Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201924 Árlegt haustþing Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi fer fram í dag í Klifi í Ólafsvík. Þema þingsins að þessu sinni verður umhverfismál. Þar verður fjárhagsáætlun og starfs- áætlun SSV kynnt og lögð fram til- laga að Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024. Á þinginu starfa fjór- ir vinnuhópar og fjalla um fjármál og starfsemi SSV, samgöngumál, opinbera þjónusta og atvinnu- og umhverfismál. Að loknu hádegis- hléi mun Kristinn Jónasson bæj- arstjóri fara með gesti í skoðunar- ferð um Snæfellsbæ. Gestir þings- ins verða Sigurður Ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, Haraldur Benedikts- son, fyrsti þingmaður Norðvestur- kjördæmis, og Aldís Hafsteinsdótt- ir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um nónbil hefst svo „samtal um umhverfismál“ undir yfirskrift- inni að hugsa á heimsvísu og fram- kvæma heima fyrir - viðfangsefni og tækifæri sveitarfélaganna á Vest- urlandi í umhverfismálum. Stjórn- andi þess verður Sigurborg Hann- esdóttir. Þátttakendur verða Ragn- hildur Sigurðardóttir frá Svæðis- garði Snæfellsness, Kristinn Jón- asson, formaður stjórnar Sorpurð- unar Vesturlands, Stefán Gísla- son umhverfisstjórnunarfræðingur og Sara Rós Hulda Róbertsdóttir framhaldsskólanemi. Skessuhorn mun að venju eiga fulltrúa á þinginu og segja frá því helsta sem þar fer fram í máli og myndum. mm Umhverfismál aðalþema haustþings SSV Litadýrð haustsins er allsráðandi þessa dagana. Nú er tíminn til að drífa sig út með myndavélina og fanga glæsileikann í íslenskri nátt- úru. Myndin er frá Ölveri við Hafn- arfjall. mm Björgunarsveitin Heiðar í Borgar- firði fékk í upphafi þessa mánaðar afhent tvö ný sexhjól frá Ellingsen sem eru að sögn Arnars Grétars- sonar mikil bylting fyrir sveitina. „Það er töluvert betra að fara yfir á svona hjóli en fjórhjóli. Þau kom- ast meira og fara betur með landið, spóla síður og skilja eftir sig minni ummerki. Svo er töluvert þægilegra að flytja slasað fólk á svona hjóli frekar en fjórhjóli,“ segir Arnar. Hjólin hafa þegar komið að góðum notum en í lok síðustu viku fékk sveitin útkall vegna strandaglóps í Langavatnsdal. Á meðan bílar og önnur tæki komust ekki langt vegna vatnavaxta komust sexhjólin lang- leiðina að manninum án þess að skilja eftir sig mikil ummerki. arg/ Ljósm. Björgunarsveitin Heiðar Síðastliðinn fimmtudag fór hóp- ur hjúkrunarfræðinga frá Akranesi í Árbæjarsafn til að sjá sýninguna Hjúkrun í 100 ár. Sýningin var sett upp í tilefni þess að hundrað ár eru liðin síðan hjúkrunarkonur stofn- uðu félag sitt. Sýningin var opn- uð 19. júní síðastliðinn og stend- ur fram til 17. nóvember næstkom- andi. Hjúkrun í 100 ár er samstarfs- verkefni Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga og Borgarsögusafns Reykjavíkur. Sýningin segir sögu hjúkrunar í samhengi við breyt- ingar á stöðu kynjanna og þró- unar í tækni og vísindum. Sagan hefst í Reykjavík í byrjun 20. aldar og endar á deginum í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá í sýndar- veruleika hvernig nýi Landspítal- inn mun koma til með að líta út. „Það var samdóma álit að það sé vel þess virði að kíkja inn í Árbæj- arsafnið og kynna sér þær miklu breytingar sem orðið hafa í heil- brigðismálum í áranna rás,“ sagði Ingibjörg pálmadóttir hjúkrunar- fræðingur sem var í hópi stallsystra sinna frá Akranesi í ferðinni góðu á fimmudaginn. mm/ Ljósm. ip. Klæðnaður hjúkrunarfólks. Sýningin Hjúkrun í 100 ár sett upp í Árbæjarsafni Ferðafélagarnir frá Akranesi. Sjúkrastofa fyrri tíma. Haustið skartar sínum fegurstu haustlitum Hjólin komu að góðum notum í útkalli í síðustu viku. Sexhjólum bætt við tækjaflota Heiðars Nýju sexhjólin sótt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.