Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Síða 1

Skessuhorn - 17.07.2019, Síða 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 29. tbl. 22. árg. 17. júlí 2019 - kr. 750 í lausasölu Travel West 2019-2020 Ferðablað Vesturlands er komið út Hægt er að nálgast blöð á Markaðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi Vaskur nítján manna hópur hlaupara úr Flandra í Borgarnesi tók þátt í Laugavegshlaupinu á laugardaginn en á sjötta hundrað manns tók þátt. Hlaupið er frá Land- mannalaugum og að Þórsmörk og skiluðu allir Borgnesingarnir sér í mark. Sjá nánar bls. 22 . Ljósm. Hulda Waage. Niðurstaða fundar Akraneskaup- staðar og Landsvirkjunar sem fram fór nýverið er að Akranes þykir henta mjög vel til að byggja upp há- tækni gagnaver. Flutningsnet raf- orku þykir henta til þess, án þess þó að gengið verði á framtíðar orku- þörf m.a. á Grundartangasvæðinu. Þetta staðfestir Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri í samtali við Skessu- horn. Hann hefur á liðnum misse- rum leitt viðræður við Lands- net um væntanlega uppbyggin- gu og er nú í viðræðum við erlen- dan ráðgjafa sem sérhæft hefur sig í að finna hentugar staðsetningar fyrir fyrirtæki á heimsvísu sem re- isa vilja gagnaver af þessari gerð. Sævar segir að þau gagnaver sem horft sé til flokkist sem hátækni- gagnaver en þau krefjast alla jaf- nan fjölda sérhæfðra starfsmanna. „Það er einkum staðsetningin sem gerir Akranes eftirsóknarvert svæði til uppbyggingar gagnavers. Þar er meðal annars horft til þátta eins og flutningsnets raforku, öryggis með tilliti til eldgosa eða jarðskjálfta og ýmissa fleiri þátta. Gert er ráð fyrir að vinnan með ráðgjafanum hefjist í ágúst og þó skilyrði séu góð þá þurfa margir samverkandi þættir að ganga eftir eigi hátæknigagnaver að rísa við Akranes,“ segir Sævar. mm Samið við ráðgjafa til undirbúnings gagnavers Verktakafyrirtækið Work North ehf hefur nú lokið niðurrifi þeirra hluta mannvirkja Sementsverksmiðjunn- ar sem Akraneskaupstaður ákvað að láta rífa við Faxabraut. Svæðið hefur nú verið sléttað og sáð í það. Greina má græna slikju þar sem fyrstu grösin eru nú að teigja sig upp úr moldu. Uppgröftur úr bygg- ingarlóðum í nýrri hverfum bæjar- ins var notaður sem yfirlag á svæð- inu. Heildarkostnaður við niðurrif á reitnum verður um 290 milljón- ir króna, að sögn Sævars Freys Þrá- inssonar bæjarstjóra, en innifalið í þeirri upphæð er niðurrif stromps- ins, niðurrif veggja við sandþró ásamt frágangi á svæðinu en heild- ar kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 438 milljónir króna. Kostnaður við verkið er því langt undir upphaf- legri áætlun bæjaryfirvalda. Sjá nánar frétt bls. 10 Niðurrif langt undir áætluðum kostnaði Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.