Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 2019 13 VARMADÆLUR ÓDÝRARI LEIÐ TIL HÚSHITUNAR Hagkvæmar í rekstri | Endingargóðar Umhverfisvænar | Hljóðlátar GASTEC | VAGNHÖFÐA 9 | REYKJAVÍK OPIÐ 8:00 - 18:00 ALLA VIRKA DAGA Hafðu samband, við erum sérfræðingar í varmadælum. WWW.GASTEC.IS | SÍMI 587-7000 VARMADÆLUR HENTA SÉR- STAK LEGA VEL Á „KÖLDUM“ SVÆÐUM LANDSINS, ÞAR SEM EKKI ER HITAVEITA! FUJITSU varmadælurnar eru þekktar fyrir gæði og þeim fylgir 5 ára ábyrgð. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:  Ráðgjöf til skóla vegna skólagöngu barna og ungmenna  Athuganir og greiningar  Ráðgjöf, leiðbeiningar og fræðsla til foreldra  Þverfaglegt samstarf um málefni barna í leik- og grunnskólum Menntunar og hæfniskröfur:  Sálfræðimenntun og löggilding vegna starfsheitis  Reynsla af starfi með börnum  Góðir skipulagshæfileikar  Hæfni í mannlegum samskiptum Í Borgarbyggð búa rúmlega 3.800 íbúar, þar af um 750 börn í fimm leikskólum og tveimur grunnskólum. Sálfræðingur við leik- og grunnskóla Borgarbyggðar Skólaþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á starfsemi skóla. Í sveitarfélaginu er meðal annars unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, samstarf fagsviða og stofnana, svo sem um þróun úrræða fyrir börn og foreldra. Upplýsingar og móttaka umsókna er hjá Önnu Magneu Hreinsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs í síma 840-1522 og á netfanginu annamagnea@borgarbyggd.is Umsóknarfrestur er til 7. október 2019. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. BORGARBYGGÐ [Cite your source here.] Kortavelta erlendra ferðamanna, án flugsamgangna, í ágúst síðastliðn- um nam 30,6 milljörðum króna og lækkaði um 2,4% á milli ára. Í sam- antekt Rannsóknaseturs verslunar- innar kemur fram að velta í flokkn- um „ýmis ferðaþjónusta,“ sem inni- heldur afþreyingarfyrirtæki, ferða- skipuleggjendur og ferðaskrifstofur dróst í ágúst saman um 13,1% frá sama mánuði í fyrra eða um ríf- lega 600 milljónir króna. Í stærsta einstaka flokknum, hótelgistingu, jókst kortaveltan um 1,8% á milli ára í mánuðinum og kemur það í kjölfar 1,2% veltuaukningar í júlí frá sama mánuði 2018. Veltuaukn- ing í flokknum þrátt fyrir fækkun ferðamanna skýrist líklega af sam- spili lengri dvalartíma og gengis- lækkunar krónunnar, en gisting er gjarnan seld í erlendri mynt. Heild- arvelta í hótelgistingu í ágúst nam rúmum 8,3 milljörðum króna. Kortavelta í verslun jókst um 3,1% á milli ára í ágúst. Mest varð aukningin í gjafa- og minjagripa- verslun, 15,9% en aðrir flokkar breyttust minna á milli ára. Korta- velta í dagvöruverslun dróst lítil- lega saman, eða um 0,6% frá fyrra ári. Erlend kortavelta í verslun nam 4,9 milljörðum króna í ágúst. Erlend kortavelta bílaleiga dróst saman um 7,7% frá ágúst í fyrra og nam 2,9 milljörðum í mánuðinum. Þá dróst kortavelta veitingaþjón- ustu saman um 2,5% á milli ára. 25,8% vöxtur varð í erlendri korta- veltu til menningar- afþreyingar og tómstundastarfsemi en sveiflur í flokknum eru algengar þar sem einstaka tónleikar eða viðburðir geta haft töluverð áhrif. mm Þrátt fyrir að samdráttur mælist í kortaviðskiptum erlendra ferðamanna varð gríðarleg aukning í fjölda ferðafólks á suma staði um vestanvert landið, til dæmis í Guðlaugina við Langasand. Samdráttur í afþreying- arferðum í ágúst

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.