Skessuhorn - 31.07.2019, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 20198
Eins og áður hefur verið greint
frá í Skessuhorni hefur fyrirtækið
Quadracan Iceland Development
ehf. haft hug á að reisa vindorku-
garð í landi Sólheima í Laxárdal.
Tillaga að matsáætlun fyrir um-
hverfismat vegna þessara áforma er
nú til kynningar. RúV greinir frá.
Fyrirhugað er að reistar verði allt
að 27 vindmyllur sem gætu þá skil-
að allt að 115 megawöttum á 3.200
hektara svæði á Laxárdalsheiði, í
landi Sólheima. Frá staðnum eru
um tíu kílómetrar til Borðeyrar en
um 23 km í Búðardal. Áætlað er
að skipta framkvæmdum upp í tvo
áfanga. Fyrst verði reistar 20 vind-
myllur með 85 MW hámarksaf-
köstum og síðan sjö vindmyllur til
viðbótar sem geti skilað allt að 30
MW samtals.
Turnar vindmyllanna verða á
bilinu 91,5 til 105 metrar á hæð og
þvermál spaðanna frá 117 og upp
í 136 metra. Ætlunin er að nota
vindmyllur sem gerðar eru fyrir
kalt lofstlag, með ísvörn og íseyð-
ingu auk sjálfvirkrar stjórnunar á
snúningshraða sem tekur mið af
hita og raka, svo síður safnist ís á
spaðana sem kastast síðan af þeim.
í tillögu að matsáætluninni kem-
ur fram að þetta svæði henti vel til
virkjunar vindorku vegna stöðugra
sterka vindstrengja á afskekktu
svæði langt frá byggð. Aðgengi að
núverandi vegakerfi telst gott auk
þess sem stutt er í tengingu við raf-
orkukerfið. Forsvarsmenn fyrir-
tækisins hafa átt samtal við skipu-
lagsyfirvöld í Dalabyggð um breyt-
ingar vegna þessa á aðalskipulagi,
en auk þess kallar verkefnið á deili-
skipulag framkvæmdasvæðisins.
Matsáætlunina má lesa í heild
sinni á vef Mannvits. Öllum er
frjálst að skila ábendingum eða
gera athugasemdir við áætlunina til
1. ágúst.
kgk
Franska skemmtiferðaskipið Le
Boreal kom til hafnar á Akranesi
í þriðja skiptið síðasta laugardag.
Skipið kom síðast á Akranes í ágúst
í fyrra. Le Boreal var smíðað árið
2010 og er tæplega 11.000 brúttó-
tonn, 142 metrar að lengd, 18 metr-
ar að breidd og með djúpristu upp á
4,8 metra. Le Boreal ferjar 264 far-
þega, auk áhafnar sem telur um 140
manns.
Alls voru sjö skipakomur bókaðar
fyrir sumarið á Akranes, þ.e. sex ko-
mur skemmtiferðaskipsins Panora-
ma frá 6. júní til 26. ágúst og eina
komu Le Boreal sem var síðasta
laugardag. í fyrra sumar kom Pan-
orama tólf sinnum á Akranes. Sagt
var frá því fyrr á árinu að áætlað
yrði að 2019 yrði það stærsta hvað
varðar skipakomur farþegaskipa og
farþegafjölda. Alls var áætluð 201
skipakoma farþegaskipa til hafna
Faxaflóahafna með samtals 190.784
farþega.
glh
Klukkan 11:33 á laugardag var
haft samband við stjórnstöð Land-
helgisgæslu íslands og óskað eftir
þyrlu til Ólafsvíkur vegna vélhjóla-
slyss. Áhöfnin á TF-GRO var ein-
mitt á leið á æfingu á þeim tíma og
brást skjótt við. Tekið var á loft frá
Reykjavík tíu mínútum eftir að kall-
ið barst og þyrlan lenti með mann-
inn við Landspítalann í Fossvogi kl.
12:58.
kgk/ Ljósm. Landhelgisgæslan.
Sóttu slasaðan mann í Ólafsvík
Le Boreal við
Akraneshöfn.
Ljósm. úr safni.
Franskt skemmtiferðaskip á Akranesi
Matsáætlun vegna vindorkugarðs til kynningar
Allt að 27 vindmyllur gætu risið í landi Sólheima