Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201918
„Sambandið var komið á það stig
að kærastan mín sagði að ef við ætl-
uðum að halda áfram þyrftum við
að taka næsta skref, fara að búa
saman. Ég bjóst kannski við að við
myndum þá flytja inn saman hér á
Íslandi eða í Bandaríkjunum. Ég
bjóst alls ekki við að það yrði í van-
þróaðasta ríki heims,“ segir Geir
Konráð theódórsson sem flytur
í dag til Níger í Afríku til að vera
með kærustunni, Sasha Lipton
Galbraith. Sasha lauk nýverið námi
við Harvard háskóla í Bandaríkjun-
um og fékk draumastarfið hjá Int-
ernational Organization for Migra-
tion hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar
vinnur hún við uppsetningu, skipu-
lagningu og fjármögnun á flótta-
mannabúðum í Níger.
Ástin á Tinder
Geir Konráð og Sasha kynntust í
gegnum stefnumótaforritið tin-
der. Hann hafði þá nokkru áður
skráð sig inn í forritið og kynnst þar
stúlku frá Akranesi. „Það gekk allt
ljómandi vel og við náðum mjög
vel saman, ég og þessi stúlka. Við
ætluðum svo að taka þetta lengra
og hittast svo við gerðumst vinir
á Facebook. Þá sá ég að við áttum
nokkra sameiginlega vini sem voru
til dæmis mamma, amma og frænk-
ur mínar. Þá komumst við að því
að við vorum frekar mikið skyld og
höfðum margoft sést á ættarmótum
en mundum hvorugt eftir hinu,“
segir Geir Konráð og hlær. Ekk-
ert varð úr því sambandi og hann
ákvað því að gera aðra tilraun með
tinder. „Maður getur keypt sér
aðgang að tinder plús, sem gefur
manni fleiri möguleika í leitinni og
ég ákvað að prófa það. Ég hef allt-
af verið heillaður af klárum stelpum
og ákvað því að leita að stelpu í ná-
grenni við MIt eða Harvard, sem
eru helstu háskólasvæðin í Banda-
ríkjunum. Það gekk svona rosa-
lega vel og nú er ég bara að flytja til
Níger,“ segir hann og glottir.
„Ástin er sterkari
en óttinn“
Geir Konráð mun í Níger vinna
fyrir Rauða krossinn í Danmörku
í flóttamannabúðum en hann hef-
ur áður tekið þátt í hjálparstarfi í
Níkaragúa og farið á vegum Þjóð-
kirkjunnar til Ísrael og palestínu.
„Neyðin er mikil þarna og fólkið
í þessum flóttamannabúðum er í
rauninni bara að taka fyrstu skref-
in í helvíti. Þarna hefst för þeirra
yfir Sahara eyðimörkina, sem er
örugglega erfiðasti og hættulegasti
áfangi ferðarinnar fyrir marga,“
segir hann. Aðspurður segist Geir
Konráð finna fyrir smá hræðslu og
stressi fyrir dvölinni í Níger. „Ást-
in er bara sterkari en óttinn,“ seg-
ir hann og hlær. „Kærastan mín fór
út í desember og hún er búin að
fá malaríu tvisvar og fjórum sinn-
um búin að fá matareitrun. En það
sem drepur mann ekki gerir mann
sterkari, er það ekki annars?“ spyr
hann brosir. „Ég er vel bólusettur,
með allar mögulegar bólusetning-
ar í kerfinu. Það nýjasta er bólu-
setning við kóleru en hana þarf að
drekka og læknaneminn sem gaf
mér hana var ægilega spenntur að
fylgjast með. Mér fannst þetta nú
ekki jafn spennandi,“ segir hann.
Verður í Níger í vetur
Níger á átakasvæði þar sem árásir
koma frá Ísis liðum í Malí vestan við
landið og í austri eru hryðjuverka-
samtökin Boko Haram. „Það má
eiginlega segja að borgin sem við
verðum í sé milli steins og sleggju
en sjálf borgin er samt tiltölulega
friðsæl og örugg. Ég mun samt
ekkert vera einn á ferð að kvöldi til.
