Fréttablaðið - 21.12.2019, Síða 44

Fréttablaðið - 21.12.2019, Síða 44
Verkefnastjóri í upplýsingatækni - Nýsköpunarmiðja menntamála Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir laust til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra í upplýsingatækni til þriggja ára. Starfið felst í að styðja við innleiðingu nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar „Látum draumana rætast“ og fylgja eftir áherslum stefnu um notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi. Verkefnastjóri veitir tækni- og kennslufræðilega ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og starfsfólks um notkun upplýsingatækni, stuðlar að samstarfi milli aðila og styður við þróun og nýsköpun. Næsti yfirmaður er deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála á skóla- og frístundasviði. Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og annast m.a. rekstur 36 grunnskóla, 62 leikskóla, 5 frístundamiðstöðva, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa í skapandi og síbreytilegu umhverfi. Helstu verkefni: • Veita þjónustu, ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og starfs- fólks um stafræna hæfni og notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi 21. aldarinnar. • Taka þátt í uppbyggingu Mixtúru og Búnaðarbanka SFS. • Styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun með áherslu á „STEAM“-greinar (vísindi, tækni, verkfræði, skapandi greinar og stærðfræði). • Miðla upplýsingum og þróa aðferðir um notkun stafrænnar tækni sem styðja við fjölbreyttar námsþarfir nemenda, s.s. fjöltyngda nemendur og nemendur með sértækar þarfir í námi. • Taka þátt í samstarfi og þróun lærdómssamfélags innan sem utan borgarinnar um notkun upplýsingatækni og miðlun góðra fyrirmynda. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði kennslu-, uppeldis- og/eða tómstundafræða. • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. í upplýsingatækni. • Reynsla af þróun, innleiðingu og fjölbreyttri notkun UT í skólastarfi (t.d..„STEAM“ og sértækar þarfir). • Reynsla af kennsluráðgjöf er kostur. • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. • Frumkvæði í starfi og vilji til að leita nýrra leiða í skóla- og frístundastarfi. • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð enskukunnátta. Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Nánari upplýsingar: https://reykjavik.is/menntastefna-til-2030-latum-draumana-raetast Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Ráðið verður í stöðuna frá 1. febrúar 2020, eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2020. Um laun og starfskjör fer samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veitir Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra, sími 411-1111. Netfang: frida.b.jonsdottir@reykjavik.is Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til- kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið: nyttfolk@frettabladid.is Nýtt fólk Menntunar- og hæfniskröfur • Verkfræðingur, M.Sc. eða nám sem nýtist í starfi. • Marktæk reynsla af sambærilegum verkefnum. • Reynsla af stýringu verkefna. • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu. • Frumkvæði, faglegur metnaður og árangursdrifni. • Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi. • Góð íslenskukunnátta. • Kunnátta í ensku og einhverju norðurlandamáli. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2020. Umsóknir berist á netfangið: starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem sem óskað er eftir, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veita Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðis, netfang: bryndis.fridriksdottir@vegagerdin.is, og Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir mannauðsstjóri Vegagerðarinnar netfang: sigurbjorg.helgadottir@vegagerdin.is, sími 522 1000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Höfuðborgarsvæði er nýtt svæði innan Vegagerðarinnar sem vinnur að þróun, skipulagi og hönnun samgöngumannvirkja fyrir fjölbreytta ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Framundan eru um fangsmikil verkefni og auglýsir Vegagerðin því eftir öflugum sér fræðingi í samgöngumálum til að vinna þau verkefni með okkur. Um er að ræða fullt starf á starfsstöð Vegagerðarinnar í Reykjavík. Í boði er spennandi og fjölbreytt starf þar sem áherslan verður á skipulag og uppbyggingu fyrir fjölbreytta ferðamáta á höfuðborgar- svæð inu. Við erum að leita eftir aðila sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á sínu fagsviði, allt frá skipulagningu til hönnunar á samgöngumannvirkjum. Sérfræðingur í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu ÖRYGGI FRAMSÝNI ÞJÓNUSTA FAGMENNSKA Nýr fjármálastjóri Samherja í Hollandi Steingrímur H. Pétursson hefur verið ráðinn fjármálastjóri á skrifstofu Samherja í Hollandi. Steingrímur kemur til Samherja frá Högum þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra fjármála- og viðskiptaþróunar en þar á undan var hann framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Olís um þriggja ára skeið. Þá hefur Steingrímur einnig gegnt stöðu framkvæmdastjóra hjá Eimskip, Sandblæstri og Málmhúðun og Fjárfestingarfélaginu Sjöfn en hóf starfs- feril sinn að loknu háskólanámi hjá KPMG Endurskoðun á Akureyri þar sem hann vann í fjögur ár. Steingrímur er með meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Erla samskiptastjóri VÍS Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Vátryggingafélags Íslands (VÍS). Hjá VÍS mun hún miðla upplýsingum um félagið til fjölmiðla og markaðsaðila og bera ábyrgð á framfylgd samfélagsstefnu félagsins. Erla hefur meðal annars verið starfandi framkvæmdastjóri hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, viðskiptastjóri hjá Brandenburg auglýs- ingastofu og verkefnastjóri á samskipta- og markaðssviði hjá Straumi fjárfestingarbanka. Þá starfaði hún lengi hjá RÚV, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Nú síðast starfaði hún hjá Stekk, fjárfestingarfélagi. Erla stundar nú MBA-nám við Háskólann í Reykjavík og lýkur prófi næsta vor. Hún er jafn- framt með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðs- fræði frá HR og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Erla er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Tómas Haukur ráðinn til Rangárþings ytra Tómas Haukur Tómasson hefur verið ráðinn forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs Rangárþings ytra en starfið var aug- lýst á dögunum. Tómas mun hefja störf um áramótin. Hann er húsa- smíðameistari og rak eigið verktaka- fyrirtæki til ársins 2005 en hefur eftir það meðal annars starfað hjá Mann- viti ehf. og Munch við byggingarstjórn og verkefnastjórnun bæði hérlendis og erlendis. Þess má einnig geta að Tómas Haukur hefur starfað í Hjálparsveit skáta í Kópavogi frá 1984 og verið starfandi í Íslensku alþjóðabjörg- unarsveitinni frá upphafi og komið að flestum útköllum sem alþjóðasveitin hefur farið í. Þorleifur Gunnar til Genki Genki Instruments hefur ráðið Þorleif Gunnar Gíslason sem nýjan hönnunarstjóra. Þor- leifur útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2012, en meðfram námi hóf hann störf hjá Jónsson & Le’macks, sem nú heitir Aton.JL. Meðal fyrir- tækja sem Þorleifur hefur unnið fyrir eru Adobe, 66°Norður, Landsvirkjun, Þjóðminjasafnið, Norðursalt, RIFF og Gamma. Þorleifur er margverðlaunaður fyrir verk sín og hafa þau birst í fjölda fagtímarita og hönnunarbóka um allan heim og einnig á samsýningum bæði hér heima og erlendis. Jafnframt hefur Þorleifur gegnt stjórnarsetu í Félagi íslenskra teiknara um árabil og situr einnig í ritstjórn HA tímaritsins, sem er fag- tímarit um hönnun og arkitektúr sem gefið er út af Hönn- unarmiðstöð Íslands. 6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.