, en spyr hversu langt og hversu hratt forseti þori að ganga í lýðræðis- og frelsisátt. Umbætur forsetans hafa hingað til miðast við stóraukið frelsi í efna- hagslífi en nú á að auka frelsi hins borgaralega samfélags og 33 millj- óna íbúa þess. Færri í fangelsi fyrir skoðanir Helsta sýnilega stjórnmálabreyt- ingin til þessa hefur verið að setja mun færri í fangelsi fyrir skoðanir sínar, þó að lífið sé erfitt fyrir suma blaðamenn og bloggara. Ritskoðun fjölmiðla er enn útbreidd og fjöl- miðlar verða að starfa innan skýrra marka. Blaðamenn glíma við áreitni og stundum varðhald. Á síðasta ári dró Mirziyoyev forseti úr valdsviði hinnar þrúgandi þjóðaröryggis- þjónustu (SNB) með því að f lytja margvíslega ábyrgð SNB til innan- Umbætur og kosningar í Úsbekistan Úsbekar ganga til þing- og sveitarstjórnarkosninga um helgina. Forsetinn hefur beitt sér fyrir lýðræðisumbótum í þessu langfjöl- mennasta ríki Mið-Asíu. En fyrrverandi einræðisstjórn skortir mikilvæga stjórnarandstöðu. Íslendingar eru í kosningaeftirliti. Shavkat Mirziyoyev forseti nýtur lýðhylli fyrir frelsisumbætur eftir 25 ára stöðnun landsins. NORDICPHOTOS/GETTY ríkis- og varnarmálaráðuneyta. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að þrátt fyrir umbætur sé enn langt í land og SNB hafi enn mikil völd. Þúsundir pól- itískra fanga séu enn í haldi. Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pynt- ingum segir að notkun pyntinga og illrar meðferðar hjá lögreglu sé enn þá útbreidd. Þróun frekar en bylting Embættismenn segja að Úsbekistan sé að þróast í átt til lýðræðis, en það sé frekar um að ræða hæga þróun en byltingu. Miðað við sýndar- kosningar á tímum einræðis er líka rétt að þetta eru lýðræðislegustu kosningarnar til þessa. Síðustu 100 árin, fyrst undir alræði kommúnisma og síðar undir hörkulegu einræði, hefur þing Úsbekistans verið mjög valdalítið. En nú á að efla völd þess. Í landinu eru fimm skráðir stjórn- málaflokkar sem hafa fengið leyfi til að bjóða fram í þingkosning- unum en allir starfa innan þeirra marka sem forsetinn og ríkisstjórn setja. Engir stjórnarandstöðu- flokkar eða óháðir frambjóðendur eru samþykktir til framboðs. Það er því skiljanlegt að kjósendur hafa litla hugmynd um fyrir hvað flokk- arnir standa raunverulega. Fr jálsly ndi lýðræðisf lok kur Úsbekistans er stærsti f lokkur frá- farandi þings og kemst næst því sem kalla mætti ráðandi stjórnar- f lokk. Hinir fjórir f lokkarnir eru lítið frábrugðnir áherslum ríkis- stjórnarinnar og enginn þeirra er verulega gagnrýninn á stjórnvöld. Þeir eru Lýðræðisf lokkur alþýðu Úsbekistans, Jafnaðarmenn félags- legs réttlætis („Adolat“), Flokkur lýðræðislegrar þjóðarvakningar („Milliy Tiklanish“) og Vistfræði- flokkurinn. Síðastnefndi f lokkur- inn, sem hefur hálfa milljón félaga, styður til að mynda opinber áform um byggingu kjarnorkuvers. Ný kosningalöggjöf landsins kveður á um gagnsætt kosninga- ferli og kosningarétt fyrir hvaða frambjóðanda sem er án þrýstings frá ríkinu. Um helgina verða kosnir 150 þingmenn neðri deildar og 100 þingmenn efri deildar. Allir eru þeir kosnir með beinum hætti að 14 undanskildum. Forsetanum, Mirziyoyev, er ætlað að vera hafinn yfir stjórnmálaátök, og segist hann hvorki styðja fram- bjóðendur né flokka. Stjórnarandstöðu skortir Mesta gagnrýnin á yfirstandandi kosningar er vegna fjarveru raun- verulegra stjórnarandstöðuflokka. En með auknu tjáningarfrelsi standa vonir til þess að það leiði að lokum til stjórnarandstöðu. Hin nýja löggjöf kveður einn- ig á um meira jafnrétti kynjanna. Minnst 30 prósent þingframbjóð- enda verða að vera konur. Af 750 frambjóðendum eru 310 konur eða um 41 prósent frambjóðenda. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) segir að með nýjum kosningalögum séu ýmis atriði varðandi kjörstjórn færð til betri vegar, en önnur atriði sem lúta að grundvallarréttindum séu hundsuð. Fulltrúar stofnunarinnar eru við kosningaeftirlit um helg- ina. Þar á meðal eru Íslendingar. david@frettabladid.is Mesta gagnrýnin á yfirstandandi kosningar er vegna fjarveru raunveru- legra stjórnarandstöðu- flokka. Aukið tjáningar- frelsi leiðir vonandi til stjórnarandstöðu. www.gildi.is Frá og með áramótum breytist afgreiðslutími á skrifstofum okkar og verður eins og hér segir: Mánudaga til fimmtudaga frá 09.00 til 16.00 Föstudaga frá 09.00 til 15.00 Gildi–lífeyrissjóður Breyttur afgreiðslutími Save the Children á Íslandi Úsbekistan: fjölmennt ríki og landlukt 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.