Skessuhorn - 11.09.2019, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 201914
Síðastliðinn fimmtudag fór fram
áhugaverð ráðstefna samtímis á sex
stöðum á landinu. til umfjöllunar
voru tækifæri og áskoranir sem hin-
ar dreifðu byggðir landsins standa
frammi fyrir samhliða því sem kallað
er fjórða iðnbyltingin. Ekki var um
venjulega málstofu að ræða því sam-
tímis fór hún fram með dagskrá á sex
stöðum og auk þess send út á netinu.
Hér á Vesturlandi var fundað í hús-
næði Símenntunarmiðstöðvarinnar
í Borgarnesi, en auk þess á Ísafirði,
Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði
og Selfossi. Málstofan var skipulögð
af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og
landshlutasamtökum sveitarfélaga í
samvinnu við Byggðastofnun. Ráð-
herrarnir Þórdís Kolbrún R. Gylfa-
dóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson
ávörpuðu ráðstefnugesti.
Megininntak málþingsins eru þau
tækifæri sem liggja í fjórðu iðnbylt-
ingunni fyrir dreifðar byggðir. „Að
hugsa til framtíðar gefur tækifæri á
að takast á við breytingar, dagurinn
í dag er nýtt upphaf. Þéttbýlisstað-
ir og borgir víðs vegar um heim-
inn eru upptekin af því að þróa það
sem nefnt er snjallar lausnir, oftast
í tengslum við stafræna þróun. Oft
er um að ræða aukna sjálfvirkni og
að innleiða nýjungar sem eru skil-
virkari í tengslum við atvinnuþróun,
menntun, heilbrigðismál eða annað.
tækifærin eru ekki síður við þróun
dreifðra byggða. Hvernig getum við
hagnýtt þessa þróun fyrir dreifðari
byggðir,“ var meðal þess sem rætt
var um. „Með fjórðu iðnbylting-
unni skapast tækifæri fyrir dreifðar
byggðir fyrir aukna þjónustu og ný
störf en um leið njóta allra þeirra
lífsgæða sem búseta í dreifðum
byggðum hefur í för með sér.“ Ell-
efu manns héldu erindi og yrði of
langt mál að gera öllum erindum
skil. Hér verður því stiklað á stóru.
Tæknibreytingar
þjóna öllum
Í opnunarræðu Þórdísar Kolbrún-
ar R. Gylfadóttur, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra, kom fram að
fólki væri nauðsynlegt að reyna að
rýna inn í framtíðina. tæknin mun
leiða til þess að fjölmörg störf munu
hverfa, verða bókstaflega óþörf. Ný
störf munu hins vegar taka við, störf
sem við höfum vart hugmyndaflug
enn til að ímynda okkur. Stjórn-
völdum og atvinnulífi er hins veg-
ar nauðsynlegt að sporna gegn því
ójafnvægi sem fjórða iðnbyltingin
mun leiða af sér. tækniþekkingu má
til dæmis ekki einvörðungu verða að
finna á höfuðborgarsvæðinu, nefndi
hún sem dæmi. „Það er því nauð-
synlegt að mæta tæknibreytingum
með opnum huga, læra að þekkja
falsfréttir frá réttum og tileinka okk-
ur grænar lausnir.“ Sagði hún tækni-
breytingar til langs tíma þjóna öll-
um. Stappaði hún stálinu í lands-
byggðarfólk og benti á að lífsgæði
í hreinni og óspilltri náttúru vega
meira en að sitja fastur í umferðar-
teppu.
