Skessuhorn


Skessuhorn - 31.07.2019, Qupperneq 12

Skessuhorn - 31.07.2019, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 201912 Borgnesingurinn Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir útskrifaðist nýlega sem stoðtækjafræðingur frá háskól- anum í jönköping í Svíþjóð. Þar hefur hún skotið niður rótum og stundað nám síðastliðin þrjú ár og ver nú sumrinu á íslandi með kær- asta sínum, fjölskyldu og vinum áður en hún heldur aftur út til Sví- þjóðar til að hefja störf sem stoð- tækjafræðingur. Skessuhorn setti sig í samband við Þórkötlu Dagnýju og fékk að heyra hvernig það kom til að hún ákvað að leggja stoðtækjafræð- ina fyrir sig. Fagið er ekki kennt hér á landi og þurfti Þórkatla að fara ör- litla krókaleið á sínum námsferli til þess að finna sitt rétta fag. Leitaði að stoðtækjafræðinni Þegar Þórkatla útskrifaðist úr Menntaskóla Borgarfjarðar á sín- um tíma var hún ekki alveg viss hvað skyldi taka við eftir stúdent- inn. Hún vissi þó að áhuginn lá hjá mannslíkamanum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannslíkam- anum og hvernig hann virkar og sá alltaf fyrir mér að ég myndi vinna með hann á einn eða annan hátt. Ég skráði mig í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík en fann fljótt að það var ekki það sem ég var að leitast eftir,“ segir Þórkatla við blaðamann Skessuhorns. Þór- katla tók eina önn í heilbrigðisverk- fræðinni í HR og áttaði sig á því að um of mikla verkfræði væri að ræða. „Ég sá fyrir mér að ef ég hefði hald- ið áfram þá leið, þá væri ég lítið að vinna með fólki, sem ég sækist mik- ið í, heldur væri ég meira fyrir fram- an tölvuna,“ bætir hún við. Hafði samband við Össur Þórkatla tók örfáar beygjur á náms- ferlinum áður en hún fann loksins stoðtækjafræðina, en eins og fyrr segir þá er þetta nám ekki í boði á íslandi. Vissi Þórkatla því ekki ná- kvæmlega hvað það var sem hún leitaði að, en hélt þó ótrauð áfram leitinni. „Ég skráði mig í geisla- fræði í Háskóla íslands og tók eitt ár í því námi til að sjá hvort það væri fyrir mig. í gegnum það nám fékk ég sumarstarf hjá Orkuhúsinu í Reykjavík á röntgendeild en fann fljótt að það væri ekki alveg það sem ég var að leita að,“ segir Þór- katla en þáverandi yfirmaður henn- ar hjá Orkuhúsinu kom Þórkötlu í samband við starfsmann hjá stoð- tækjafyrirtækinu Össuri. „Það var hjá Orkuhúsinu sem ég rambaði inn á stoðtækjafræðina. Ég sendi tölvupóst á Össur og sagði þeim að ég væri að hugsa um að fara að læra stoðtækjafræði. Þau buðu mér að koma í heimsókn sem ég þáði. Þar fékk ég að tala við fólk sem kynnti fyrir mér hvað það væri að gera. Ég fékk í rauninni að vita hvað felst í því að vera stoðtækjafræðingur.“ Þórkatla segist hafa tekið mjög upplýsta ákvörðun þegar hún lét svo loks vaða og sótti um nám í há- skólanum í jönköping í Svíþjóð. Hún hafði prófað heilbrigðisverk- fræðina, geislafræðina og fengið góða innsýn í störf stoðtækjafræð- inga hjá Össuri á íslandi eftir heim- sókn sína í fyrirtækið. „Af því nám- ið var erlendis þá vildi ég vera alveg viss um að þetta væri eitthvað sem ég vildi læra og að það væri ekki eitthvað annað hérna heima sem ég myndi fíla betur,“ segir Þórkatla sem sótti svo um í skólanum í Sví- þjóð. Talaði ekki orð í sænsku Össur mælti með nokkrum skólum fyrir Þórkötlu þar sem hún gæti lært stoðtækjafræði, þar á meðal skólan- um í jönköping sem er eini skólinn þar í landi og býður upp á þetta til- tekna nám. Hún sótti fyrst um árið 2015 en þá vantaði nokkrar eining- ar í eðlisfræði upp á að hún fengi inngöngu. Þórkatla dró hvergi fæt- urna í þeim efnum og skráði sig í fjarnám, græjaði það undir eins á meðan sem hún starfaði á röntg- endeildinni hjá Orkuhúsinu. Ári seinna, haustið 2016, komst Þór- katla inn í skólann og flutti til Sví- þjóðar. „Það er allt kennt á sænsku þarna úti. Ég hafði engan bakgrunn í tungumálinu nema dönskuna sem maður lærði í grunnskóla á sínum tíma. Svo í rauninni kunni ég ekki stakt orð,“ rifjar Þórkatla upp sem er í dag talar reiprennandi sænsku. Hún bjó fyrstu fimm næturn- ar á hóteli sem hún lýsir sem fata- skáp, en engir gluggar voru á her- berginu. „Ég veit ekki hversu oft ég hugsaði, hvað í fjandanum ég væri búin að koma mér út í, sérstaklega þarna á fyrstu dögunum,“ segir hún og hlær. Þórkatla segir þetta tímabil í byrjun hafa verið mjög skrítið og að það hafi verið óþægilegt að flytja út með ekkert húsnæði fast í hendi, sem bjargaðist þó fyrir rest. Að sögn Þórkötlu þá gekk nám- ið vel en að hún hafi þurft að hafa vel fyrir því að meðtaka námsefn- ið í byrjun. „Fyrstu önnina þá sat maður bara í tímum og vissi ekk- „Hef alltaf haft áhuga á hvernig mannslíkaminn virkar“ Þórkatla Dagný frá Borgarnesi er nýútskrifaður stoðtækjafræðingur Þórkatla Dagný, stoðtækjafræðingur. Ljósm. glh. Fyrsti fóturinn sem Þórkatla smíðaði í skólanum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.