Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2019, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 21.12.2019, Qupperneq 36
Í Kína hefur yngri kynslóðin þróað þann sið að gefa hvert öðru epli sem er pakkað inn í litríkan og fallegan pappír Við Íslendingar eigum marga, skemmtilega gjafasiði kringum jólin. Jólasveinar gefa þægum börnum gjafir í skóinn í þrettán daga fyrir jól en kartöflur ef þau eru ekki eins þæg, mjúkur pakki þýðir að gjafþegi fer ekki í jólaköttinn og svo fá nánast allir einhverja bók í jólagjöf. Aðrar þjóðir eru síður en svo eftirbátar okkar í gjafasiðum, sumir finnst okkur skrýtnir en þá er bara að rifja upp karlana sem koma inn til barnanna okkar daglega á dimm- asta tíma ársins og fella dóma um hegðun þeirra. Börn í Mið- og Suður-Evrópu setja reyndar líka skóna sína út í glugga en bara einu sinni og þá er það skjalfestur dýrlingur, heilagur Nikulás, sem kemur 6. desember og setur eitthvert góðgæti í skóna þeirra. Með honum eru stundum óvættir sem stela börnum, til dæmis hinn óhugnanlegi Krampus sem er hálfur maður og hálf geit og minnir um margt á Grýlu og en einnig á Pan, hinn gríska hjarðguð. Í Katalóníu er það trjádrumbur- inn brosmildi Tíó de Nadal, með sokk á hausnum og mjóa tré- Ég fæ jólagjöf Frá því að vitringarnir þrír gáfu Jesúbarninu gull, reykelsi og mirru á fyrsta þrettándanum hafa jólagjafir tengst siðum og venjum í flestum löndum þar sem haldin eru jól. Í Mexíkó tíðkast að berja burt syndir sínar vikuna fyrir jól með því að slá í sjö geisla pinjötu. Hér er ein slík svífandi yfir Mexíkóborg. NORDICPHOTOS/GETTY Krampusinn ógurlegi heimsækir borgir og bæi í þýskumælandi Evrópu í föruneyti heilags Nikulásar sem gefur börnum gjafir 6. desember. Tíó de Nadal, eða jóladrumburinn káti, sem kúkar gjöfum og sætindum handa börnum í Katalóníu fyrir jólin. fætur sem börnin lemja þangað til hann gefst upp og kúkar gjöfum og nammi um alla stofu. Síðasti kúkurinn er ýmist laukbiti, hvít- lauksrif eða síld og þá er drumbn- um stungið í eldinn þar sem hann hlýjar fjölskyldunni meðan hún snæðir jólamatinn. Í Púertó Ríkó hlakka börnin mikið til 5. janúar þegar þau fara út og fylla skókassa af grasi. Þeir eru svo settir undir rúmin hjá foreldrum og öfum og ömmum og morguninn eftir eru kass- arnir fullir af sælgæti og gjöfum frá vitringunum þremur sem fylltu þá þegar úlfaldar þeirra höfðu rifið glaðir í sig grasið úr kössunum. Í Kína, þar sem það er frekar nýleg hefð að halda jól, hefur yngri kynslóðin þróað þann sið að gefa hvert öðru epli sem er pakkað inn í litríkan og fallegan pappír. Orðið yfir epli og aðfangadag eru svipuð á kínversku og epli táknar frið og lukku. Þetta leiðir hugann óneitanlega að jólaeplunum sem komu með jólin til Íslendinga langt fram eftir síðustu öld. Það er misjafnt hver kemur með jólagjafirnar, jólasveinninn eða einhver útgáfa af honum kemur með þær í Vestur-Evrópu, í Suður- Evrópu eru það gjarna vitringarnir sem geta bara ekki hætt að gefa gjafir eftir að þeir gáfu Jesú gullið, reykelsið og mirruna. Í Kosta Ríka er það Jesúbarnið sjálft sem kemur með gjafirnar. Í Brasilíu eiga allir leynivin sem gleður þá á ýmsa lund á jólaföstunni og lætur ekki uppi hver hann er fyrr en á aðfangadagskvöld. Í Mexíkó rignir sælgæti frá sjö geisla pappastjörnu á hverju kvöldi frá 16.-24. desember. Armarnir tákna dauðasyndirnar sjö og og með því að lemja sundur einn arm á hverju kvöldi á þessu tímabili hreinsast fólk af syndum sínum og afneitar þeim. Þetta er upp- haflegi tilgangurinn með því að lemja stundur pinjötu eða pappa- form svo sælgæti og gjafir leki út sem síðan hefur náð útbreiðslu í tengslum við afmæli og öskudaga. Í ýmsum löndum á Balkan- skaga taka börnin gjafamálin í sínar hendur! Á þriðja sunnudegi í aðventu þá binda þau fætur móður sinnar saman um ökklana svo hún á erfitt um gang og neita að leysa hana nema hún gefi þeim jólagjafir. Sunnudaginn eftir gera þau föður sínum sama grikk sem er alveg jafn hissa á atganginum þó móðirin hafi gengið í gegnum sömu raun viku áður. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Enzymedica býður uppá öflugustu meltingar- ensímin á markaðnum en einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt. Meltingarónot, uppþemba, vanlíðan, röskun á svefni og húðvandamál eru algengir fylgifiskar þegar gert er vel við sig í mat og drykk. l Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. l Betri melting, meiri orka, betri líðan! l 100% vegan hylki. l Digest Basic hentar fyrir börn Gleðilega meltingu 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.