Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 34

Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 34
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Brynjólfur Þorsteinsson, inn­kaupastjóri erlendra bóka, segir að fólk leiti eftir öllu mögulegu í erlendu deildinni. „Hingað kemur fólk í leit að öllu á milli himins og jarðar, skáld­ skap eða fræðum, hverju sem er. Maður fær eiginlega aldrei sömu spurninguna tvisvar, sem er skemmtilegt, og það er gaman að heyra í hverju fólk er að pæla. Við erum líka með gott úrval af þýddum skáldskap hvaðanæva, eitthvað sem er kannski ekki til annars staðar hér á landi,“ greinir Brynjólfur frá þegar hann er spurður hverju viðskiptavinir séu helst að leita eftir. Hann bætir því við að áhersla sé lögð á að eiga nóg af titlum og fjölbreyttum. „Við erum auðvitað líka með stóru titla ársins, til dæmis The Testaments eftir Margaret At­ wood, framhaldið af Handmaid‘s Tale, Catch and Kill eftir Ronan Farrow, blaðamanninn sem fletti ofan af Harvey Weinstein, The Year of the Monkey eftir Patti Smith, og ýmislegt annað sem er í deiglunni þessa dagana,“ segir hann. Erlendu bækurnar ódýrari Brynjólfur segir að það sé nokkuð algengt að fólk gefi fallegar gjafa­ bækur, einhverja skemmtilega klassík, eða fræðibækur um efni sem er kannski ekki til á íslensku í jólagjöf. „Erlendu bækurnar eru líka yfirleitt ódýrari en þær íslensku, þannig að þær henta vel þegar fólk ætlar að fara varlega í spreðinu. Klassíkin er mjög vinsæl og einnig ferðabækur. Þessa dagana fara bækur um loftslags­ mál líka hratt og svo náttúrulega íslenskar bækur á ensku, sem er skemmtilegt, það er gaman að selja útlendingum Kristnihald undir jökli eða Sjón, til dæmis,“ segir Brynjólfur en boðið er upp á sjö þúsund titla í hillunum í erlendu deildinni. „Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er um tónlist, ljósmyndun, landkönnun eða bara hvað sem er. Það hefur aukist að fólk lesi bækur á ensku, kannski sérstaklega með auknum vinsældum hljóðbóka og aðgengi í gegnum internetið. Það jafnast þó ekkert á við að fá góða bók í jólagjöf,“ segir Brynjólfur. „Barna­ bókadeildin er ekki stór, en ég á nokkra titla til, Múmínálfana og Lísu í Undralandi og þess háttar, í fallegum útgáfum sem væru flottar í pakka.“ Reddar óvenjulegum bókum Mikill fjöldi Íslendinga leggur leið sína á Laugaveginn á aðventunni og kíkir í Bókabúð Máls og menn­ ingar í leiðinni. Brynjólfur segir að Íslendingar komi mikið á veturna en meira sé um erlenda ferða­ menn á sumrin. „Það er svo gott fyrir Íslendinga að lesa á veturna, það virkar fínt gegn skammdegis­ þunglyndinu,“ segir Brynjólfur og nefnir að margir fastakúnnar sérpanti bækur. „Þeir eru kannski að leita að bókum um efni sem erfitt er að nálgast en við getum yfirleitt reddað því eftir ein­ hverjum leiðum,“ segir Brynjólfur sem hefur starfað hjá BMM í þrjú ár, fyrst í hlutastarfi með skóla en síðan í föstu starfi hjá erlendu deildinni. „Blessunarlega,“ segir hann. „Það er ekkert skemmtilegra en að grúska í bókum og forrétt­ indi að fá að starfa við það. Þetta hefur alltaf verið draumadjobbið, að fá að haga heilli hæð af bókabúð eftir mínu höfði, og ég vona að það sjáist á deildinni. Það er líka gaman að hafa áhrif á hvað aðrir lesa og hlutverk sem ég tek alvar­ lega, bókmenntir eru ekkert grín,“ segir Brynjólfur sem er einnig að fást við skáldskap. „Jú, ég er meira að segja með í jólabókaflóðinu í ár, með ljóðabókina Þetta er ekki bílastæði sem Una útgáfuhús gefur út. Ég hugsa að það verði svolítil bið á að hún verði til hérna hjá mér á ensku, enskumælandi verða bara að vera þolinmóðir,“ segir Brynj­ ólfur sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrr á árinu. Hann segir að vinnan í bókabúð­ inni og skáldskapur fari mjög vel saman. „Ég skrifaði meira að segja 2­3 ljóð þegar það var rólegt að gera í vinnunni, en fyrir alla muni ekki segja verslunarstjóranum,“ segir hann brosandi. Góð jólasala Brynjólfur hefur gaman af að aðstoða fólk við val á bókum og segir að það sé ánægjulegt að finna réttu bókina. „Við leggjum mikið upp úr því hér í bókabúðinni að þjónusta fólk vel. Jólasalan hefur verið góð og það verður spennandi að sjá hvernig staðan verður eftir lokun á Þorláksmessu. Þetta er náttúrlega algjört metár í bóka­ útgáfu og verður spennandi að sjá hvort allar þessar bækur skili sér undir jólatréð.“ Á efri hæð bókabúðar Máls og menningar er skemmtilegt kaffi­ hús sem selur alls konar drykki og veitingar. „Það er virkilega notalegt í jólaösinni að koma og kaupa jólagjafir og setjast svo upp á kaffihús og fá sér eitthvað gott í gogginn og slaka aðeins á.“ Bókabúð Máls og menningar er á Laugavegi 18. Opið er frá 9-22 á virkum dögum og 10-22 um helgar allan ársins hring. Á Þorláksmessu verður opið til 23. Það er fjölbreytt úrval bókatitla í erlendu deildinni og margar fallegar gjafabækur. Brynjólfur aðstoðar viðskiptavini við valið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Erlenda deildin er stór enda úrvalið mikið og fjölbreytt. Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi hefur fjölda fastra viðskiptavina en þar er hægt að sérpanta er- lendar bækur. Þetta er náttúrlega algjört metár í bókaútgáfu og verður spennandi að sjá hvort allar þessar bækur skili sér undir jólatréð. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.