Skessuhorn - 31.07.2019, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 201922
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvaða dýr myndirðu helst
vilja vera?
Spurni g
vikunnar
(spurt á Akranesi)
Guðmundur Óskarsson:
„Api.“
Móeiður Sigvaldadóttir:
„Ugla.“
Arna Gerður Hafsteinsdóttir:
„Hundur.“
Valgerður Sólveig
Sigurðardóttir:
„Maðurinn.“
Sigríður Herdís
Guðmundsdóttir:
„Maðurinn.“
Víkingur Ó. og Þróttur R. gerðu
markalaust jafntefli þegar liðin
mættust í 14. umferð Inkasso deild-
ar karla í knattspyrnu. Leikið var í
Ólafsvík á fimmtudagskvöld.
Heimamenn voru öflugri í fyrri
hálfleik, áttu ágætis marktilraun-
ir en sköpuðu sér þó engin dauða-
færi. Eftir hálftíma leik áttu Ólafs-
víkingar langt innkast inn á teig
og skot framhjá eftir at í teign-
um. Þegar nær dró hléinu þyngd-
ist sókn þeirra enn. Vidmar Miha
átti hörkuskot úr aukaspyrnu sem
Arnar Darri Pétursson varði vel í
marki gestanna. Harley Willard fór
síðan illa með varnarmenn Þróttara
og átti skot að marki sem var var-
ið. Harley var síðan aftur á ferðinni
rétt fyrir hléið þegar hann átti skot
yfir markið úr vítateignum.
jafnræði var með liðunum í upp-
hafi fyrri hálfleiks. Rafael Victor
fékk gott færi fyrir gestina þeg-
ar hann átti frían skalla eftir horn-
spyrnu en hitti ekki á markið. Vid-
mar og Harley áttu síðan ágætis til-
raunir fyrir Víking skömmu síðar en
skutu báðir framhjá markinu. Sal-
lieu Tarawallie slapp skömmu síðar
einn innfyrir vörn Þróttar en skotið
hans var slakt. Aldrei voru heima-
menn þó nær því að skora en á 77.
mínútu þegar þeir skalla í þverslána
eftir hornspyrnu.
Boltinn bara vildi ekki inn og loka-
tölur urðu því 0-0 jafntefli.
Víkingur Ó situr í fimmta sæti deild-
arinnar með 22 stig, tveimur stigum á
eftir Leikni R. og jafn mörgum stig-
um á undan Fram í sætinu fyrir neðan.
Ólafsvíkingar léku norður á Akureyri
gegn Þór í gærkvöldi, þriðjudaginn
30. júlí. Sá leikur var hins vegar ekki
hafinn þegar Skessuhorn fór í prent-
un. kgk/ Ljósm. úr safni.
íA og Valur mættust í hörkuleik í 14. um-
ferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu
á sunnudagskvöld. Leikið var á Akranesi og
lauk leiknum með sigri Valsmanna, 1-2.
Gestirnir voru öflugri í upphafi leiks og
komust yfir á 16. mínútu eftir mistök Skaga-
manna. Arnór Snær Guðmundsson steig
ofan á boltann og Kristinn Freyr Sigurðs-
son komst einn á móti Árna Snæ Ólafssyni
í marki Skagamanna. Kristinn var óeigin-
gjarn, lagði boltann á Sigurð Egil Lárusson
sem gat ekki annað en skorað.
Skagamenn voru nálægt því að jafna á
24. mínútu. Albert Hafsteinsson sendi fyrir
markið á Stefán Teit Þórðarson sem smell-
hitti boltann en Hannes Halldórsson varði
glæsilega á þverslána og yfir. Upp úr horn-
spyrnunni kom síðan jöfnunarmarkið. Stef-
án Teitur fékk boltann, sendi hann á Hall
Flosason sem stangaði hann í netið. Staðan
orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik.
Tryggvi Hrafn Haraldsson var nálægt
því að koma íA yfir á upphafsmínútu síð-
ari hálfleiks, en skot hans fór rétt framhjá
markinu. Bæði lið áttu sín hálffæri næstu
20 mínúturnar eða svo. En á 58. mínútu
dró til tíðinda þegar Patrick Pedersen féll
í vítateignum eftir viðskipti sín við Arnar
Má Guðjónsson. Vítaspyrna var dæmd en
Skagamenn voru allt annað en sáttir við þá
niðurstöðu. Patrick fór sjálfur á punktinn
og skoraði af miklu öryggi.
Skagamenn lágu á Valsmönnum á loka-
mínútum leiksins en tókst ekki að jafna
metin. Bjarki Steinn Bjarkason komst í gott
færi í uppbótartíma en skaut boltanum yfir
markið. Það voru því Valsmenn sem fóru
með sigur af hólmi á Akranesvelli.
