Fréttablaðið - 21.12.2019, Side 64

Fréttablaðið - 21.12.2019, Side 64
Brandarar Lísaloppa og Róbert voru að skreyta jólatréð og skemmtu sér konunglega við það. Hlóðu á það öllu því fallega sem þau langaði til. „Þetta nnst mér nú allt of skreytt jólatré,“ sagði Kata. „Ég meina, hvað eru eiginlega margar rauðar kúlur á þessu tré? Eða kerti?“ Konráð byrjaði að telja og varð að viðurkenna að þær væru ansi margar kúlurnar og kertin. „Að ekki sé minnst á brosandi stjörnurnar,“ bætti Kata við. „Svona, svona,“ sagði Lísaloppa. „Hvar er jólaandinn Kata mín. Þú þarˆ ekki alltaf að hafa allt á hornum þér. Reyndu frekar að njóta jólanna.“ Kata horfði smástund þögul á tréð. „Já, kannski, en þið verðið að viðurkenna að þið vitið ekkert hvað þið eruð búin að setja margar rauðar kúlur á tréð.“ Það urðu þau að viðurkenna. Þær voru jú orðnar ansi margar. Konráð á ferð og ugi og félagar 383 Getur þú talið allar ra uðu jólakúlurna r, kertin og br osandi stjörnurnar ? ? ? ? ? ? Lausn á gátunni Á trénu eru 28 rauðar kúlur, 5 brosandi stjörnur og 17 kerti. ? Hinn sjö ára Andri Marinó Kjart- ansson á auðvelt með að læra texta og syngur hátt og snjallt með öllum vinsælustu röppurum landsins. Hvaða rapparar  eru í mestu uppá haldi? Herra Hnetusmjör og Emmsjé Gauti  og  líka  bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónssynir. Hvað langar þig að verða? Ég ætla að verða rappari og langar að verða matreiðslumaður eins og foreldrar mínir, ég fæ oft að hjálpa þeim í vinnunni. Svo hjálpa ég ömmu minni að baka pitsu. Hún býr til bestu pitsu í heimi og kannski opnum við einhvern tíma pitsu- stað saman. Hvað langar þig í í jólagjöf ? Mig langar í körfuboltaspjald til að hafa inni.  Æfir þú körfubolta? Nei, en ég hef áhuga á honum. Ég æfði fótbolta síð- asta sumar. Nú er ég bara í sundinu, hef æft  það síðan ég var fjögurra ára og syndi bringusund, baksund og skriðsund í djúpu lauginni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Mig langar til að taka þátt í heimsmeistaramóti í sundi þegar ég verð eldri. Áttu einhver uppáhaldsfótbolta- lið? Liverpool er liðið mitt í ensku knattspyrnunni og FH hér heima. Er g a ma n  í skóla nu m? Já , við  vorum að vinna í jólabók og læra um íslensku jólasveinana. Svo lærum við líka að vera kurteis við fólk. Mér finnst gaman að lesa og Sproti er frábær vinnubók. Hvað er skemmtilegasta  ferða- lag sem þú hefur farið í? Í sumar fór ég til Almería á Spáni með fjöl- skyldunni. Við bjuggum á hóteli og skemmtum okkur í sundlaugar- garðinum og á ströndinni. Ég fékk að kaupa mér knattspyrnubúninga og við fórum í rosalega f lottan fiðrildagarð. Svo sáum við kúreka- sýningu úti í eyðimörkinni, þar voru teknar upp frægar amerískar kúrekabíómyndir. Ég spilaði fót- bolta með spænskum strákum á ströndinni og það var fullt af fólki að horfa, það varð jafntef li, 6-6. Ég kynntist líka spænskum strák á hótelinu, við spiluðum oft borð- tennis saman. Er gæludýr á heimilinu?    Við eigum  labradorhund sem  heit- ir Loki, hann er góður vinur minn. Hvert er uppáhaldssjónvarps- efnið þitt? Jóladagatalið á RÚV en uppáhaldsmyndirnar mínar eru Star Wars, Þegar Trölli stal jólunum og Home Alone. Ætlar að verða rappari Andri Marinó var að vinna í jólabók í skólanum og læra um íslensku jóla- sveinana. Hann lærir líka að vera kurteis.“MYND/PÁLMI ÁSBJARNARSON SVO HJÁLPA ÉG ÖMMU MINNI AÐ BAKA PITSU. HÚN BÝR TIL BESTU PITSU Í HEIMI OG KANNSKI OPNUM VIÐ EINHVERN TÍMA PITSUSTAÐ SAMAN. Gluggagægir er sá íslenski jóla-sveinn sem kemur til byggða í dag. Hann er sá tíundi í röðinni og er dálítið hrekkjóttur, eins og bræður hans, samkvæmt Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862. Jóhannes úr Kötlum orti vísur um alla íslensku jólasveinana, tvær vísur um hvern. Vísurnar um Gluggagægi Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Jólasveinninn Ef Gluggagægir sér eitthvað sem hann langar í þá getur verið að hann hnupli því seinna. En setur örugglega eitthvað í skóna í leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Svavar: Veistu hvað. Fólkið við hliðina barði á veggina hjá mér fram eftir öllu kvöldi. Inga: Hélt það þá ekki vöku fyrir þér? Svavar: Nei, en það truflaði mig dálítið því ég var að æfa mig á trompetinn. Pabbi: Hver braut gluggann? Sigga: Hann sjálfur. Hann beygði sig þegar ég ætlaði að kasta bolt- anum í vegginn fyrir neðan hann. Gulli: Veistu hverju pabbi svaraði þegar ég spurði hann hvort hann vildi gefa mér fullkomna tölvu í jólagjöf? Fía: Nei. Gulli: Hvernig vissirðu? 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.