Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 82
Tár í regni… Leikarinn Rutger Hauer lést eftir skammvinn veikindi heima hjá sér í Hollandi 19. júlí og var flestum harmdauði þótt stöku hælbítar vilji innistæðulaust kenna hann við B-myndir. Hauer sem var 75 ára gamall þegar hann lést var vissulega ekki alltaf vandlátur í verkefnavali en þegar hann reis sem hæst fór hann með himinskautum eins og alelda geimfar við öxl Óríons. Samstarfsfólk hans og aðdá- endur um víða veröld syrgðu þennan magnaða og oft van- metna leikara sem verður minnst um ókomna tíð fyrir túlkun sína á gervimenninu Roy Batty í tíma- mótaverkinu Blade Runner eftir Ridley Scott en hann setti mark sitt á þá mynd með ýmsu móti. Ekki síst þegar hann endur- skrifaði nú ódauðleg hinstu orð persónu sinnar, vélarinnar sem fann mennskar tilfinningar í rafrásum sínum rétt áður en hún fellur á tíma og minnist allra þeirra stórkostlegu augnablika sem vistuð eru á harða disknum í höfðinu og munu týnast í tím- anum eins og tár í rigningu. Þegar Blade Runner kom út í upphafi níunda áratugarins var sögusviðið Los Angeles í fjarlægri, regnvotri og drunga- legri framtíð. Nánar tiltekið árið 2019 þannig að leikarinn kvaddi þennan heim í raun sama ár og það slökknaði endanlega á tilfinninganæma vélmenninu sem holdgerðist í honum 37 árum áður þegar báðir festu sig á spjöld kvikmynda- og afþrey- ingarmenningarsögunnar. Góða nótt fagri prins Leikarinn Luke Perry lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í byrjun mars nokkrum dögum eftir að hann fékk alvarlegt heilablóð- fall. Hans verður lengst minnst sem Dylan McKay í unglingasáp- unni vinsælu Beverly Hills 90210 og var öllum harmdauði enda hvers manns hugljúfi. Hann var 52 ára þegar hann lést. Hinsta hlutverk Perrys var í Tarantino-myndinni mögnuðu Once Upon a Time in Hollywood en hann hafði þá losnað undan því að lifa á frægðinni fornu og blómstraði í Netflix-þáttunum vinsælu Riverdale. Litlir kærleikar voru milli Perry og Shannen Doherty þegar þau léku kærustuparið Brendu og Dylan í 90210 en þegar hann lá banaleguna í dauðadái sagðist hún vart mega mæla af harmi og sagðist enn elska Dylan sinn. Bradley og Irina og Carino og Lady Gaga Svo mjög neistaði á milli Brad- leys Cooper og Lady Gaga í hlut- verkum þeirra í A Star is Born að fljótlega komst sá kvittur á kreik að ástarbríminn á hvíta tjaldinu hefði hvorki verið uppgerð né leikur. Þau reyndu að verja sambönd sín við þáverandi maka gegn illum tungum sem sleiktu út um og fengu ljótar óskir sínar upp- fylltar í sumar þegar þau gáfu kjaftasögunum vængi þegar þau sögðu skilið við annars vegar Irinu Shayk og Christian Carino. Shayk var þrátt fyrir slæma fyrir- boða illa brugðið en þau Cooper höfðu verið saman í fjögur ár og ást þeirra borið ávöxt í dótturinni Lea sem var tveggja ára þegar foreldrar hennar fóru hvort sína leið. Enn er óljóst hvort það var vegna þess að Bradley sé gaga. Larry King og Shawn Southwick Sjónvarpskóngurinn Larry King er alltaf með axlabönd en hefði máske einnig átt að vera með belti í einkalífinu þar sem hann og eiginkona hans, Shawn South wick King, létu gott heita eftir 22 ár. Engar prentvélar voru þó stöðvaðar af þessu tilefni þar sem ástæða er fyrir því að fréttir heita „news“ á ensku og þetta var áttundi hjónaskilnaður Kings. Liam Hemsworth og Miley Cyrus Stjörnuhjónaband ástralska leik- arans Liams Hemsworth og fjöl- listakonunnar ævintýragjörnu Miley Cirus hélt ekki út í eitt ár. Hemsworth sótti um skilnað í ágúst eftir að hann sá ljósmynd af Miley í heitum atlotum við Kaitlynn Carter við Como-vatn þegar hann var víðs fjarri góðu gamni. Hjónin höfðu að vísu þá þegar slitið samvistum en ekki gengið frá formsatriðum. Katie Holmes og Jamie Foxx Leikaraparið flotta Katie Holmes og Jamie Foxx hætti saman eftir sex ára samband en þau létu eftir sér að njótast þegar Katie varð endanlega frjáls undan oki Toms Cruise og Vísindakirkju- grillum hans. Hjónaband Toms og Katie leystist einmitt upp í frumeindir eftir að þau fóru út að borða í Reykjavík og fengu sér sushi. Tom hefur þó varla grátið það þegar fréttist af mótleikara hans í Collateral með söngkon- una Selu Vave upp á arminn og sambandsslit hans og Holmes opinberuðust umheiminum. Þessi hættu saman á árinu Þeir kvöddu á árinu Kim hefur í gegnum árin sýnt fádæma útsjónarsemi og eins mikið hold og leyfilegt er til þess að viðhalda vinsældum Kardashian-klansins en gæti þurft að snúa baki við múgnum sem hefur krýnt Meghan drottningu. Hjónaband Irinu og Bradleys þoldi ekki ofleik hans og Lady Gaga í ástar- senum A Star is Born og fjörkippina sem komu í rætnar tungur. Skilnaður að borði og sæng varð að lögskilnaði á augabragði þegar Liam skoðaði myndir af Miley á samfélagsmiðlum og hinu háskalega interneti. Smelludólgar eru leiðindafyrirbæri, hrímþursar vorra tíma og farið hefur fé betra en þessi sem hvarf með stórkostlegum hvelli sumarið 2019. Úff, átti ég virkilega að rústa þessum sjónvarpsþáttum svona rosalega? Flestum mönnum fegurri lék Luke Perry Dylan McKay með eftirminnilega ómótstæðilegum sjarma sem lifir enn þótt leikarinn hafi kvatt allt of fljótt. Scorsese fékk Thanos á heilann og gleymdi að stytta The Irishman. Frábær leikari og drengur góður kvaddi 2019 eins og fyrir lá strax og tárum rigndi í Blade Runner. 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.