Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 2019 27 Vísnahorn Nú eru fyrstu leitir að heita má yfirstaðn- ar og rétt að minnast þeirra með einhverjum hætti. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að vanda allan heimanbúnað gangnamanna svo sem best má og ekki má heldur senda nema fullgilda menn og vel útbúna í leitir. Sú var tíð að það þótti ekki fullgildur leitamaður sem ekki hafði hund með sér og eitt sinn þegar skæð hunda- pest hafði gengið var gripið til þess ráðs að fjölga mönnum úr 18 í 26 á því svæði sem mest þótti um vert og dugði þó varla til. Ekki hef ég heyrt um slíkar aðgerðir ný- lega en vissulega getur einn góður hund- ur unnið margra manna verk sé honum rétt og vel stjórnað. Þorleifur Ólafsson í Rauða- nesi heilsaði eitt kvöld í skála með þessum orðum: Leifs nú hrósið lítið grær, ljótur er sá glanninn, en hérna eru tíkur tvær til að bæta upp manninn. Einhvern tímann fréttist að Nikulás í Auga- stöðum ætlaði að senda Sigga Ha í leit og komst þá eftirfarandi vísa á flot: Ætlar að senda oddvitinn upp í fjallasalinn, heyrnarlausan húskarl sinn haltan, blindan, galinn. Stundum gæti verið gaman að velta fyrir sér himnaríkisímynd gamalla bænda og fjár- manna. Benedikt Gíslason frá Hofteigí orti svo um þau mál: Hálfgert er ég hræddur oss himinvistin svíki ef að hvorki ær né hross eru í himnaríki. Víst mér þætti versna í leik vonadrauma minna, ef ég ekki Blesa og Bleik byggist við að finna. Sælt er fyrir sálirnar sönglið ótal presta, vont mun þó að vera þar vanti fé og hesta. Þar vil ég, að allar ær eigi snemma að bera og það komi undir þær eins og þarf að vera. Lömbin sem hér líða tjón læknast þar að fullu. Það væri Guð minn grátleg sjón gemlingar með drullu. Og í réttum, herra hár, hvílíkt feiknagaman, þegar fleiri þúsund fjár þeir hafa rekið saman. Þá er hætta engin á, að menn doki og slóri. Gott er að allir gegni þá, Guð er réttarstjóri. Lengi hefur verið talið við hæfi að útvega sér aðeins á leitapelann og á bannárunum og raunar eftir það var mörgum notadrjúgt að leita til greiðugra lækna. Magnús Finnsson í Stapaseli sendi nafna sínum Ágústssyni eftir- farandi línur þegar sá síðarnefndi var starf- andi læknir á Kleppjárnsreykjum: Líður að réttum læknir minn. Leitt er að vera þyrstur. Guð lét vaxa vínberin, varð hann til þess fyrstur. Svo ég ekki auki mas og alla virðing sýni, láttu vinur lögg á glas af læknabrennivíni. Ef þú þessu offrar mér og eyðir þankapressu skal ég síðar syngja þér sálubótarmessu. Það hefur svosem borið við í leitum að áfengi sé um hönd haft þó oftast sé þeirri meðhöndl- un mjög í hóf stillt enda ástæðulaust að reiða sopann með sér fram undir jökla og heim aftur. Guðmundur Helgason í Stangarholti orti um Helga Helgason á Þursstöðum sem var fjall- kóngur Borghreppinga: Helgi beitir harðfengi, hann oft breytir slóri, aldrei neitar áfengi, er því leitarstjóri. Í gömlu leitaskálunum var gjarnan einn prím- us og einn ketill en ekki fleira eldhússáhalda. Á fyrstu árum pakkasúpanna voru þrír menn að búast úr skála að morgni dags og höfðu hitað vatn en ekki náðist samstaða um hvernig því skyldi varið. tveir vildu fá pakkasúpu en einn vildi sitt kaffi og engar refjar. Reyndi nú veru- lega á diplómatiska hæfileika brytans sem til að fullnægja öllu réttlæti setti í ketilinn tvo pakka af súpu og einn pakka af kaffi (eða svo sögðu þeir sjálfir frá og máttu gleggst um það vita). Slík matseld er virkileg undirstöðufæða enda kvart- aði enginn. Annars er enginn svikinn af bless- uðu kaffinu. Agnar Baldvinsson orti í leitaskála þegar menn voru að búast til ferðar: Kaffið orna ýtum skal eftir horfnum náðum, því í fornum fjallasal fer að morgna bráðum. Magnús Gíslason á Vöglum yrkir: Dvínar valla, vakinn þrá vísna snjalli söngur. Heiðin kallar okkur á enn í fjallagöngur. Ama hrindir sérhvert sinn sorg í skyndi dvínar. Lífsins yndi ég ávallt finn innan um kindur mínar. Ekki er nú allri sögunni lokið þó fé sé til réttar komið því þá er eftir að breyta skepnun- um í mat. Í sláturhúsvinnu á Borðeyri var eitt sinn hópur Laxdælinga sem kunni þá list að njóta lífsins lystisemda þær stundir sem stritv- innan tafði þá ekki frá þeirri iðju. Guðni Ein- arsson á Óspaksstöðum var þar verkstjóri og vakti þá einn morgun með þessum orðum: Laxdælingar lifa flott og leika sér á kvöldin. Þeim að sofa þykir gott þegar vaknar fjöldinn. Ólafur Gunnarsson var eitt sinn spurður að því hvaða starf hann hefði með höndum í slát- urhúsinu í Borgarnesi og svaraði á þessa leið: Hausa, skera og hálsbrjóta, hata góða siði en mér er það til málsbóta að mega verða að liði. Við skulum svo ljúka þættinum með þess- ari ágætu vísu sem ég hef grun, en ekki vissu, um að sé ættuð vestan úr Dölum og gæti þess- vegna verið kveðin í Gillastaðarétt en allar upplýsingar um höfund væru vel þegnar: Það er svona þetta ár, þegnar verða að brosa, ef að þú vilt taka tár tappann skal ég losa. