Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 201922 Tina Cotofana hefur frá því í sumar stundað svepparæktun á Bæ í Bæjar- sveit, þar sem hún er búsett. Ræktar hún sveppina í gámi sem hún hefur innréttað sérstaklega. Hún er lærð- ur listamaður og vinnur að ýmsum verkefnum á því sviði en hefur lengi haft áhuga á hvers kyns heimarækt- un. Hún fékkst þannig við sveppa- rækt til eigin nota fyrir allnokkrum árum en það var ekki fyrr en ný- lega að hún ákvað að stofna fyrir- tækið Sveppasmiðju, hefja fram- leiðslu á sveppum og selja til veit- ingahúsa. Undirlagið til ræktunar- innar býr hún til sjálf, en það sam- anstendur af viði og næringarefn- um, svo sem hveitiklíði eða kaffi. Framleiðslan fer fram í rými fyr- ir aftan heimili hennar, sem helst líkist lítilli rannsóknarstofu. Þar er undirlagið útbúið, sveppagróunum komið fyrir á því og það síðan sett inn í sérstakan ræktunarklefa þar sem hitastigið er alltaf í kringum 19 gráður og rakastigið um það bil 90 prósent. „Þessi aðstaða er í raun tilraun. Mig langaði að prófa að rækta til að selja, sjá hvort áhugi væri fyrir þessu og síðan sjá til með framhald- ið,“ segir Tina í samtali við Skessu- horn. „Þetta byrjaði í raun allt sam- an fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan þegar vinur minn sagði mér frá grein um svepparækt í Bænda- blaðinu. Áður hafði ég ræktað sveppi sem áhugamál fyrir löngu síðan og ég hugsaði með mér að þetta væri gaman að prófa. Ég fór að afla mér upplýsinga, prófa mig áfram í afar litlu magni og síðan keypti ég gám og byrjaði að inn- rétta hann. Það tók mig fimm mán- uði og er í raun ekki alveg búið, því ég á þrjú lítil börn og þarf að skipu- leggja mig í kringum þau. En síðan fékk ég leyfi frá heilbrigðiseftirlit- inu í lok júní og þá gat ég byrjað að rækta til að selja, þannig að þetta er tiltölulega nýtilkomið,“ segir Tina. Selur sveppi og ræktunarsett Þegar Skessuhorn bar að garði var Tina að rækta fjórar mismun- andi tegundir ostrusveppa, sem all- ir eru matsveppir. Auk þess var ver- ið að rækta Reishi sveppi, sem eru til dæmis notaðir í te, en ekki til matar. „Þeir hafa mjög góð áhrif á ónæmiskerfið,“ segir hún. „Mat- sveppina sel ég til veitingastaða hér í nágrenninu. Ef ég á afgang þá segi ég frá því á Facebook-síðunni minni, Sveppasmiðja. Þá getur fólk komið og keypt. Síðan ef ég er að fara til Reykjavíkur tilkynni ég það líka á síðunni og þá getur fólk pant- að hjá mér,“ segir Tina. En hún sel- ur ekki aðeins sveppina sem hún rætkar, heldur ræktunarsett líka fyrir fólk að rækta sína eigin sveppi heima við. „Það virðist vera nokk- uð vinsælt um þessar mundir. Ég þarf stundum að passa mig aðeins því blokkirnar sem ég sel sem rækt- unarsett get ég auðvitað ekki notað sjálf. Ég þarf ákveðið magn í hverri viku til að mæta eftirspurninni og þarf að gæta þess að raska ekki því skipulagi með því að selja frá mér of mikið af undirlagi. En það er auð- vitað algjört lúxusvandamál,“ segir hún og brosir. „Vaxa nokkurn veginn hvar sem er“ Ef fólk hefur áhuga á að rækta sveppa heima við segir Tina al- mennu regluna að halda þurfi þeim frá sólarljósi og þurrki, sjá til þess að lofta um þá og vökva þá. „Ef það er gert eru þeir meira og minna sáttir og vaxa nokkurn veg- inn hvar sem er. Það er til dæmis mjög fínt að hafa þá í eldhúsinu,“ segir hún. „Undirlagið er síðan hægt að nota aftur, en það fer að- eins eftir því hvaða tegund er rækt- uð hverju sinni hversu oft er hægt að nota kubbana,“ bætir hún við. „Þegar ekki er hægt að nota kubb- ana lengur til ræktunar má nota þá til að byggja upp jarðveg, þeir eru einhver besta molta sem maður getur fengið,“ segir Tina. Áhugamönnum um svepparætk- un er bent á að 17. nóvember verð- ur sérstakur viðburður helgaður sveppum í brugghúsi Steðja. Þar er ætlunin að stefna saman fagfólki og áhugamönnum um svepparækt. „Þar munum við hittast, ræða sam- an um svepparækt, eldamennsku og allt sem tengist sveppum. Það eru ótrúlega margir sem hafa áhuga á sveppum og stunda svepparækt. Það verður gaman að hittast, miðla þekkingu og læra af hvort öðru.