Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201916 Þegar uppistöðulón Urðarfells- virkjunar í landi Húsafells var gert fyrir nokkrum árum þurfti að leggja veg að lóninu uppi á hálsinum. Fyrsti hluti leiðarinnar var endur- bygging gamla Húsafellsvegarins sem liggur í ótal hlykkjum yfir háls- inn og niður að Augastöðum. En af gamla slóðanum var vegað lengra upp á fjallið. Um leið varð akfært að fallegu gili í Húsafellslandi sem heitir Hringsgil. Bergþór Krist- leifsson á Húsafelli taldi sig vita að þar mætti finna heitt vatn og fékk hann Friðfinn Daníelsson hjá bor- fyrirtækinu Alvarr ehf til að leita að vatni. teknar voru átta tilraunahol- ur en sú níunda skilaði talsverðu af 57 gráðu heitu vatni. „Ég átti þann draum að nýta þetta vatn og byggja þar náttúruböð. Þegar hægt var að koma tækjum í gilið var byrjað að bora og bar sú borun árangur. Þar með opnuðust möguleikar til að gera eitthvað skemmtilegt í ægi- fögru útsýni í og við gilið. Við höf- um síðasta árið verið að hlaða laug- ar og undirbúa verkefnið. Á þessu ári hefur verið byggður stigi, laug- arhús með sturtum og búningsher- bergjum og stígar lagðir. tilskilin leyfi eru nú í höfn og munum við á næstu vikum byrja að selja gestum á Húsafelli náttúruskorðunarferð- ir sem innihalda laugarferð í Gilja- böðin í Hringsgili,“ segir Bergþór í samtali við Skessuhorn. Þrjár laugar Unnsteinn Elíasson hleðslumeist- ari frá Ferjubakka var fenginn til að hlaða veggi lauganna í Hrings- gili og óneitanlega hefur hann haft í huga handverk Snorra Sturlu- sonar því lauginni svipar mjög til Snorralaugar í Reykholti. Unn- steini til aðstoðar voru meðal ann- arra Arnar Bergþórsson en hann raðaði til grjóti úr gilinu með gröfu til að mynda neðri pottana og mót- aði botn gilsins til að mynda pláss fyrir böðin. Laugarnar í Hringsgili eru alls þrjár, tvær þær efri með um 40 gráðu heitu vatni en sú neðsta er kaldari. Auk þess geta þeir hug- rökkustu farið í kalt gilvatnið. „Eig- inlega fékk ég þessa hugmynd að atvinnusköpun í ljósi þess að alltaf er þörf fyrir aukna afþreyingu fyr- ir gesti. Hingað koma á hverjum degi margar stórar rútur með fólk. Flestir fara í ferðir ýmist í ísgöngin í Langjökli eða hraunhellinn Víð- gelmi. En það eru ekki allir sem vilja fara í þessar lengri skoðun- arferðir og því taldi ég upplagt að geta boðið fólki tveggja tíma laug- arferð í stórbrotnu landslagi,“ segir Bergþór í samtali við Skessuhorn. Hann segir að aðgangsstýrt verði í Giljaböðin og einungis boðið upp á ferðir þangað með leiðsögn. „Ég reikna með að við förum á tuttugu manna bíl og á tveggja tíma fresti í ferðir sem hafa upphaf og endi á hótelinu hér á Húsafelli. Fólk er þannig að kaupa upplifun í einum pakka; ferð með leiðsögn, náttúru- skoðun og baðferð, auk þess sem hægt verður að enda ferðina í sund- lauginni. Þetta fær svo bara að þró- ast eftir því sem reynslan kennir okkur,“ segir Bergþór. Hlotið góða dóma Gestir á Húsafelli hafa í sumar, án þess að það hafi verið kynnt opin- berlega, fengið að prófa Giljaböð- in. Þannig hafa ábúendur fengið umsögn þeirra og hún hjálpað til við að þróa verkefnið. Blaðamaður fékk nýverið að fljóta með í skoð- unarferð í Hringsgil þar sem smið- ir og iðnaðarmenn voru að leggja lokahönd á framkvæmdir við laug- arhús, stiga og stígagerð. Óhætt er að fullyrða að gilið, þessi stór- brotna umgjörð lauganna, muni vekja lukku. Giljaböðin verða því kærkomin viðbót í ferðaflóruna í Borgarfirði, en stöðug þörf er fyrir aukna afþreyingu og upplifun fyrir vaxandi fjölda gesta sem sækir hér- aðið heim. Tveggja tíma náttúr- skoðunar- og baðferð Unnar Bergþórsson, sonur Berg- þórs og Hrefnu á Húsafelli, hef- ur verið verkefnisstjóri með fram- Giljaböðin á Húsafelli opnuð á næstu dögum Nýjar laugar í Hringsgili verða ævintýraleg viðbót í ferðaflóru Borgarfjarðar Horft yfir mannvirkin í Hringsgili. Hér er útsýni yfir gilið af stiganum sem smíðaður hefur verið til að auðvelda fólki að komast að Giljaböðunum. Horft inn í annan búningsklefann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.