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Guð lét vaxa vínberin - varð hann til þess fyrstur Eins og árstíðin býður, standa nú haustverkin yfir hvert sem litið er í samfélaginu. Uppskeru sumars- ins er safnað af kappi, nemendur hefja skólagöngu og fénu er smal- að í heimahagana, svo eitthvað sé nefnt. Snorrastofa í Reykholti læt- ur sitt ekki eftir liggja og undir- býr nú og kynnir vetrarstarf sitt, sem verður að venju með líflegum hætti. Fyrst á dagskrá vetrarins verður minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson þriðjudaginn 1. október næstkomandi kl. 20. Snorrastofa minnist dánardægurs meistarans með fyrirlestri Viðars Hreinssonar bókmenntafræðings, „Náttúru- laus sagnalist, eða lifandi gróður og lífrænir ávextir? Um forna sa- gnagerð og steingervinga texta- fræðinnar”. Umhverfishugvísindi og vistrý- ni eru fræðasvið eða stefnur sem vaxið hefur ásmegin samfara vax- andi umhverfisvá. Umhverfisvand- inn kallar á djúpstæðar breytingar á sambúð manna við umhverfi og náttúru og á svipaðan hátt hafa vis- trýni og umhverfishugvísindi rutt nýjar leiðir og kveikt nýjan skilning í greiningu og túlkun bókmennta. Í erindinu verða viðraðar leiðir til að kanna fornsögur sem lífrænar menningarafurðir, með stuðningi vistrýni, fornrar náttúrusýnar og nýrrar (eða efnislegrar) textafræði. Viðar Hreinsson lauk mag art prófi í bókmenntafræði frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 1989. Hann kenndi í framhaldsskóla í tvö ár og síðan í tvö ár við Man- itobaháskóla en var síðan sjálf- stætt starfandi fræðimaður um langt árabil, lengst af við Reyk- javíkurAkademíuna þar sem hann var einnig framkvæmdastjóri 2005- 2010. Nú starfar hann sem vís- indamaður við Náttúruminjasa- fn Íslands og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Hann rit- stýrði rómuðum enskum þýðing- um Íslendingasagna og hefur len- gi unnið að rannsóknum á íslenskri bókmennta- og menningarsögu, birt fjölda fræðigreina á Íslandi og erlendis og ritað þrjár ævisögur. Ævisaga Stephans G. Stephansso- nar, sem einnig er til í enskri gerð, hlaut tilnefningar og verðlaun á Íslandi og vestanhafs. Nýleg bók hans um Jón Guðmundsson lærða (1574-1658), Jón lærði og náttúrur náttúrunnar er í senn ævisaga, hug- myndasaga, vísindasaga og aldar- farslýsing. Sú bók var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Viðurkenningu Hagþenkis sem besta fræðirit ársins 2016. Un- danfarin ár hefur hann rannsakað handritamenningu frá sjónarhó- li umhverfishugvísinda og vistrýni og tekur þátt í nokkrum alþjóðle- gum rannsóknarverkefnum á þeim vettvangi. Hann vinnur um þessar mundir að bók um náttúru, umh- verfi og forna frásagnarlist. Að venju verður boðið til kaffiveitinga og umræðna að fyrirlestri loknum og aðgangsey- rir er 1000 krónur. Vinsamlegast athugið breyttan tíma á fyrirles- trum vetrarins, sem hefjast nú kl. 20. Viðburðaskrá væntanleg Viðburðaskrá Snorrastofu verður dreift á heimili í héraðinu á næstu dögum þar sem kennir margra grasa að venju. Þar má nefna Fyr- irlestra í héraði og námskeið um fornsögur en fastir liðir halda einn- ig sínum sessi, prjóna-bóka-kaffi hálfsmánaðarlega og opnir fundir og æfingar í Kvæðamannafélaginu Snorri í Reykholti þriðja miðviku- dag í hverjum vetrarmánuði nema desember. Þess má til gamans geta að Sturlufélagið bætist í hóp þeirra, sem standa að námskeiði vetrar- ins um Sturlu og Sturlungu. Með dyggum stuðningi frá uppbygging- arsjóði Vesturlands hefur Snorra- stofu tekist um árabil að halda úti svo litríkri dagskrá og starfsmenn Snorrastofu horfa með eftirvænt- ingu til hennar, fjölbreyttra við- fangsefna og góðra samverustunda í því sögulegu andrúmslofti, sem Reykholt veitir. je Minningarfyrirlestur um Snorra markar upphafi vetrardagskrár Snorrastofu Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur flytur næstkomandi þriðjudag minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.