Við megum ekki heldur fara neitt
út fyrir borgina nema í fylgd með
hermönnum.“
Geir Konráð verður í Níger í vet-
ur en þau Sasha munu koma heim
til Íslands yfir jólin. Hann segir
mikla áherslu lagða á það í starfi
Sasha að fólk taki sér reglulega frí,
fari þá af átakasvæðinu og þá sé gott
að koma til Íslands. „Álagið í þess-
um störfum er mikið og ef fólk tek-
ur sér ekki reglulega pásu og kúpl-
ar sig alveg út þá brennur það bara
yfir. Þá þykir henni rosalega gott að
koma hingað til Íslands í frið og ró.
Það er hvergi jafn friðsælt og í sum-
arhúsi í Húsafelli eða sundlauginni
í Borgarnesi,“ segir hann.
Menningin heillar
En er ekkert mál að fara til lands
eins og Níger? „Jú, þetta er miklu
meira vesen en ég hafði búist við.
Fyrir utan allar bólusetningarnar
er þetta mikil pappírsvinna. Að fá
vegabréfsáritunina hefur verið al-
veg rosalega tímafrekt. Ég þurfti að
senda fullt af pappírum, vegabréf,
heilu ritgerðirnar, myndir og stað-
festingu á bólusetningum. En svo
fæ ég ekkert af þessu sent til baka
og var bara sagt að ég mætti sækja
áritunina á milli klukkan 12 og 14
virka daga í sendiráð Nígers í Brus-
sel. Ég gat það auðvitað ekki svo
íslenska utanríkisráðið hafði sam-
band fyrir mig við borgaraþjónustu
sem aðstoðaði mig í samskiptum
við sendiráðið í Brussel. Þeir eru
bara svo fastir í skriffinsku þarna að
þeir geta ekkert sent gögnin neitt.
tölvupóstfangið þeirra er meira að
segja bara nafnið á stofnuninni og
svo gamla góða @yahoo.com,“ seg-
ir Geir Konráð hlæjandi og bætir
því við að Níger sé neðst á lífskjara-
lista Sameinuðu þjóðanna. „Dæmi
um hversu slæmt ástandið er í land-
inu þá byggðu þeir nýlega stór-
an flugvöll en það leið ekki langur
tími þar til búið var að stela öllum
póstulínsklósettunum.“ Hann seg-
ir þó margt jákvætt við landið og
er hann spenntur að kynnast þeirri
fjölbreyttu menningu sem þar er.
„Það eru ýmis vandamál í landinu
en fólkið er alveg rosalega bjartsýnt
og hamingjusamt, þrátt fyrir allt.
Þarna eru mest múslimar, flestir
ekki mjög strangtrúaðir, í bland við
eldri trúarbrögð, siði og venjur sem
gefa manni aðeins aðra sýn á menn-
ingu múslima en maður hefur séð
áður. Ég er mjög spenntur að kynn-
ast öllu svona nýju svo þetta leggst
vel í mig. Ég hlakka til að fara út,
hlusta á fólkið og spjalla við það en
kærastan mín segir að þrátt fyrir öll
átökin í nágrenninu haldi líf fólks-
ins bara áfram með bjartsýni að
leiðarljósi og allir eru mjög vinaleg-
ir. Ég hlakka mikið til,“ segir Geir
Konráð og brosir.
Vonar að íslenska
sumarið heilli
Spurður hvort kærustuparið hyggj-
ast flytja til Íslands eftir dvölina í
Geir Konráð eltir ástina til vanþróaðasta ríkis heims
Geir Konráð er mikill sagnamaður. Hér er hann einu sinni sem oftar að segja börnum sögur á Brákarhátíð. Ljósm. úr safni.
Geir Konráð heldur út til Níger í dag þar sem hann ætlar að búa næstu mánuði ásamt kærustunni.