Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 18
2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Gefur henni byr undir báða vængi „Þetta var svakalega flott afrek hjá henni en hún á þetta svo sannarlega skilið eftir að hafa verið að ná sér af meiðslunum. Að fara til Ítalíu á mót af þessari stærðargráðu og komast strax á verðlaunapall og fylgja því eftir með því að ná níunda sæti á sterkara móti viku síðar,“ sagði Grímur Rúnarsson, landsliðs- þjálfari Íslands í alpagreinum, aðspurður út í afrek Kötlu. Aðspurður tók Grímur undir það að það hefði komið honum á óvart hversu fljótt hún væri komin aftur í fremstu röð. „Í hreinskilni átti maður ekki von á því að hún næði strax þessum árangri en þetta er viðurkenning á allri þeirri vinnu sem hún lagði á sig í endurhæf- ingunni. Hún var þarna að upp- skera eftir allt erfiðið sem hún hefur lagt á sig undanfarið ár.“ Grímur segist fylgjast vand- lega með uppgangi Kötlu. „Hún er afar efnileg og slær ekkert slöku við. Hún æfir á fullu og er með gott bakland úr skíðafjölskyldu. Það eru engar ástæður til þess að halda annað en að hún geti náð langt í framtíðinni. Þetta gefur henni byr undir báða vængi snemma á tímabilinu,“ sagði landsliðs- þjálfarinn enn fremur. SKÍÐI Katla Björg Dagbjartsdóttir var ekki lengi að láta að sér kveða þegar hún lenti í öðru sæti á alþjóð- legu FIS-móti í svigi á Ítalíu á dög- unum stuttu eftir að hafa náð sér af meiðslum. Hin tvítuga Katla, sem er frá Akureyri, fylgdi því eftir með því að ná níunda sæti á öðru FIS-móti viku síðar. Hún  var komin aftur til Íslands þegar Fréttablaðið náði í hana eftir að hafa verið í fjög- urra vikna  æfingabúðum á  Ítalíu þar sem hún tók þátt í mótunum tveimur og var skiljanlega stolt af árangrinum.  „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég átti ekki von á því að ná svona góðum árangri strax þó að maður stefni auðvitað hátt,“ segir Katla, aðspurð hvort árangurinn hafi farið fram úr væntingum.  „Þessi ferð var góð til að sýna manni hvar maður stendur en silfrið stendur upp úr í þessari ferð þó að níunda sætið viku síðar hafi skilað f leiri FIS-stigum heldur en annað sætið,“ segir Katla og heldur áfram:  „Ég var búin að eiga svolítið erfitt með að ná tökum á sviginu dag- ana fyrir mótið enda í raun enn þá að stíga upp úr meiðslum. Ég meidd- ist illa í janúar þegar ég datt á móti í Svíþjóð. Við það fékk ég beinmar í hnénu, tognaði á liðbandi og það kom erting á liðþófann. Ég finn enn þá til en þetta er mun betra. Fyrir vikið náði ég í raun lítið sem ekkert að æfa  seinni hluta síðasta tíma- bils. Það var erfitt að fara aftur af stað í  haust en það small allt þarna í Monte Croce. Auðvitað er maður alltaf með háleit markmið og keppnisskap en ég fann ekki fyrir pressu fyrir mótið. Þar voru 78 þátttakendur og ég átti ekki von á að komast á verðlaunapall strax.“ Katla leggur áherslu á svig en keppir líka í stórsvigi. „Við kepptum bara í svigi á Ítalíu. Ég einbeiti mér að sviginu frekar en stórsvigi, það gengur ekki jafn vel í stórsviginu og það er ekkert leynd- armál að það er erfiðara að æfa stór- svig á Íslandi. Við æfum mun meira svig á Íslandi.“ Katla kemur úr mikilli skíða- fjölskyldu. Systur hennar, Tinna og Hrefna, eru báðar fyrrverandi landsliðskonur í íþróttinni og stefnir Katla á að komast í lands- liðið á næstu árum. „Skíðin eru mitt líf og yndi og ég hef æft frá barnsaldri. Systur mínar, Tinna og Hrefna, voru báðar í lands- liðinu og eru mér miklar fyrirmynd- ir og hvetja mig áfram líkt og bróðir minn  sem æfði skíði. Það má því segja að þetta sé okkur í blóð borið. Foreldrar okkar æfðu ekki skíði en eru mjög áhugasöm og stunda skíðamennsku. Þau eru dugleg að Skíðaíþróttin í blóð borin Katla Björg Dagbjartsdóttir náði öðru sæti á al- þjóðlegu FIS-móti á dögunum og er öll að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Katla kemur úr mikilli skíðafjöl- skyldu og stefnir á að komast í landsliðið og síðar að keppa á stærstu mótum heims einn daginn. Georg Fannar Þórðarson og Katla Björg Dagbjartsdóttir voru fulltrúar Íslands í æfingabúðum FIS á Ítalíu á dögunum þar sem þau tóku þátt í tveimur mótum. MYND/SKÍÐASAMBAND ÍSLANDS Katla Björg, hér til hægri, ferðast reglulega í æfinga- og keppnisferðir.. Katla er yngst fjögurra systkina. koma og styðja við bakið á mér þótt það þurfi stundum að halda aftur af þeim,“ segir Katla hlæjandi. Hún segir ekki á dagskrá að fara til Bandaríkjanna í háskóla á skíða- styrk eins og algengt er hjá íslensku skíðafólki. „Ég hef ekkert verið að skoða það. Ég er svo heimakær að mig langar eiginlega meira að vera áfram hér heima og fara reglulega utan til að keppa. Ég er með háleit markmið um að ná langt en ég vil geta komið heim þess á milli. Fólk hefur furðað sig á því og það stendur til boða að fara til Bandaríkjanna í nám og að æfa skíði með náminu en ég vil geta verið heima,“ segir Katla sem æfir við hvert tækifæri á Akureyri. „Það eru æfingar flesta daga vik- unnar, f lestar þeirra uppi í brekku en líka í ræktinni. Þegar það er opið í brekkunni er maður að æfa en þegar það er lokað er maður í styrktaræfingum að byggja sig upp en auðvitað kemur hvíld inn á milli. Ef það eru góðar aðstæður fer maður upp í fjall.“ Aðspurð segir Katla, sem fagn- aði tvítugsafmæli fyrr á þessu ári, fyrsta markmiðið vera að gera atlögu að sæti í landsliðinu og vinna titla á Íslandi áður en horft er lengra. „Fyrsta markmið er að reyna við bikar- og Íslandsmeistaratitilinn í svigi hér heima, bæta stöðuna á heimslistanum og brjóta mér leið inn í landsliðið. Svo er maður alltaf með augun opin fyrir mótum erlendis og einn daginn er mark- miðið að komast á Ólympíuleikana og heimsmeistaramótið.“ kristinnpall@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.