Skessuhorn - 31.07.2019, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 2019 7
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Verkalýðsfélag Akraness
STJÓRNARKJÖR 2019
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
www.vlfa.is
Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar.
Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði.
Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi.
Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar.
Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri.
Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er
þeim að blæða út.
Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð.
Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum.
Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið.
Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja
okkur vera hryðjuverkamenn.
Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta
trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar.
Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að
gera og hvað hyggist þið gera.
Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt
við.
Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan
rannsókn fer fram á hruni bankakersins.
Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og
einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki.
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness
skorar á ríkisstjórn Íslands
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness
www.vlfa.is
Verkalýðsfélag Akraness
Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is
Samkvæmt 29. gr. laga Verkalýðsfélags Akraness ber að
viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjór ar.
Framboðslistum til stjórnarkjörs í Verkalýðsfélagi Akraness árið
2019, ásamt meðmælendum skv. reglugerð ASÍ um allsherjar-
atkvæðagreiðslur, ber að merkja kjörstjórn og skila á skrifstofu
félagsins,
Sunnubraut 13, fyrir kl. 12:00 þann 12. ágúst nk. Hv rt þ ð fram-
boð er gilt sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt
samþykki þeirra sem framboðslistann skipa.
Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akrane s hefur lagt fram
framboðslista til stjórnar sem hægt er að skoða inná heimasíðu
félagsins.
Berist kjörstjórn ekki aðrir listar telst framboðslisti stjórnar
og trúnaðarráðs sjálfkjörinn samkvæmt 29. gr. laga
Verkalýðsfélags Akraness.
Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | skrifstofa@vlfa.is
Reykholtskirkja
Verið velkomin í Reykholtskirkju
7. sd. e. trin. er
sunnudaginn 4. ágúst
Guðsþjónusta kl 14
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
/ L
jó
sm
. G
uð
la
ug
ur
Ó
sk
ar
ss
on
Þeir Kristján Helgi Carrasco og
Kristinn Birkisson lögðu af stað í
göngu um öræfi íslands í lok júní
þegar þeir lögðu af stað frá Lóni á
Austurlandi. Þeir gengur þvert yfir
hálendi íslands og niður í Borgar-
fjörð í vestri og náðu á áfangastað
í fjörunni við Grjóteyri rétt utan
við Borgarnes á mánudagskvöld-
ið. Þá höfðu þeir gengið rúmlega
580 kílómetra á 30 dögum, frá
fjöru í austri yfir í fjöru í vestri.
Hugmyndin af göngunni kvikn-
aði út frá drögum að gönguleið
sem þau Róbert Marshall, Bryn-
hildur Ólafsdóttir, Páll Ásgeir Ás-
geirsson, Rósa Sigrún jónsdótt-
ir og Einar Skúlason settu saman
yfir kjötsúpu. Þau langaði að setja
saman langa og krefjandi gönguá-
skorun um ísland, sambærilega
þeim sem eru til víða erlendis. Þau
vörpuðu fram þessari gönguleið í
gegnum tímaritið úti og óskuðu
eftir göngufólki til að fara þessa
leið. Þeir Kristján Helgi og Krist-
inn ákváðu að slá til.
Ekki eins laskaðir og
þeir bjuggust við
Við komuna að Grjóteyri á mánu-
dagskvöldið tók á móti þeim hóp-
ur fólks sem fylgdi þeim síðustu
metrana niður að sjó. Þar ætluðu
þeir að stinga tánum í sjóinn sem
endapunkt göngunnar en enduðu
á að stinga sér til sunds í sjónum.
En hvernig kom það til að þeir
lögðu af stað í þessa ferð? „Æv-
intýraþrá,“ svarar Kristján Helgi.
„Þetta er í rauninni lífið okkar
bara. útivist er okkar aðal áhuga-
mál,“ bætir Kristinn þá við. Þeir
segjast ekki hafa lagt í svo stórt
verkefni áður. „Þetta er svona það
stærsta fram að þessu en við það
má segja að við þrífumst á að ögra
sjálfum okkur og gera krefjandi
hluti,“ segja þeir félagar. Spurð-
ir hvort eitthvað hafi komið þeim
sérstaklega á óvart á leiðinni eru
þeir sammála um að það hafi verið
hversu mikið þeir gátu gengið án
þess að klára alla orkuna. „Við vor-
um að ganga að meðaltali 23 kíló-
metra á dag og tókum fjóra daga
í hvíld. Við gengum mest 36 kíló-
metra á einum degi en við urðum
held ég aldrei alveg úrvinda á leið-
inni,“ svarar Kristinn. „Ég bjóst
við því að við yrðum meira laskað-
ir en okkur hefur bara liðið vel og
alveg náð að halda sönsum,“ bætir
Kristján Helgi við og Kristinn tek-
ur undir. „Við vorum alveg búnir
undir að þetta yrði erfitt andlega
en það var svo ekki. Það hjálpaði
örugglega að við fengum rosalega
gott verður alla leiðina, það komu
bara fjórir rigningardagar en aldrei
neitt brjálað veður. Það hjálpaði
örugglega líka að við erum báð-
ir mjög jákvæðir og sterkir, bæði
í hausnum og skrokknum svo það
gerir allt mikið auðveldara,“ segja
þeir.
Bættust mörg
ævintýri í bókina
Nú þegar göngunni er lokið
hvað tekur þá við? „Að fá okk-
ur ís í Borgarnesi,“ segir Kristinn
og hlær. „Svo fer maður bara að-
eins til ömmu Helgu á Skagan-
um,“ bætir Kristján Helgi við. Að-
spurðir segja þeir þetta ekki vera
þeirra síðasta ævintýri. „Núna
þurfum við bara að setjast niður og
fara yfir þessa ferð saman og svo
taka bara við önnur ævintýri,“ seg-
ir Kristinn. „Það bættust við ansi
mörg ævintýri í bókina á leiðinni,“
bætir Kristján Helgi við og hlær.
„En núna tekur bara við að fara
að vinna aftur og svo höldum við
bara alltaf áfram að gera eitthvað
svona skemmtilegt,“ segja þeir að
endingu.
arg
Gengu þvert yfir Ísland
frá austri til vesturs
Þeir félagar skáluðu við vini og fjölskyldu sem kom að fylgja þeim síðustu
metrana niður að sjó.
Kristján Helgi Carrasco og Kristinn Birkisson gengu þvert yfir Ísland frá austri til vesturs á 30 dögum. Hér eru þeir að fagna á
endastöð við Grjóteyri.