Störf munu leggjast af
David Wood, breskur framtíðar-
fræðingur, ávarpaði málþingsgesti
og fór yfir þá þróun sem orðið hefur
á tæknisviðinu síðastliðin 15 ár og
spáði svo fyrir um hvar við verðum
stödd eftir önnur fimmtán ár. Fyr-
ir fimmtán árum var samskiptafor-
ritið twitter ekki til, en í dag hef-
ur það 330 milljón notendur. Á Wi-
kipediu voru tíu þúsund greinar
árið 2003 en þær eru nú 40 millj-
ónir talsins. Þá voru tíu milljón-
ir vanþróaðra snallsíma árið 2003,
en í dag eru snjallsímanotendur 330
milljónir með gríðarlega fullkom-
in tæki í höndunum. Hann, líkt og
aðrir sem ávörpuðu þingið, benti á
nauðsyn þess að efla menntun og
fræðslu, með þeim hætti eingöngu
gæti fólk brugðist við þeim breyt-
ingum sem verða samhliða auk-
inni tækni. „Flest nútíma störf eru
í hættu samhliða fjórðu iðnbylting-
unni, því allar tækniframfarir snúast
um að lækka kostnað.“
Áhersla á menntun
er lykilþáttur
María Kristmundsdóttir hjá Al-
coa Fjarðaáli fjallaði í erindi sínu
um tækniþróun í framleiðsluiðn-
aði. Fyrirtækið sem hún starfar hjá
skaffar 90 milljarða í útflutnings-
tekjur á ári. Sjálfvirkni er sífellt að
aukast og benti hún á að fjórða iðn-
byltingin væri þegar hafin. „Það er
sérkenni allra dreifðra byggða að
hver og einn einstaklingur hefur
breiðara hlutverki að gegna en sá
sem býr í þéttbýli. Sama á við um
stóriðju sem reist er á landsbyggð-
inni. tiltölulega stórt fyrirtæki í fá-
mennu byggðarlagi þarf að vera svo
margt í senn; reka slökkvilið, bakarí,
heilbrigðisþjónustu og fjölmargt
fleira. Við hjá Fjarðaáli eru meðvit-
uð um þetta hlutverk okkar í samfé-
laginu á Austfjörðum. Við horfum
mikið til lífsgæða út frá samfélags-
legum þáttum og fjörða iðnbylt-
ingin þarf því að mótast af þörfum
samfélagsins.“ Benti hún á tækni-
framfarir sem meðal annars fel-
ast í að spjaldtölvuvæða ýmis sam-
skipti og gagnagrunna. Nefndi hún
vaktakerfi, viðhaldsforrit, fram-
leiðsluvöktun, videóþjálfun starfs-
fólks og fleira. Lagði María áherslu
á að grunnforsenda fyrir vexti og
viðgangi fyrirtækisins og mann-
auðs sem þar er að finna sé áhersla
á menntun. „Stóriðjan þarf ætíð að
standa framarlega í tækniþekkingu
og við lítum svo á að það sé hlut-
verk okkar fyrirtækis að sýna sam-
félagslega ábyrgð og standa okkur í
innleiðingu tækninnar.“
Tæknin virkar
í báðar áttir
Garðar Már Birgisson hjá Þulu á
Akureyri fjallaði um áskoranir sem
fyrirtæki hans stendur frammi fyr-
ir. Þula er hugbúnaðarframleið-
andi fyrir heilbrigðiskerfið og sel-
ur mest af sínum búnaði til annarra
Norðurlanda. tækni er oftast not-
uð í samskiptum við viðskiptavini.
Lýsti hann áhyggjum yfir að ýmis
starfsemi hafi færst frá landsbyggð-
inni. Lögð hefur verið áhersla á að
senda út á landsbyggðina störf sem
skapa ekki mikið af öðrum störf-
um í kringum sig og nefndi hann
símsvörun sem dæmi um störf sem
leggjast af þegar tækniþekking
eykst. Sagði hann alltof algengt að
fyrirtæki slíti barnsskónum á lands-
byggðinni en flytji svo annað, jafn-
vel úr landi, eftir að þau ná að þrosk-
ast. tók hann dæmi af lyfjaskömmt-
un sem nú fer að mestu fram á höf-
uðborgarsvæðinu, en gæti allt eins
farið fram í útlöndum. „Vinnan
mun færast til vélmenna, hvar sem
þau verða stödd. Sama mun ger-
ast með sérhæfðar lækningar sem í
framtíðinni munu fara fram í gegn-
um netið.“ Nefndi Garðar dæmi
um prentiðnaðinn sem nú er að
mestu farinn úr landi, sem og vef-
hýsing. Sagði hann ánægjulegt að
verða vitni af fyrirtækjum sem ná
að halda starfsemi sinni í landinu,
svo sem hátæknifyrirtækin Skag-
Ræddu tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni
Tæknin mun breyta flestum störfum
en skapa ný tækifæri
Fjórða iðnbyltingin snýst um tækniframfarir sem munu gera fjölda starfa óþörf, en önnur koma að einhverju leyti í staðinn. Menntun er lykilþáttur til að nýta tækifærin.
Málþingsgestir í Borgarnesi komu sér fyrir í kennslusal Símenntunarmiðstöðvarinnar.