Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Arion appið
Nú geta allir notað
besta bankaappið*
*MMR 2018
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 39. tbl. 22. árg. 25. september 2019 - kr. 950 í lausasölu
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
Tilboð gilda út september 2019
Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes:
Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með
Garlic chicken breast meal
1.650 kr.
Máltíð
Fyrir hádegi í gær opnaði Kaupfélag
Borgfirðinga nýjan veitingastað og
dagvöruverslun við Digranesgötu í
Borgarnesi. Hefur staðurinn hlot-
ið nafnð Food Station. Með nafn-
gift nýja staðarins er vísað til eðlis
og áherslna í væntanlegum rekstri. Í
boði verða hollar veitingar og hröð
afgreiðsla. Staðurinn er í nýju þús-
und fermetra húsi sem kaupfélagið
lét byggja. Á Food Station er pláss
fyrir 120 manns í sæti í stílhreinu
og björtu húsnæði. Verslunarstjóri
er Birkir Snær Guðlaugsson mat-
reiðslumeistari sem hér sést á mynd
ásamt Margréti Katrínu Guðna-
dóttur kaupfélagsstjóra.
Nánar er rætt við þau á bls. 10. mm
Food Station í Borgarnesi
Undanfarin tvö ár hafa staðið yfir framkvæmdir í Hringsgili í landi Húsafells.
Ekki hefur farið hátt um þær en um næstu mánaðamót verður opnaður þar nýr
og afar spennandi afþreyingarkostur; Giljaböðin á Húsafelli. „Í kjölfar borunar
þar sem fannst 57 gráðu heitt vatn, létum við hlaða þrjár laugar og höfum
undirbúið þetta verkefni ásamt öðrum störfum. Á þessu ári hefur verið byggður
stigi, laugarhús með sturtum og búningsherbergjum og stígar lagðir. Tilskilin
leyfi eru nú í höfn og munum við á næstu vikum byrja að selja gestum á Húsafelli
náttúruskorðunarferðir sem innihalda laugarferð í Giljaböðin í Hringsgili,“ segir
Bergþór Kristleifsson í samtali við Skessuhorn. Nánar er fjallað um Giljaböðin á
bls. 16-17. mm/ Ljósm. OZZO Photgraphy.
140 millimetra
sólarhringsúrkoma
Guðbjartur Gunnarsson, bóndi á
Hjarðarfelli, hefur annast úrkomu-
mælingar frá 1970. Sólarhring-
súrkoman síðastliðinn fimmtudag var
sú mesta á þeim tíma.
Ljósm. Sigurbjörg Ottesen.
Sólarhrings úrkoma frá fimmtu-
degi til föstudags í liðinni viku
mældis mest á Hjarðarfelli í Eyja-
og Miklaholtshreppi á Snæfells-
nesi, eða 140,7 millimetrar, sem
er úrkomumet. Eldra metið var
120,7 mm frá 28. mars aldamóta-
árið 2000. Samkvæmt heimildum
Skessuhorns féllu úrkomumet í
september á fleiri stöðum um vest-
anvert landið, þ.e. í Hítardal (85,8
mm), á Bláfeldi í Staðarsveit (122,3
mm), Ásgarði í Dölum (81,7 mm)
Kirkjubóli í Hvalfjarðarsveit og
Neðra-Skarði í Svínadal.
Þessi gríðarlega úrkoma á Hjarð-
arfelli samsvarar því að ríflega 14
sentimetra lag af vatni hafi lags
yfir landið á 24 tímum. Af því leið-
ir að ár og lækir höfðu engan veg-
inn undan að flytja allt þetta vatn
til sjávar og því flæddi víða með til-
heyrandi skemmdum á samgöngu-
mannvirkjum. Þá hafa aurskriður
fallið úr hlíðum, t.d. á nokkrum
stöðum í Dölum og úr Akrafjalli í
Hvalfjarðarsveit. Ekki er þó vitað
um stór tjón vegna flóða.
Nánar er fjallað um úrkomuna
og áhrif hennar í Skessuhorni í
dag. mm