Fréttablaðið - 21.12.2019, Qupperneq 24
VISSULEGA ER DAUÐINN
EÐLILEGUR HLUTI AF
LÍFINU OG ÞAÐ ÆTTI AÐ
VERA AUÐVELT OG EÐLI-
LEGT AÐ TALA UM HANN.
Ef við ætlum að virkilega að undirbúa börnin okkar undir líf ið þá verðum við að fjalla um allar hliðar þess, segir Bergrún Íris Sævars
dóttir, rithöfundur og teiknari.
Jólin eru sá tími árs sem reynist
mörgum sem hafa misst ástvin erf
iður. Foreldrum hættir til þess að
reyna að hlífa börnum sínum við
f lóknum og erfiðum tilfinningum
sem tengjast missi og sorg. Bergrún
Íris segir foreldra vilja hlífa börnum
sínum við sársauka. En það geri þeir
ekki með þögninni. Dauðinn sé jafn
eðlilegur hluti af lífinu og það að
fæðast.
„Vissulega er dauðinn eðlilegur
hluti af lífinu og það ætti að vera
auðvelt og eðlilegt að tala um hann
en á sama tíma er umræðuefnið við
kvæmt. Maður vill auðvitað hlífa
börnunum sínum við sársauka og
þess vegna þurfum við að kenna
þeim að hlífa sér,“ segir Bergrún.
„Við hlífum þeim ekki við
sársauka með því að senda þau
hjálmlaus út að hjóla og þetta er
hjálmurinn sem við getum gefið
þeim í lífinu. Sagt þeim það sem við
vitum. Að líkaminn verði eftir og að
allir deyi einhvern tímann en dauð
anum fylgir auðvitað mikil óvissa.“
Vandmeðfarið umræðuefni
Dauðinn kemur við sögu í nýrri bók
Bergrúnar. „Ég vissi alltaf að þetta
myndi fara þannig að hann myndi
deyja í þriðju bókinni,“ segir Berg
rún. Hún hefur skrifað fjölda barna
bóka og myndskreytt enn f leiri.
Nýjasta bókin hennar, Langelstur
að eilífu, er sú þriðja í röð bókanna
um vinina Rögnvald og Eyju.
Bókaröðin fjallar um hina sex ára
Eyju sem kynnist Rögnvaldi þegar
hún byrjar í fyrsta bekk. Hann er
níutíu árum eldri en Eyja en þrátt
fyrir mikinn aldursmun tekst með
þeim mikil og sterk vinátta. Í síð
ustu bókinni deyr Rögnvaldur sem
þá er orðinn 97 ára gamall.
„Ég vissi alltaf að ég myndi vilja
skrifa bók þar sem ég fylgi barni í
gegnum það að missa besta vin sinn
og þarna hafði ég svo ótrúlega gott
tækifæri til þess án þess að fjalla um
barn deyja,“ segir Bergrún.
„Dauðinn er vandmeðfar ið
umræðuefni,“ segir Bergrún. „Ég
vildi vanda mig mikið og ég spurði
marga álits, svo sem presta, sálfræð
inga, börn og foreldra.“
Hún fékk jákvæð viðbrögð úr
öllum áttum og fólk tók því fagn
andi að Bergrún skyldi fjalla um
dauðann í barnabók. „Þegar ég fékk
svona jákvæð viðbrögð varð ég enn
meira viss um að ég væri að gera rétt
með því að fjalla um dauðann og
tilfinningarnar sem honum fylgja
og mér fannst það ekki viðkvæmt.
Svo þegar bókin kom út fékk ég smá
hnút í magann og hugsaði með mér
hvað ég væri að gera öllum börn
unum sem myndu lesa,“ segir hún.
Lífið ekki dans á rósum
Ertu þá að meina að þú hafir sett
börnin í þær aðstæður að upplifa
sorg sem þau hefðu annars ekki
þurft að upplifa?
„Já, af því að mörg börn þekkja
Eyju og Rögnvald. Svo tek ég
ákvörðun um það að Rögnvaldur
þurfi að deyja og að þau þurfi að
þola það, en ég komst yfir þessa til
finningu enda trúi ég því að bókin
sé mikilvæg,“ segir Bergrún.
Í bókaröðinni og í mörgum af
bókunum þínum eru ýmsir þættir
Þögnin er ekki til góðs
Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari, settist niður með blaðamanni og ræddi um dauðann og það
hvernig bókmenntir geta reynst öflugt tæki fyrir börn til að koma hugsunum sínum og tilfinningum í orð.
Bergrún
hefur skrifað og
myndskreytt
fjölda barna-
bóka. Hún seg-
ist leggja mikið
upp úr því að
tala hreinskilið
og opinskátt við
börn í bókum
sínum. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
sem gætu talist sorglegir og jafnvel
hræðilegir. Eyja á ekki vini í upphafi
og stríðni kemur fyrir svo dæmi séu
tekin. Finnst þér það vera allt öðru-
vísi harmleikur en dauðinn?
„Nei, í rauninni ekki og ég held að
það sé rauður þráður í öllum bókun
um mínum að tala hreinskilnislega
og opið um alla hluti því að lífið er
auðvitað ekki alltaf dans á rósum,“
segir Bergrún.
„Bækurnar eru samt gamanbæk
ur og þrátt fyrir dauðann er mikið
grín inni á milli. Rögnvaldur og Eyja
gera lista yfir hluti sem hann á eftir
að gera áður en hann deyr. Eins og
að hoppa á trampólíni, fara í vatns
rennibraut og í fallhlífarstökk. Við
fáum að fylgjast með þeim fikra sig
niður listann á sama tíma og það
styttist í dauðann hjá honum,“ segir
hún.
Í bókinni skína tilf inningar
Eyju í gegnum skrif Bergrúnar og
lesandinn upplifir mikla samúð
með henni. „Eyja stendur á miklum
tímamótum því að á sama tíma
og hún fær að vita að það styttist í
annan endann hjá Rögnvaldi fær
hún að vita að hún sé að verða stóra
systir,“ segir Bergrún.
„Hún er ekki ánægð með þessar
fréttir. Hvorki um dauðann né nýja
lífið sem er að kvikna. Hún er einka
barn og finnst gott að eiga foreldra
sína út af fyrir sig en líður eins og
það sé ætlast til þess að hún eigi
að vera ánægð með það að eignast
systkini,“ segir hún.
Ætlum börnum tilfinningar
„Það truf lar mig hvernig við sem
samfélag tölum alltaf við börn eins
og þau séu spegilmynd af okkur.
Í staðinn fyrir að spyrja þau hvað
þeim finnst eða hvernig þeim líður
þá ætlum við þeim einhverjar til
finningar. Við spyrjum þau hvort
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn@frettabladid.is
2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð