Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 20196
Hreinsunarátak í
Borgarbyggð
BORGARBYGGÐ: Hreins-
unarátak í dreifbýli Borgar-
byggðar verður vikuna 1.-8.
október. Settir verða nið-
ur gámar fyrir grófan úrgang,
timbur- og málmúrgang í Bæj-
arsveit, Brautartungu, á eyrinni
við Bjarnastaði og við Lund.
Dagana 11.-18. október verða
gámar við Lyngbrekku, Lindar-
tungu, Eyrina við Bjarnadalsá,
Högnastaði og á Hvanneyri.
Fólk er minnt á að flokka rétt
og að gámarnir eru ekki ætlaðir
fyrir ökutæki. –arg
Lærdómssam-
félagið Akranes
AKRANES: Íbúaþing með yf-
irskriftinni „Lærdómssam-
félagið Akranes“ verður hald-
ið miðvikudaginn 2. október
í Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akranesi. Þar verður fjallað
um mennta- og frístundamál
og hvað felst í því að búa í lær-
dómssamfélagi. Stuttir fyrir-
lestrar, málstofur og umræð-
ur er á dagskránni. Skráning
er opin og mikilvægt að áhuga-
samir skrái sig og velji tvær mál-
stofur. Setning þingsins verður
kl. 17:00. Boðið verður upp á
súpu og brauð í matarhléi.
-arg
Ókeypis festingar
á ruslatunnur
SNÆFELLSBÆR: Snæfells-
bær hefur tekið áskorun Ís-
lenska sjávarklasans og Bláa
hersins um að hindra fok úr
heimilissorptunnum, fyrst ís-
lenskra sveitarfélaga. Snæfells-
bær mun, í samstarfi við Gáma-
þjónustuna, bjóða öllum íbúum
sveitarfélagsins upp á festingar
á ruslatunnur, til að halda þeim
lokuðum og koma í veg fyrir að
rusl fjúki úr þeim. Íbúar geta
nálgast festingarnar, sér að end-
urgjaldslausu, hjá Gámaþjón-
ustunni í Ólafsvík. -kgk
Samvera barna og
foreldra áhrifaríkast
BORGARBYGGÐ: Kynntar
voru niðurstöður rannsóknar-
innar „Ungt fólk 2019“ í Hjálm-
akletti í Borgarnesi og í Grunn-
skóla Borgarfjarðar á Klepp-
járnsreykjum þriðjudaginn 17.
september sl. Rannsóknin er
gerð reglulega í grunn- og fram-
haldsskólum um land allt þar
sem m.a. er skoðuð andleg og
líkamleg heilsa og líðan, fjöl-
skylduaðstæður, frístundaiðkun,
áfengis- og vímuefnaneyslu, ár-
angur í námi, líkamsrækt, þátt-
taka í íþróttastarfi og mataræði.
Helstu niðurstöður rannsóknar-
innar sýna að áhrifaríkasta for-
vörnin gegn áhættuhegðun sé
samvera barna og foreldra og
þátttaka í íþrótta- og tómstunda-
starfi. -arg
Lilja endurkjörin
hjá SUF
LANDIÐ: Lilja Rannveig Sig-
urgeirsdóttir hlaut endurkjör
sem formaður Sambands ungra
Framsóknarmanna (SUF) sem
fram fór um helgina. Verð-
ur þetta annað starfsárið henn-
ar sem formaður. Lilja er vara-
þingmaður Framsóknarflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi og
tók sem slík fyrst sæti á Alþingi
í desember 2018. Lilja er 23 ára
háskólanemi, búsett í Bakkakoti
í Stafholtstungum ásamt Ólafi
Daða Birgissyni unnusta sínum
og hálfs árs barni þeirra. -mm
Frístundamiðstöð
fær nafn
AKRANES: Bæjarráð Akra-
ness hafði nafngift frístunda-
miðstöðvarinnar við Garðavöll
til umræðu á fundi sínum ný-
verið. Ákveðið hefur verið að
henni skuli gefið formlegt nafn,
en hingað til hefur aðeins verið
talað um Frístundamiðstöðina
við Garðavöll. Bæjarstjóra var
falið að setja saman hugmyndir
í tengslum við formlega nafngift
miðstöðvarinnar. -kgk
Ráðstefna um
slysavarnir
LANDIÐ: Landsbjörg gengst
annað hvert ár fyrir ráðstefnu
um slysavarnir. Hún verður að
þessu sinni haldin á Grand Hótel
Reykjavík dagana 11. og 12.
október nk. „til ráðstefnunnar er
kallað fagfólk úr ýmsum stéttum
sem vinna að slysavörnum og
öryggismálum. Þátttakendur
koma af öllu landinu og má þar
nefna starfsfólk ferðaþjónustu,
fulltrúa tryggingafélaga, fulltrúa
löggæslu, heilbrigðisstarfsmenn
og fleiri sem láta sig slysavarnir
og öryggismál varða. 24 fyrirles-
arar flytja áhugaverða fyrirlestra
ýmist á íslensku eða ensku,“ seg-
ir í tilkynningu. -mm
Síðastliðinn mánudag tók farsíma-
bann gildi hjá nemendum Grunda-
skóla á Akranesi og mun bannið í
fyrstu atrennu gilda fram að haust-
fríi 17. október nk. Í bréfi skólayfir-
valda til forráðamanna barna í skól-
anum kemur fram að nemendur
hafi ekki virt reglur sem settar hafa
verið um notkun farsíma í skólan-
um og að meirihluti nemenda hafi
lítið mark tekið á þeim. Símanotk-
un hafi verið komin í óefni og trufl-
að eðlilega starfsemi í skólanum.
Flosi Einarsson aðstoðarskóla-
stjóri skrifar í bréfi til forráðamanna
að ástæður fyrir banninu séu meðal
annars að samkvæmt rannsóknum
valdi símar kvíða og stressi hjá not-
endum vegna þess að þeir eru sífellt
að fá tilkynningar um skilaboð frá
samfélagsmiðlum. „Einmitt vegna
þessa mikla áreitis dregur verulega
úr einbeitingu nemanda við verk-
efnavinnu sína.“ Þá segir Flosi að
oft sé hægt að rekja einelti af ýmsu
tagi beint til samfélagsmiðlanna og
ljóst að margt af því sem þar á sér
stað fer fram á skólatíma barnanna.
„Okkur langar til að gera skólann
að griðastað þar sem nemendur
okkar eru lausir við það áreiti sem
fylgir samfélagsmiðlum,“ skrif-
ar Flosi. Í lok bréfsins segir hann:
„Eftir haustfrí munum við síðan í
sameiningu meta hvernig til hefur
tekist. Við viljum einnig benda á
að ef brýn nauðsyn krefur, er alltaf
hægt að koma skilaboðum til nem-
enda með því að hafa samband við
ritara skólans.“ mm
Brynjar Smári Rúnarsson hefur
verið ráðinn í starf forstöðumanns
Þjónustuupplifunar hjá Íslands-
pósti. „Um er að ræða nýja stöðu
innan fyrirtækisins en eitt helsta
markmið póstsins er nú að bæta
þjónustu við viðskiptavini. Í starf-
inu mun hann nálgast öll verkefni
út frá sjónarmiði viðskiptavina og
tryggja að rödd þeirra heyrist inn í
fyrirtækið við allar ákvarðanir. Hin
nýja deild mun heyra beint und-
ir forstjóra og Brynjar kemur inn
í teymi lykilstjórnenda póstsins,“
segir í tilkynningu. Brynjar hefur
undanfarin sex ár starfað sem for-
stöðumaður markaðsdeildar pósts-
ins og þar áður sem markaðssér-
fræðingur hjá fyrirtækinu. Hann er
með meistaragráðu í markaðsfræði
og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla
Íslands.
„pósturinn hefur ekki verið nógu
kvikur í að þróa sig að þörfum nú-
tíma markaðar og hlusta á þarfir
viðskiptavina. Þessari þróun ætl-
um við að snúa við en með þessari
skipulagsbreytingu ætlum við að
tryggja að rödd viðskiptavina okkar
heyrist í öllu því sem við gerum í
framtíðinni. Við vitum að við eig-
um mikið inni og við ætlum okkur
að standa okkur miklu betur enda
hafa allir starfsmenn póstsins metn-
að og getu til þess að veita framúr-
skarandi þjónustu,“ segir Birgir
Jónsson, forstjóri Íslandspósts í til-
kynningu.
mm
Farsímabann í gildi í Grundaskóla
Brynjar Smári Rúnarsson forstöðu-
maður Þjónustuupplifunar hjá
Íslandspósti.
Ráðinn til að bæta
þjónustuupplifun viðskiptavina