“ Spurð hvort hún hafi í hyggju að stækka við ræktunina með tíð og tíma segir hún að það verði bara að koma í ljós. Núna framleiðir hún allt að 10 kg á viku af sveppum, auk þess að selja ræktunarsettin. Þegar ræktunin verði komin í full afköst áætlar hún að geta selt milli 20 og 30 kg á viku, eftir því hvaða teg- undir hún ræktar hverju sinni. „En ef vel gengur þá gæti vel farið svo að ég stækki ræktunina. Sveppir njóta nokkuð vaxandi vinsælda og það eru ótrúlega margir sem rækta heima á Íslandi, miklu fleiri en ég hélt áður en ég fór að kynna mér málið,“ segir Tina Sveppir til matar og hreinsunar Tina telur að sveppir gætu leikið stærra hlutverk í daglegu lífi okk- ar í framtíðinni en þeir gera í dag. „Við lifum á tímum þar sem sífellt fleiri eru að verða gagnrýnir á kjöt- framleiðslu. Fyrir þá eru sveppir áhugaverður kostur, þeir eru mjög næringarríkir og mjög góð upp- spretta prótíns, til dæmis. Sumir sveppir geta meira að segja byggt upp D-vítamín, með aðstoð sér- stakra lampa. Það myndi henta sérstaklega vel hér á Íslandi,“ seg- ir hún. „Einnig er hægt að nota sveppi til að hreinsa olíuleka,“ bæt- ir hún við. „Ef olía kemst í jarð- veg er mengaði jarðvegurinn graf- inn upp, viði blandað saman við og vatni bætt út í. Síðan eru ræktunar- kubbarnir muldir og blandað sam- an við. Að því búnu er breitt yfir og sveppirnir látnir stofna þar ný- lendu. Best er að nota „ákveðna“ sveppi eins og ostrusveppi, því þeir borða allt; pappa, kaffikorg, jafnvel blauta sokka og ég veit ekki hvað,“ útskýrir hún og hlær. „Þegar svepp- irnir hafa haslað sér völl í þessari menguðu blöndu taka þeir til við að brjóta olíuna niður í minna skað- lega efnisþætti. Ég mæli ekki með því að borða sveppi sem vaxa upp úr þessu, en það sem eftir stendur er að minnsta kosti ekki jafn skað- legt og olíumengaður jarðvegur,“ segir Tina. „ Einnig eru til aðferðir til að hreinsa skurði milli túna með aðstoð sveppa, en oft má sjá olíu- brák á vatninu í þeim sem kemur úr jarðveginum. Til slíkrar hreins- unar yrðu notaðar ræktunarblokk- ir sem búið er að nota. Ég á nóg af þeim og yrði bara þakklát ef ein- hver gæti hjálpað mér að minnka hauginn,“ segir hún og bætir því að vinur hennar, sem starfar hjá Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri, hafi áhuga á að gera ítarlegar tilraunir með sveppi til að hreinsa upp olíu. „Þetta er mjög áhugavert. Síðan hafa meira að segja fundist sveppir sem geta brotið niður plast! Ég var að lesa mér til um þetta ný- lega. Við ættum að hafa auga með sveppunum í framtíðinni,“ segir Tina Cotofana að endingu. kgk/ Ljósm. Josefina Morell. „Sveppir eru mjög næringarríkir og mjög góð uppspretta prótíns,“ segir Tina. „Ættum að hafa auga með sveppunum í framtíðinni“ - segir Tina Cotofana, svepparæktandi í Bæjarsveit í Borgarfirði Tina Cotofana, svepparæktandi í Bæjarsveit. Sveppirnir eru ræktaðir á undirlagi úr viði og næringarefnum, nokkurs konar kubbum, sem Tina útbýr sjálf. Kubbana má síðan nota aftur. Sveppir í ræktuninni hjá Tinu á Bæ í Bæjarsveit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.