Fréttablaðið - 21.12.2019, Síða 38

Fréttablaðið - 21.12.2019, Síða 38
Bylgja Dís Gunnarsdóttir er fræðslu- og æskulýðsfulltrúi í Hafnarfjarðarkirkju og segir starfið gefandi og skemmtilegt. Hún sér um sunnudagaskólann, starf fyrir tíu til tólf ára krakka, fermingarfræðslu, Facebook-síðu kirkjunnar og ýmis tilfallandi verkefni. „Kirkjan gengur út á tengsl og fólk og í vinnunni fæ ég að syngja, segja sögur og íhuga. Í starfi mínu með börnum legg ég mikið upp úr því að þau upplifi kyrrð og ró, frið og helgi, í bland við leiki og fjör, en á þeirra for- sendum. Mér finnst mikilvægt að börnin hugsi sjálfstætt og byggi upp sína eigin trú,“ segir Bylgja Dís, sem einnig hefur kennt söng og stjórnað barnakórum. „Þegar ég hóf störf hjá Hafnarfjarðarkirkju hélt ég að það yrði erfiðast að sinna fermingarfræðslunni en það kom mér ánægjulega á óvart hvað það er rosalega skemmtilegt. Það er svo gaman að vera með ungling- unum og kenna þeim ýmislegt um gildi, styrkleika og tilfinningar og heyra um leið hvað þau eru að hugsa og hvað þetta kallar fram hjá þeim,“ segir Bylgja Dís, sem á tvö börn, sem bæði eru uppkomin. Bylgja Dís segir aðventuna vissulega hafa verið annasama en um leið afar ánægjulega. „Ég er mikil rólegheitakona. Auðvitað finn ég stundum fyrir stressi og kvíða fyrir jólin líkt og margir aðrir en ég fæ líka rosalega mikið út úr því að vera með fólki og þess vegna er ég svo ánægð í minni vinnu. Börn eru svo skemmtilegur félagsskapur. Ég held að börn þurfi á því að halda að fullorðnir gefi sér tíma fyrir þau, hlusti á þau og heyri hvað þau vilja gera. Þau þurfa að finna að fólk taki þeim eins og þau eru. Mér finnst mikil- vægt að börn upplifi kirkjuna sem stað þar sem þau mega vera þau sjálf, þar sem þau þurfa ekki að ganga í augun á einhverjum, eða einhver sé að dæma eða meta þau,“ segir Bylgja Dís og bætir við að það sama gildi um hina full- orðnu og kirkjuna. Þegar Bylgja Dís er innt eftir því hvort hún hafi alltaf verið trúuð segist hún sennilega hafa fæðst trúuð. „Ég held ég hafi það í genunum. Ég man bara eftir mér sem lítilli stelpu að syngja sálma og biðja bænir. Ég tók mikinn þátt í starfi KFUK þegar ég var að alast upp í Keflavík og ólst upp í því að heyra sögur, syngja, búa til leikrit og fleira í þeim anda sem barna- starf kirkjunnar byggir á.“ Syngur í messu hjá eiginmanninum Bylgja Dís er gift sr. Henning Emil Magnússyni, presti í Garðabæ. Þau hjónin fara alltaf til foreldra hennar í Njarðvíkum og verja aðfangadagskvöldi með þeim og systkinum Bylgju Dísar. „Messu- haldið stjórnar borðhaldinu. Oft þarf fjölskyldan að bíða eftir okkur því ýmist er Henning að messa á aðfangadag eða ég að syngja við messu, nema hvort tveggja sé. Í fyrra var Henning t.d. með miðnæturmessu og þá borðuðum við jólamatinn fyrr en vanalega. Í ár fer ég í jólamessu í Vídalínskirkju hjá Henning á aðfangadag. Svo skemmtilega vill til að á jóladag syng ég í messu hjá honum og síðan messar hann á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ og ég syng. Á jóladag förum við til móðurfjölskyldu Hennings en um áramótin ætlum við hjónin að breyta til og verja áramótunum í Amsterdam,“ segir Bylgja Dís þegar hún er spurð hvort hún hafi fastar jóla- hefðir. „Síðan hefur myndast sú hefð að við Henning og nokkrir vinir okkar, sem eru með okkur í íhugunarstarfi og kyrrðarbæn, hittumst á milli jóla og nýárs til að sitja saman í þögninni og íhuga saman. Það er sérlega gefandi og dásamlegt. Við höfum verið með íhugunarguðsþjónustur síðustu vetur, ásamt sr. Hjalta Jóni Sverrissyni, presti í Laugarnes- kirkju, þar sem íhugun og kyrrð er megininntakið. Þessi guðsþjón- usta er á sunnudagskvöldum í hinum ýmsu kirkjum, þó aðallega í Laugarneskirkju og Vídalíns- kirkju,“ segir Bylgja Dís að lokum. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Bylgja Dís segist leggja mikið upp úr því með börnunum að þau upplifi kyrrð og ró, í bland við leiki, en á þeirra forsendum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Messuhaldið stjórnar borðhaldinu Bylgja Dís Gunnarsdóttir, söngkona og fræðslu- og æskulýðsfulltrúi, leggur mikið upp úr íhugun og kyrrð á aðventunni. Hún syngur við messu á jóladag en ætlar að verja áramótunum í útlöndum. Hallgrímskirkja jól og áramót 24. desember, aðfangadagur Kl. 18.00 aftansöngur Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju, stjórnandi Hörður Áskelsson. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson sem einnig leikur jólatónlist á undan athöfn. Jólabarnakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ragnheiðar Bjarnadóttur. 24. desember, aðfangadagur Kl. 23.30 hátíðarguðsþjónusta á jólanótt Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Schola cantorum syngur, stjórnandi Hörður Áskelsson. Forsöngvari Helgi Steinar Helgason. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson sem einnig leikur jólatónlist á undan athöfn. 25. desember, jóladagur Kl. 14.00 hátíðarguðsþjónusta Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Einsöngur, Snæfríður Björnsdóttir. 26. desember, annar í jólum Kl. 14.00 jólasöngvar og lestrar Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Lesarar úr hópi kórfélaga og messuþjóna. 29. desember Kl. 11.00 messa Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir.. 29. desember Kl. 14.00 guðsþjónusta á ensku Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. 31. desember, gamlársdagur Kl. 18.00 aftansöngur Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna. Messuþjónar aðstoða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngur Ásta Marý Stefánsdóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. 1. janúar, nýársdagur Kl. 14.00 hátíðarguðsþjónusta Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. www.hallgrimskirkja.is Allir velkomnir 2 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RGUÐSÞJÓNUSTUR UM JÓL OG ÁRAMÓT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.