Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Side 10

Skessuhorn - 16.10.2019, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 201910 Íbúðir í þremur nýjum fjölbýlishús- um á Akranesi voru settar í sölu í síðustu viku. Um er að ræða sam- tals 37 íbúðir í húsunum að Aspar- skógum 29, Dalbraut 4 og Stillholti 21. Íbúðirnar eru frá 73 fermetr- um upp í 190 fermetrar að stærð, tveggja til fjögurra herbergja. Verð- ið er á bilinu 39 milljónir og upp í tæpar 86 milljónir króna. Öll fjöl- býlishúsin sem um ræðir eru ný- byggingar. Tólf íbúðir við Asparskóga Að Asparskógum 29 eru til sölu samtals tólf þriggja og fjögurra her- bergja íbúðir. Fjögurra herbergja íbúðirnar eru í kringum 126 fer- metrar að stærð og kosta á bilinu 59,9 til 61,9 milljónir. Þriggja her- bergja íbúðirnar eru um 99 fer- metrar að stærð og verð fyrir þær er á bilinu 47,9 til 48,9 milljónir. Asparskógar 29 eru á þremur hæð- um og það var Uppbygging ehf. sem byggði. Íbúðir fyrir eldri borgara Að Dalbraut 4 er verið að byggja fimm hæða fjölbýlishús. Á jarðhæð hússins verður salur í eigu Akranes- kausptaðar, sem m.a. Félag eldri borgara á Akranesi og nágrennis fær til afnota fyrir félagsstarf sitt. Íbúðirnar á hæðunum fjórum þar fyrir ofan eru byggðar með eldri íbúa í huga. Fjórar íbúðir í húsinu voru settar í sölu í síðustu viku. Í fyrsta lagi tæplega 111 fermetra þriggja til fjögurra herbergja íbúð á 52,9 milljónir. Þá tvær þriggja her- bergja íbúðir, frá 117 til 122 fer- metrum að stærð. Verð fyrir þær er 53,9 til 55,4 milljónir. Að lokum er síðan ein tveggja herbergja íbúð í húsinu til sölu. Hún er 73 fermetr- ar að stærð og ásett verð er 39,9 milljónir. Húsið að Dalbraut 4 er í bygg- ingu, en það er Byggingarfélag- ið Bestla ehf. sem byggir. Áætluð verklok eru vorið 2020. 86 milljóna þakíbúð Að Stillholti 21 hefur samtals 21 íbúð verið sett í sölu, en þær verða samtals 37 í húsinu á tíu hæðum. Íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja. Veglegustu og jafnframt dýrustu íbúðirnar sem settar hafa verið í sölu að Stillholti 21 er tvær fjögurra herbergja þakíbúðir á 10. hæð hússins. Sú stærri er 190,4 fer- metrar að stærð, með samtals 57,6 fermetra svölum til suðurs og vest- urs. Verðið er 85,8 milljónir króna. Minni þakíbúðin er 170,6 fermetr- ar að flatarmáli með samtals 47 fer- metra svölum sem vísa til austurs og suðurs. Verð fyrir hana er 77,9 milljónir króna. Sjö þriggja herbergja íbúðir eru til sölu í húsinu, á bilinu 106 til 107 fermetrar að stærð. Kosta þær frá 46,6 milljónum upp í 51,9 millj- ónir. Jafnmargar fjögurra herbergja íbúðir á stærðarbilinu 126 til 129 fermetrar eru til sölu að Stillholti 21. Verð fyrir þær er frá 56,4 millj- ónum upp í 59,4 milljónir. Þá hafa fimm tveggja herbergja íbúðir frá 93 til 95 fermetrum verið boðnar til sölu, en verð fyrir þær er á bilinu 39 til 41,5 milljónir. Það er Þingvangur ehf. sem byggir húsið að Stillholti 21. Fram- kvæmdir standa yfir og áætluð verk- lok eru í árslok 2019. kgk Eins og kunnugt er hafa staðið yfir framkvæmdir við nýjan áningarstað við Kirkjufellsfoss í Grundarfirði á þessu ári, bílastæðin þar voru mal- bikuð í lok ágúst. Stöðu málsins og vegtengingu við nýja áningarstað- inn kynnti Björg Ágústsdóttir á Fa- cebook síðu Grundarfjarðar síðast- liðinn sunnudag fyrir hönd bæjar- félagsins, Vegagerðarinnar og land- eigenda. Þar kemur fram að Kirkjufells- landið er í einkaeigu, en Grund- arfjarðarbær fékk styrk úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða til að fjármagna endurbætur og fram- kvæmdir við nýja áningarstaðinn. „Fyrsti áfanginn fólst í að gera stærra bílastæði, á nýjum stað, vest- an við fossinn, og aðkomuveg frá þjóðvegi að stæðinu. Í ágúst á þessu ári var nýja bílaplanið malbikað en það er um 2.900 fermetrar að flat- armáli, ætlað fyrir minni bíla og rútur. Næsti áfangi felst í að end- urbæta göngustíga á svæðinu, frá bílaplani og austur fyrir fossinn, þar sem stígur verður breikkaður, settar tröppur í hann og gengið betur frá öllum umbúnaði stígs og afmörkun frá brekkubrún að fossi. Auk þess á að setja upp nýjar merk- ingar og upplýsingaskilti á svæðinu. Gamla bílastæðið verður síðar af- lagt og sömuleiðis verður göngu- stígur vestan megin við fossinn af- máður,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að síðan í sumar hafi landeigendur, Grundarfjarðarbær og Vegagerðin, einnig með að- komu lögreglunnar á Vesturlandi, átt í samstarfi um hvernig umferð- aröryggi verði sem best tryggt á svæðinu, þá aðallega á og við þjóð- veg 54. „Vegagerðin hafði málið á sinni könnu og hefur nú ákveðið að hefja framkvæmdir við að taka niður og lækka þjóðveginn í brekk- unni, austan við aðkomuveginn að nýja stæðinu. Það þýðir að blind- hæðin sem þarna er mun hverfa við lækkun vegarins. Vegagerðin er langt komin með að hanna þessa útfærslu og mun í beinu framhaldi hefja verkframkvæmdir. Það ætti því ekki að líða langur tími þar til blindhæðin í Kirkjufellsbrekkunni heyrir sögunni til.“ Jafnframt segir að landeigend- ur, Grundarfjarðarbær og Vega- gerðin séu sammála um að þetta sé sú lausn sem auki umferðarör- yggi til mestra muna og að með þessu sé horft til framtíðarhags- muna á svæðinu. Þegar fram- kvæmd við þjóðveginn lýkur og nýja bílastæðið verður komið í gagnið, verður núverandi bíla- stæði aflagt, en það var útbúið sumarið 2014. mm Nýju bílastæðin við áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss voru malbikuð síðla í ágúst. Ljósm. tfk. Samstarf um framkvæmdir við Kirkjufellsfoss Kirkjufellsfoss. Ljósm. ág. Nýjar íbúðir á markað á Akranesi Samtals 37 nýjar íbúðir í fjölbýlishúsum eru nú á söluskrá Þannig mun húsið að Dalbraut 4 koma til með að líta út. Salur verður á jarðhæð sem m.a. FEBAN mun fá til afnota. Á þaki fyrstu hæðar verður síðan garður. Tólf íbúðir að Asparskógum 29 hafa verið settar í sölu. Framkvæmdir standa yfir við tíu hæða fjölbýlishús að Stillholti 21. Áætluð verklok eru í lok þessa árs.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.