Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 20196 Ravisa áfram með sundlaugina HVALFJ.SV: Á fundi sveit- arstjórnar Hvalfjarðarsveit- ar 10. september síðastlið- inn var ákveðið að semja að nýju við Ravisa ehf. um rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum. Fyrirtækið sá um reksturinn síðastliðið sumar og voru gestir ríflega fjög- ur þúsund. Hefur samning- urinn nú verið endurnýjaður fyrir næsta sumar. –arg Rætt um framtíð Breiðafjarðar DALIR: Fræðslu- og um- ræðuþing um framtíð Beiða- fjarðar, á vegum Breiðafjarð- arnefndar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, verð- ur haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ á miðvikudaginn í næstu viku, 23. október. Dagskráin hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 16:00. All- ir eru velkomnir og ókeypis aðgangur. Það er mikilvægt að skrá sig á netfangið brei- dafjordur@nsv.is. -arg Árekstur við Fellsöxl HVALFJ.SV: Árekst- ur tveggja bíla varð á Akra- fjallsvegi við afleggjarann að Fellsöxl á miðvikudaginn í síðustu viku, þegar einum bíl var ekið í veg fyrir ann- an. Engin slys urðu á fólki en báðir bílarnir skemmdust. -kgk Gripnir tvisvar á tveimur dögum VESTURLAND: Lög- reglan á Vesturlandi hand- tók ökumann, grunaðan um ofsaakstur og akstur und- ir áhrifum ávana- og fíkni- efna, við Olís í Borgarnesi að morgni síðasta miðvikudags. Lögregla fékk tilkynningu um bíl sem ekið var ofsa- akstri um Vesturlandsveg úr norðri og fann bifreiðina við Olís í Borgarnesi. Tveir voru í bifreiðinni og var öku- maður handtekinn, en grun- ur leikur á að hann hafi ver- ið undir áhrifum kókaíns við aksturinn. Bifreiðin var kyrr- sett og ökumaður sendur í blóðprufu. Þriðji maðurinn kom síðan og sótti mennina tvo í Borgarnes. Þremenn- ingarnir áttu síðan eftir að koma aftur við sögu lög- reglu daginn eftir. Strax á miðvikudagsmorgun var til- kynnt um einkennilegt akst- urslag bifreiðar. Lögreglan á Vesturlandi fór og sat fyr- ir bílnum þar sem hann kom upp úr Hvalfjarðargöngum. Reyndust þar vera á ferðinni sömu aðilar og gripnir voru við Olís í Borgarnesi daginn áður, á öðrum bíl og annar að keyra í þetta skiptið. Reyndu mennirnir að víxla öku- mönnum á ferð, en vildi ekki betur en svo að það sáu lög- reglumenn auk þess sem þeir tilburðir sjást á upptökum úr lögreglubílum á vettvangi. Þeir voru því báðir hand- teknir og eru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þriðji maður- inn var sömuleiðis handtek- inn. Á mönnunum fundust ætluð fíkniefni, marijúana og kókaín. Efnin voru gerð upptæk og mennirnir færðir í fangaklefa. Lögregla segir málið litið mjög alvarlegum augum, enda geti það skapað stórhættu í umferðinni þegar ekið er undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn ökumað- ur til viðbótar var stöðvaður í umdæminu í síðustu viku, nánar til tekið á sunnudag, grunaður um ölvun við akst- ur. Hann er sömuleiðis grun- aður um akstur undir áhrif- um ávana- og fíkniefna. -kgk Sandur og drulla VESTURLAND: Sand- ur og grjót fauk á bifreið í Ólafsvík í vikunni sem leið. Talið er að efnið hafi fokið af palli vörubifreiðar. Lögregla vill beina því til atvinnubíl- stjóra að ganga úr skugga um að tryggilega sé geng- ið frá öllum farmi. Seinna í vikunni var tilkynnt um að nokkrir rúmmetrar af blautri mold hefðu fallið á Akra- fjallsveg fyrir ofan