Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Qupperneq 6

Skessuhorn - 18.09.2019, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 20196 Óhöpp og slys í umferðinni VESTURLAND: Þriggja bíla árekstur varð á Akranesvegi, við hringtorgið fyrir ofan verslun Bónuss á laugardag. Þegar einn bíll var stöðvaður á biðskyldu var öðrum ekið aftan á hann og síðan var þeim þriðja ekið aft- an á þann bíl. Engin slys urðu á fólki en minniháttar skemmdir á bifreiðunum. Bíll valt á gatna- mótum Útnesvegar og Háarifs á sunnudagskvöld. Ökumað- ur taldi sig hafa ekið of geyst í beygjuna með þeim afleiðing- um að hann missti bílinn út af veginum þar sem hann lenti á ljósastaur og tengikassa og valt að lokum. Ökumaður og far- þegi voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Með- fylgjandi mynd er tekin á þeim vettvangi. -kgk/Ljósm. af. Landsæfing framundan SNÆFELLSNES: Landsæf- ing Slysavarnafélagsins Lands- bjargar fer fram í Snæfellsbæ og nágrenni laugardaginn 5. októ- ber næstkomandi. „Einingar á svæði 5 hafa unnið að undirbún- ingi síðustu mánuði og stefnir í að æfingin verði hin glæsileg- asta. Verkefnin verða með fjöl- breyttu sniði og verður eitthvað í boði fyrir alla; bátaverkefni, drónar, fjallabjörgun, fyrsta hjálp, leitarverkefni, rústabjörg- un, straumvatnsbjörgun, kaf- araverkefni, sleðaverkefni, að- gerðarstjórn, hundaverkefni og tækjaverkefni,“ segir í tilkynn- ingu til félaga í björgunarsveit- unum. Hópar munu geta fengið gistingu í grunnskólanum og á laugardagskvöldinu verður grill fyrir þátttakendur. -mm Samið um rekstur sundlaugar HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 10. september að semja við Aldísi Ýr Ólafsdóttur um rekstur sund- laugarinnar að Hlöðum sumar- ið 2020, en hún annaðist rekst- ur laugarinnar á liðnu sumri. Jafnramt lýsti sveitarstjórn yfir ánægju sinni með aðsóknina að sundlauginni að Hlöðum í sum- ar. Ríflega fjögur þúsund gestir heimsóttu laugina á þeim tíma sem hún var opin síðasta sumar. -kgk Forðast að bera smit til landsins LANDIÐ: Matvælastofnun beinir þeim tilmælum til fólks sem er að koma frá Noregi að gæta ýtrustu varkárni til að koma í veg fyrir að sjúkdómur í hund- um þar í landi berist til Íslands. Smitið, sem lýsir sér í blóðugum uppköstum og niðurgangi, hefur valdið bráðum dauða þrátt fyr- ir meðhöndlun. Fólk sem hef- ur verið í mikilli snertingu við veika hunda eða verið á svæðum þar sem mörg tilfelli hafa greinst er bent á að skipta um fatnað og þrífa og sótthreinsa skófatn- að fyrir komu. Bann við inn- flutningi hunda frá Noregi sem Matvælastofnun setti 6. septem- ber mun verða áfram í gildi um óákveðinn tíma. -mm Bátur losnaði frá bryggju STYKKISH: Báturinn Gull- hólmi losnaði frá bryggju í Stykkishólmi í leiðindaveðri um kl. 19:30 á sunnudagskvöld. Kallað var eftir aðstoð Björg- unarsveitarinnar Berserkja sem mætti á staðinn og kom bönd- um á bátinn og festi hann við bryggju að nýju. -kgk Skilti ekin niður HVALFJSV: Umferðarskilti á gatnamótum Vesturlandsvegar og Grundartangavegar voru ekin niður miðvikudaginn 11. sept- ember sl. Ekki er vitað hver var að verki, því sá virðist hafa látið sig hverfa af vettvangi. Lögregla hefur málið til rannsóknar. -kgk Reyndi að stela hjólhýsi BORGARNES: Íbúi í Borg- arnesi tilkynnti lögreglu um að reynt hefði verið að stela hjól- hýsinu frá heimili hans aðfarar- nótt fimmtudags. Um morgun- in sáust greinileg merki þess að reynt hafði verið að ræna hjól- hýsinu. Þjófarnir hurfu hins veg- ar frá verkinu, því þeir reyndu að draga það á brott í hand- bremsu og með bæði fætur þess og nefhjólið niðri. Þessar aðfar- ir þjófanna ollu smávægilegum skemmdum á hjólhýsinu. -kgk Laust fyrir klukkan 11 á sunnu- daginn varð mjög harður árekst- ur tveggja bíla á Grjóteyrarhæð. Þrír voru í öðrum bílnum og einn í hinum. Tveir voru fluttir alvar- lega slasaðir á sjúkrahús í Reykjavík og var annar þeirra, erlendur ferða- maður, úrskurðaður látinn síðar um daginn. Einn var fluttur til að- hlynningar á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Vegna slyssins var Borgarfjarðar- braut lokuð í um fjóra tíma á sunnu- daginn meðan rannsókn á vettvangi fór fram. Lögregla hefur ekki gefið út hver tildrög slyssins voru. mm Í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Ís- lands hefur Rarik ohf. fært íslenska ríkinu jörðina Dynjanda við Arnar- fjörð að gjöf. Formleg afhending fór fram á Degi íslenskrar náttúru síðastliðinn mánudag. Skráður eig- andi Dynjanda var RARIK ohf, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkis- ins og stofnað 1. ágúst 2006. Fé- lagið tók þá við rekstri Rafmagns- veitna ríkisins sem hófu starfsemi sína 1. janúar árið 1947. Þannig má líta á gjöfina sem gjafagjörning þar sem opinberri eign er komið fyrir í öðrum vasa sama eiganda. Innan marka jarðarinnar er nátt- úruvættið Dynjandi ásamt vatna- sviði fossanna í Dynjandisá. Dynj- andi er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár, og af mörgum talinn ein af fegurstu náttúruperl- um Íslands. Hann er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vest- fjörðum. Svæðið við Dynjanda er að mestu ósnortið og einkennist af áhrifum jökla sem hafa sorfið landið og skilið eftir sig einstak- lega mikinn fjölda vatna og tjarna á Dynjandisheiði. „Vegna sérstöðu þessa mikil- fenglega náttúrvættis og tengingar jarðarinnar við fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, ákvað stjórn RARIK að færa ríkissjóði Íslands jörðina Dynjanda að gjöf á lýðveldisafmæl- inu. Samhliða því sem jörðin var af- hent í dag undirrituðu Guðmund- ur Ingi og Birkir Jón Jónsson, for- maður stjórnar RARIK, samkomu- lag milli ríkisins og RARIK. Mark- mið þess er að tryggja útivistar- og náttúruverndargildi jarðarinnar og náttúruvættisins Dynjanda. Dynj- andi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra voru frið- lýst sem náttúruvætti árið 1981 en af hálfu stjórnvalda er nú stefnt að friðlýsingu allrar jarðarinnar,“ seg- ir í tilkynningu um gjafagjörning- inn. mm Banaslys á Borgarfjarðarbraut Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Rarik, afhendir hér Guðmundi Inga Guð- brandssyni umhverfisráðherra plagg til staðfestingar á að ríkið eigi nú jörðina Dynjanda. Ríkisstofnun gefur ríkinu jörðina Dynjanda

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.