Fréttablaðið - 21.12.2019, Side 29
EF ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ LEYFA
ÞEIM AÐ VERA Í LAUSA-
GANGI OG GISTA HVAR
SEM ER Í EINHVERN TÍMA
ÞÁ VERÐA KRAKKARNIR
AUÐVITAÐ DRULLUFÚLIR
ÞEGAR ÞETTA ER TEKIÐ AF
ÞEIM.
dæmi séu um að dropi af spice sé
settur í drykk eða jafnvel í nammi.
„Stundum er þetta ekki einu sinni
viljandi, krakkar geta verið algjörir
bjánar. Kannski eru foreldrarnir
búnir að taka af þeim veipið, þá
biðja þau um smók hjá öðrum. Þau
vita ekki alltaf hvort það er kanna-
bisvökvi eða spice í þessu sem þau
eru að fá að smakka,“ segir Guðrún.
„Þar sem erfitt reynist að mæla
þetta í þvagi, þá þurfa foreldrar
að vera á varðbergi fyrir öðrum
hlutum sem gefa til kynna að ekki
sé allt með felldu. Sérstaklega ef það
hafa verið tengslarof á einhverjum
tíma á undan, skipt um skóla, hætt
í íþróttum eða skilnaður.“
Einkenni neyslu eru þó ávallt
svipuð sama hvaða efni er notað.
Sama á við um hver viðbrögð for-
eldra eiga að vera þegar þau grunar
að unglingurinn á heimilinu sé
kominn í ógöngur. Guðrún segir að
nýir vinir í öðru hverfi séu fyrstu
viðvörunarbjöllurnar. „Hvað eru
þau að gera í allt öðru hverfi? Hvern
eru þau að hitta? Hvað er unglingur-
inn að gera?“
Foreldrasamtal
Það er aldrei of seint að koma ung-
menni til hjálpar ef það fer út af
sporinu. Guðrún segir að það fyrsta
sem þurfi að gera sé að stöðva lausa-
ganginn. „Þau eiga að vera í hverfinu
sínu, ekki fara í annan bæjarhluta
nema þú vitir nákvæmlega hvað
þau eru að gera. Þau eiga að koma
heim í mat,“ segir Guðrún. „Svo að
taka fyrir allar þessar gistingar. Sér-
staklega ef það er einhver sem þau
myndu aldrei bjóða heim í mat.“
Slíkar aðgerðir geta þó skapað
samskiptavanda til skamms tíma.
„Ef það er búið að leyfa þeim að vera
í lausagangi og gista hvar sem er í
einhvern tíma þá verða krakkarnir
auðvitað drullufúlir þegar þetta er
tekið af þeim. Sum geta orðið alveg
brjáluð. Það þarf einfaldlega að
grípa inn í strax og eitthvað kemur
upp,“ segir Guðrún.
Berglind segir farsælast að leyfa
hlutunum ekki að fara á þann
stað. „Við erum að tala um áttundu
og níundu bekkinga. Það er full-
snemmt að leyfa þeim að gera hvað
sem er. Og ekki leyfa þeim að veipa.“
Inn í þetta spilar líka að hvert
heimili er með sérstakar reglur. „Á
hinum Norðurlöndunum er þetta
oft tæklað með þar til gerðum for-
eldrasáttmála. Þá hittast foreldrar
í skólanum á haustin og leggja lín-
urnar fyrir veturinn,“ segir Bergl-
ind. „Þá ákveða foreldrar í samein-
ingu hvernig gistingar eiga að ganga
fyrir sig, hvernig útivistartími eigi
að vera og jafnvel tölvuleikir.“
Guðrún segir slíkt fyrirkomulag
geta skipt sköpum. „Það er kominn
vísir að þessu í nokkrum skólum hér
á landi. Það mætti alveg gera meira
af þessu.“
Þær mæla með og þekkja til sam-
vinnu milli foreldra þegar börnin
hafa lent út af sporinu. Í síðustu
viku heimsótti Guðrún skóla á
höfuðborgarsvæðinu til að ræða
við foreldra. „Ég er iðulega beðin um
að koma þegar upp eru komin vand-
ræði, sjaldan áður en vandamálin
byrja. Það mættu nítján foreldrar
af tvö hundruð og fimmtíu,“ segir
Guðrún. „Þau sem mættu höfðu
ekki neinar áhyggjur af sínum
börnum. Það er algeng mýta að börn
OPNUNARTÍMAR
UM HÁTÍÐIRNAR
Vínbúðirnar höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi
Laugardagur 28. desember 11.00 - 18.00
Sunnudagur 29. desember Lokað
Mánudagur 30. desember 10.00 - 19.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00
Þriðjudagur 31. des. – gamlársdagur 9.00 - 14.00
Miðvikudagur 1. janúar – nýársdagur Lokað
Fimmtudagur 2. janúar 11.00 - 18.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00
Laugardagur 21. desember 11.00 - 18.00
Sunnudagur 22. desember Lokað
Mánudagur 23. des. – Þorláksmessa 10.00 - 22.00
Þriðjudagur 24. des. – aðfangadagur 9.00 - 13.00
Miðvikudagur 25. des. – jóladagur Lokað
Fimmtudagur 26. des. – annar í jólum Lokað
Föstudagur 27. desember 11.00 - 19.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00
Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is
Við minnum á að áfengiskaupaaldurinn á Íslandi
er 20 ár og biðjum fólk að hafa skilríki meðferðis.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
6
58
6
í vanda komi eitthvað frekar frá
einhverjum vandræðaheimilum.