Skagamenn sitja í þriðja sæti deildarinn-
ar með 22 stig, stigi á eftir Breiðabliki í sæt-
inu fyrir ofan en stigi á undan Stjörnunni.
Næst leika Skagamenn á móti FH í Hafn-
arfirði þriðjudaginn 6. ágúst næstkomandi.
kgk
Spánverjinn Antoni Vicens hefur
skrifað undir samning við Körfu-
knattleiksdeild Skallagríms og mun
leika með liði Borgnesinga í 1. deild
karla næsta vetur.
Antoni er 29 ára gamall, 204 cm
á hæð og leikur stöðu miðherja.
Síðast lék hann með Coulom-
miers Brie Basket í NM2 deildinni
í Frakklandi en áður hefur hann
leikið í Austurríki og heimalandinu
Spáni. „Ánægja er með að fá Vicens
í Borgarnes en hann mun styrkja
liðið vel undir körfunni,“ segir í til-
kynningu á Facebook-síðu Skalla-
gríms. kgk
Skallagrímsmenn þurftu að sætta
sig við tap gegn Augnabliki þegar
liðin mættust á Skallagrímsvelli í
Borgarnesi í 14. umferð 3. deildar
karla á fimmtudagskvöld.
Gestirnir mættu ákveðnari til
leiks og sóttu hart að heimamönn-
um á upphafsmínútunum. Stefán
Ingi Sigurðarson kom Augnabliki
yfir á 19. mínútu eftir góða sókn.
Skallagrímsmenn sýndu þó eng-
in merki þess að ætla að slá slöku
við og sýndu mikla baráttu og vilja
í sýnum aðgerðum. Uppskáru þeir
í vítaspyrnu á 37. mínútu. Viktor
Ingi jakobsson fór á punktinn fyr-
ir Borgnesinga og sendi boltann
ákveðinn í hægra hornið og jafnaði
metin. Staðan 1-1 þegar gengið var
til búningsklefa.
í síðari hálfleik voru heima-
menn mun sprækari, þjörmuðu að
gestunum og virtust líklegri til að
skora. Augnabliksmenn voru hins
vegar klókir gegn Borgnesingum.
Á 75. mínútu varð einhver rugl-
ingur í sókn þeirra gulklæddu sem
gestirnir nýttu sér, hirtu boltann,
brunuðu upp völlinn í skyndisókn
sem endaði með því að Stefán Ingi
skoraði sitt annað mark þegar hann
kom sínum mönnum yfir á ný, 1-2.
Ekki náði Skallagrímur að jafna
metin þrátt fyrir að hafa skapað
sér nokkur álitleg marktækifæri og
þurftu þeir því að sætta sig við enn
eitt tapið.
Eftir þrettán umferðir sitja
Skallagrímsmenn í botnsætinu með
sex stig, einu stigi á eftir KH sem á
þó leik til góða. Augnablik styrkir
stöðu sína í botnbaráttunni og eru
þeir nú í níunda sæti með þrettán
stig. Næsti leikur Skallagríms verð-
ur gegn KF á Ólafsfjarðarvelli mið-
vikudaginn 31. júlí og hefst hann
klukkan 19:00.
glh
Unnar Þór Garðarsson var í síð-
ustu viku ráðinn þjálfari meistara-
flokks kvenna í íA. Honum til að-
stoðar verður Aron Ýmir Péturs-
son. Þeir taka við þjálfun af þeim
Helenu Ólafsdóttur og Anítu Lísu
Svansdóttur sem sögðu starfi sínu
nýverið upp. „Unnar Þór hef-
ur viðamikla reynslu að baki sem
þjálfari. Aron Ýmir hefur nokkra
reynslu að baki sem þjálfari og hef-
ur undanfarið starfað sem þjálfari í
yngri flokkum félagsins,“ segir í til-
kynningu frá KFíA. „Knattspyrnu-
félag íA hlakkar til samstarfsins við
Unnar Þór og Aron Ými og býður
þá velkomna til starfa hjá félaginu.
Aðalstjórn vill þakka Helenu Ólafs-
dóttur og Anítu Lísu Svansdóttur
fyrir góð störf sem þjálfarar meist-
araflokks kvenna, og óskar þeim
velfarnaðar í framtíðinni.“
mm
Viktor Ingi fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hafa skorað úr vítaspyrnu í fyrri
hálfleik.
Súrt tap hjá Skallagrími
Taka við þjálfun
meistaraflokks kvenna
Frá undirritun samnings við þá Unnar
Þór og Aron Ými. Með þeim á myndinni
er Sigurður Þór Sigursteinsson
framkvæmdastjóri KFÍA.
Spænskur miðherji í Skallagrím
Boltinn vildi ekki í netið
Hallur Flosason í mikilli baráttu í leiknum gegn Val. Hann skoraði
eina mark Skagamanna. Ljósm. gbh.
Skagamenn töpuðu í hörkuleik