Fréttablaðið - 21.12.2019, Side 28

Fréttablaðið - 21.12.2019, Side 28
Fíkniefnið spice hefur gert vart við sig meðal hópa ungmenna í öllum hverfum. Ráðgjafar hjá Foreldrahúsi vilja að for-eldrar þekki viðvörunar- merkin og einkenni neyslu unglinga sem hægt er að bera kennsl á í sam- verunni sem fylgir jólunum. Fyrir marga unglinga eru jólin tími þar sem sólarhringnum er fullkomlega snúið á haus. Um leið er aðfanga- og jóladagur sá tími árs- ins sem margir foreldrar verja helst í náin samskipti við unglinginn og taka þá margir eftir merkjum sem ekki hafa verið augljós fram að því. Jólin eru erilsamur tími hjá ráðgjöf- um Foreldrahúss, samtökum sem hafa aðstoðað foreldra ungmenna í neyslu síðustu þrjá áratugina. Fyrir utan hefðbundna áfengisneyslu er komin inn í myndina mikil kókaín- neysla ungmenna og nýtt fíkniefni, spice, er farið að gera vart við sig meðal grunnskólanemenda. Spice í öllum hverfum „Fyrir tveimur árum kom fyrsta tilfelli spice inn til okkar. Þau voru einhver í fyrra, en það var ekki fyrr en í haust að þetta byrjaði að vera algengt. Nú getum við fullyrt að spice er komið í almenna dreifingu meðal ungmenna. Við erum að heyra af spice í öllum hverfum,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Foreldrahúss. Símtöl- in sem berast eru iðulega á þá leið að foreldri veit ekki hvað barnið þess hefur tekið inn. Helstu einkenni ofneyslu eru krampaköst,  and- nauð og jafnvel geðrof. „Svarið mitt er alltaf: Farðu á bráðamóttökuna strax eða hringdu á sjúkrabíl.“ Spice er eitt erf iðasta efnið sem lögreglan fæst við um þessar mundir. Síðustu ár hefur neyslan verið mest áberandi á Litla-Hrauni en nýverið hefur efnið verið að finn- ast í rafrettum hjá unglingum. Spice telst til „nýmyndaðra kannabínóíða“, þá er efnafræði beitt til að búa til vímugjafa. Fram- leiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum sem þýðir að notendurnir geta ekki vitað hvað þeir setja ofan í sig. Hafa komið upp mörg tilfelli ofneyslu á Litla-Hrauni. Við krufn- ingu á fanga sem lést síðla sumars fannst mikið af fíkniefninu. „Fangar á Litla-Hrauni kunna ekki að umgangast efnið, hvað þá unglingar. Þótt þeir haldi að þeir viti ýmislegt um efnið, þá geta geta þeir sannarlega farið sér að voða,“ segir Berglind. HELSTU EINKENNI OFNEYSLU ERU KRAMPA- KÖST,  ANDNAUÐ OG JAFNVEL GEÐROF. Viðvörunarbjöllur hringja á jólum Fíkniefnið spice hefur gert vart við sig meðal hópa ungmenna í öllum hverfum. Ráðgjafar hjá Foreldrahúsi vilja að foreldrar þekki viðvörunarmerkin og einkenni neyslu unglinga sem hægt er að bera kennsl á í samverunni sem fylgir jólunum. Ráðgjafar Foreldrahúss hafa margsinnis heyrt frásagnir foreldra af tíðum göngutúrum ungmenna sem þau föttuðu ekki fyrr en síðar að voru notaðir til neyslu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss. „Það sem gerir þetta verra er að þetta er svo lítið, þetta er ekki eins og poki af grasi, þetta er glær, lyktarlaus vökvi,“ segir Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi. „Það er erfitt að greina þetta í þvagi, krakkarnir vita það.“ Einkenni neyslu Ráðgjafar Foreldrahúss hafa sótt sér þekkingu víða að um spice sem bæt- ist ofan á það sem þau heyra í við- tölum við skjólstæðinga sína. „Við erum helst að heyra af þessu í veipi,“ segir Berglind. Guðrún bætir við að Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.