Ég segi við þá foreldra: Það er hætt
við smiti og þetta getur haft áhrif á
ykkar börn. Það skiptir engu þó að
barnið þitt hafi aldrei lent í veseni.
Þið munið alltaf græða á því að vera
í góðum samskiptum við aðra for-
eldra.“
Göngu-Hrólfar
Annað merki um að unglingar séu
komin í vafasaman félagsskap er
tilhneiging þeirra til að vera lítið
heima og vilja helst ekki taka þátt
í neinu sem tengist fjölskyldunni.
Ungmenni sem eru á byrjunar-
reit í neyslu skila sér oftast heim á
aðfangadag, þó eru mörg tilfelli um
að foreldrar þurfi að sækja börnin
á ókunna staði eða viti jafnvel ekki
hvar þau eru yfir hátíðarnar.
Á tímum þar sem foreldrar hafa
takmarkaðan tíma til að sinna
börnunum, verja kannski tveimur
tímum á dag í nánum samvistum
við þau, þá geta það verið viðbrigði
að hafa unglinginn heima allan
daginn og með fjölskyldunni allt
kvöldið. Það eru ýmis merki sem
foreldrar sem gruna ungmennið um
neyslu geta tekið eftir.
„Ef þau eru alltaf að fara eitthvað,
hverfa kannski í fimm eða tíu mín-
útur,“ segir Guðrún. Berglind skýtur
inn: „Sum vilja fara ein í göngutúr
eftir matinn og svo aftur eftir að
búið er að opna pakkanna.“
Guðrún skellir upp úr: „Það er
mikið um svona Göngu-Hrólfa.“
„Þetta eru hlutir sem foreldrar
áttuðu sig ekki á fyrr en síðar, hvað
þau voru að gera í þessum göngu-
ferðum,“ segir Berglind.
Önnur einkennandi hegðun er
þegar unglingurinn er í símanum
nánast allt kvöldið. Það þarf þó ekki
að vera að mikil símanotkun þurfi
endilega að þýða að eitthvað vafa-
samt sé í gangi, það kann að vera að
unglingnum einfaldlega leiðist.
Edrú á gamlárskvöld
Unglingar geta verið duglegir að
nota skólafríið milli jóla og nýárs
til að lyfta sér upp. „Margir eru
snemma að snúa sólarhringnum
við, stundum strax fyrsta daginn
í fríi. „Eftirlitslaus partý eru mjög
algeng milli jóla og nýárs,“ segir
Guðrún.
Gamlárskvöld eru mjög vinsæl
til að skemmta sér. Á það bæði við
um foreldra og ungmenni. „Þetta
er kvöldið þar sem annað eða
báðir foreldrar verða að vera edrú,“
segir Berglind. „Svo er alltaf gullna
ráðið, að vera búin að spyrja hvort
vinirnir séu að fara að hittast og ef
svo er að bjóða þeim heim og hafa
gamlárskvöld skemmtilegt kvöld
með fjölskyldu og vinum.“
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29L A U G A R D A G U R 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9