hitavei- tutankana. Lögregla hafði samband við verktaka sem fóru og hreinsuðu moldina af veginum. -kgk Skipulags-, hafnar- og húsnæðis- nefnd Reykhólahrepps fjallaði um aðalskipulagsbreytingu vegna Vest- fjarðavegar á fundi sínum á mið- vikudag. Þar var farið yfir drög að svörum við umsögnum og athuga- semdum við tillögu að breyttu skipulagi. Minnihluti nefndarinnar taldi að brugðist hefði verið við öll- um athugasemdum og lagði til að tillögunni yrði vísað til samþykkt- ar í sveitarstjórn. Meirihluti nefnd- arinnar lagði hins vegar til að fall- ið yrði frá því að setja Þ-H leið um Teigsskóg á aðalskipulag hrepps- ins. „Þess í stað verði niðurstöðum valkostagreiningar Viaplans fylgt og farin leið sem tengir Reykhóla- þorpið við Vestfjarðaveg 60,“ segir í bókun meirihlutans, þeirra Ingi- mars Ingimarssonar og Karls Krist- jánssonar. Auk þeirra situr Jóhanna Ösp Einarsdóttir í nefndinni. Í greinagerð með tillögu meiri- hlutans er m.a. bent á að leið um Teigsskóg hafi tvívegis farið í um- hverfismat og í bæði skiptin hafi Skipulagsstofnun lagt til að far- in verði önnur leið, vegna nei- kvæðra áhrifa á skóginn og firðina sem á að þvera. Sömuleiðis segir í greinagerðinni að ekki hafi verið gerð kostnaðar- eða ábatagrein- ing eða félagshagfræðileg grein- ing vegna framkvæmda, engin til- raun verið gerð til að verðmeta land sem nýtur sérstakrar verndar, né kostnaðarmeta samfélagslegan og byggðalegan ávinning af því að koma þorpinu að Reykhólum í al- faraleið. Kostnaðarútreikningar snúi aðeins að stofnkostnaði fram- kvæmdarinnar. Þá eru einnig rifj- aðar upp bókanir sveitarstjórnar frá 22. janúar, þar sem kjörnir fulltrúar lýstu því að þeir teldu sig hafa verið beitta óeðlilegum þrýstingi af hálfu Vegagerðarinnar við ákvarðana- töku sína: „Ljóst er af þessum bók- unum að voldug ríkisstofnun með stjórnkerfið og fjárveitingarvaldið á bak við sig hefur beitt stöðu sinni þannig að kjörnir fulltrúar telja sig ekki geta gætt hagsmuna umhverfis og samfélags í Reykhólahreppi með eðlilegum hætti,“ segir í greinagerð meirihlutans. Í niðurstöðukafla greinagerðar- innar segir meirihlutinn að engin þörf sé á að setja Teigsskógarleið inn á aðalskipulag Reykhólahrepps. Þar njóti nánast hver einasti metri sérstakrar verndar samkvæmt nátt- úruverndarlögum. Segir meirihlut- inn fráleitt að brýn nauðsyn sé fyrir því að fara með veg um Teigsskóg og vísar til þess að Reykhólaleið R hafi komið best út úr valkostagrein- ingu. Á heildina litið fyrir tækni- lega, skipulagslega, umhverfislega og félagslega þætti sýni sú leið betri niðurstöðu en hinir þrír valkostirn- ir sem þar voru teknir til skoðunar. „Það er því engin brýn nauðsyn fyr- ir Teigskógarleið, það er hins vegar brýn nauðsyn fyrir þorpið á Reyk- hólum og Reykhólahrepp allan að farin verði R-leið,“ segir í greina- gerð meirihlutans. Sömuleiðis er vísað í niðurstöðu valkostagrein- ingar Viaplans, sem mat A3 leið Vegagerðar og Þ-H leið sambæri- legar m.t.t. umferðaröryggis. Afgreiðsla skipulags-, hafnar- og húsnæðisnefndar Reykhólahrepps á málinu var tekin til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í gærkvöldi, en þeim fundi var ekki lokið þegar Skessuhorn fór í prentun. mm Horft í átt að Reykhólum. Ljósm. úr safni/ mm. Skipulagsnefnd leggst gegn Teigsskógarleið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.