Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201920 Í framhaldi af syrpu mynda úr réttum í síðasta tölublaði Skessu- horns höldum við ferð okkar áfram. Að þessu sinni birtum við myndir úr Reynisrétt við Akrafjall, Ólafsvíkurrétt, Hrafnkels- staðarétt í Kolgrafafirði, Arnarhólsrétt í Helgafellssveit og Rauðsgilsrétt í Hálsasveit. Allt eru þetta réttir með fremur fáu fé, en engu að síður mikilvægar hver á sinn hátt. Á þessum stöð- um var líf og fjör og jafnvel fagnaðarfundir þegar uppáhalds kindin kemur úr sumarhögunum. Þá hæfir að hafa góðan viður- gjörning í réttunum eins og greinilega eru dæmi um. mm Kíkt við í fleiri réttum á Vesturlandi Fé var smalað úr Akrafjalli á laugardaginn og rekið til Reynisréttar. Ljósm. mm. Guðmundur Ólafsson hugar að fé sínu í Ólafsvíkurrétt. Ljósm. af. Gísli Marteinsson með vænan lambhrút í klofinu í Ólafsvíkurrétt. Ljósm. af. Björn Jónsson og Marteinn Gíslason að fá sér kjötsúpu og brauð með rúllupylsu í réttarkaffi í Ólafsvík. Íslenskara verður það ekki. Ljósm. af. Ungviðið skemmti sér vel við að draga lömbin í Hrafnkelsstaðarétt. Ljósm. tfk. Góð flutningstæki gegna í dag veigamiklu hlutverki í sauðfjárbúskap. Það þarf að keyra féð á fjall og aftur úr réttum. Þessi glæsilegi Bensbíll á sér langa sögu. Var allmörg fyrstu árin einn af svokölluðum Kókbílum Vífilfells og ók um landið með fjölmarga plastkassa með 24 kókflöskum í hverjum. Hann heldur enn sama númeri og er í kókbílalitnum, en er nú listilega uppgerður fjárbíll og á heima á Þaravöllum í Innri Akraneshreppi. Hér lagt við Reynisrétt. Ljósm. mm. Í Rauðsgilsrétt. Ljósm. Jósefina Morell. Vinkonur hittast í Arnarhólsrétt. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.