Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Qupperneq 26

Skessuhorn - 16.10.2019, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 201926 Lista- og menningarhátíðin Vöku- dagar hefst á Akranesi fimmtudag- inn 24. október og stendur fram á sunnudaginn 3. nóvember. Um er að ræða hátíð sem orðin er ómiss- andi hluti af menningarlífinu í bæj- arfélaginu. Vel hefur gengið að skipuleggja hátíðina í ár, að sögn Fríðu Kristínar Magnúsdóttur, við- burðastjóra hjá Akraneskaupstað. Verður hátíðin í ár með nokkuð hefðbundum hætti. „Ég hef reyndar ekki komið að skipulagningu Vöku- daga áður en miðað við dagskrána í fyrra verður þetta ekki ósvipað. Við verðum þó með glæsilega nýjung í ár sem er Heima-Skagi. Þar munu listamenn og hljómsveitir spila í heimahúsum á Akranesi föstudags- kvöldið 1. nóvember,“ segir Fríða. „Svo verðu þetta hefðbundna eins og sýningar á verkum leikskóla- barna og fleira í þeim dúr,“ bætir hún við. Fjölbreyttar sýningar Meðal fleiri dagskrárliða nefn- ir Fríða Kristín að Jónína Björg Magnúsdóttir og Eðvarð Lárusson munu syngja dúett í keilusalnum, Erna Hafnes listakona verður með örsýningu á nýjum olíuverkum, en sýning hennar ber nafnið Góðir Íslendingar. „Leirbakaríið verður með sýningu sem ber nafnið Út um víðan völl og á Bókasafni Akraness veður fjölskyldustund með skólakór Grundaskóla undir leiðsögn Val- gerðar Jónsdóttur. Hljómsveitiir- nar Gaddavír og Skullcrusher verða með tónleika í Þorpinu. Þetta eru ungar þungarokkshljómsveitir sem komu einnig fram á Írskum dög- um í sumar og var mjög flott,“ segir Fríða. Sölvi Helgason verður á Café Kaju með fyrirlestur og Sóli Hólm verður með uppistand í Bíóhöll- inni laugardagskvöldið 26. október. „Nemendur í 9. bekk í Brekkubæj- arskóla hafa verið að vinna að verk- efnum um loftlagsbreytingar út frá hugsjón Gretu Thunberg og verða þau með sýningu á þriðju hæð í Akranesvita. Þá verður Guðrún Jónína Magnúsdóttur einnig með sýningu þar sem ber nafnið Finndu mig í fjöru. Tinna Royal mun einnig verða með sýningu í Galleríi Bjarna Þórs auk þess sem sett verður upp farandssýningin Þetta vilja börnin sjá, á Bókasafni Akraness.“ Styrktartónleikar Hljómsveitin Slitnir strengir verða með tónleika á Gamla Kaupfélaginu og Kór Akraneskirkju kemur fram í Frístundamiðstöðinni á Garðavöll- um. Þá verða styrktartónleikar fyrir Skagastelpurnar Ester Eir og Ólav- íu laugardaginn 26. október í Tón- bergi, sal Tónlistarskólans á Akra- nesi. Þar munu koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, Ari Bragi Kárason á trompet, Brynja Valdi- marsdóttir syngur, Einar Scheving slær trommur og Haraldur Ægir Guðmundsson verður á kontra- bassa. „Þetta verður fjölbreytt dag- skrá og það ættu allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Það hefur verið gaman að skipuleggja hátíðina og ég er glöð með hvað fólk hefur tekið vel í þetta og hversu marg- ir hafa átt frumkvæði að viðburð- um. Þarna verður öll listaflóran og ég er viss um að þetta verði virki- lega skemmtileg hátíð fyrir alla fjöl- skylduna,“ segir Fríða að endingu. arg Tónlistarhátíðin Heima-Skagi verður haldin í fyrsta sinn á Akra- nesi föstudaginn 1. nóvember næst- komandi. Er hún haldin í tengslum við menningarhátíðina Vökudaga, sem stendur yfir í bænum frá 24. október til 3. nóvember. Á Heima- Skaga hátíðinni munu koma fram sex tónlistarmenn/flytjendur, sem spila tvisvar sinnum hver á sex stöðum á Akranesi. Á einu kvöldi verða því haldnir samtals tólf tón- leikar. Fyrst og fremst fer hátíðin fram í heimahúsum, þar sem íbú- ar bjóða heim, en einnig verða tón- leikar í Bárunni brugghúsi og Akra- neskirkju. Eftirvænting í loftinu Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Ólafur Páll Gunnarsson og Hléd- ís Sveinsdóttir. Fyrirmyndin að há- tíðinni er fengin frá færeyska bæn- um Gøtu, í gegnum Hafnarfjörð. Þar hafa tónlistarhátíðir með sam- bærilegu sniði verið haldnar undan- farin ár. En hvernig kom það til að ákveðið var að heimfæra þessa hug- mynd upp á Akranes? „Ég er bú- inn að reyna að láta mér detta í hug einhver sniðug lítil tónlistarhátið til að halda hérna síðan ég flutti aftur á Skagann en ekki fengið neina betri hugmynd en þessa. Enda er þetta mjög góð hugmynd og gott kons- ept sem er bæði skemmtilegt og þakklátt í framkvæmd,“ segir Óli Palli í samtali við Skessuhorn, en hann þekkir vel til hátíðanna sem eru fyrirmyndin að Heima-Skaga hátíðinni. „Þetta hefur alveg svínvirkað í Hafnarfirðinum svo núna var ákveð- ið að kýla á þetta á Skaganum,“ seg- ir hann. „Þessi fyrsta hátíð á Skag- anum verður aðeins minni í sniðum en sú sem er í Hafnarfirðinum, við förum rólega af stað, reynum að finna hvar mörkin liggja þannig að allir geti komið og séð það sem þá langar að sjá. Þó er ekki útilokað, í ljósi þess hve vel miðasala hefur farið af stað, að við bætum jafnvel við hátíðina, ég tala nú ekki um ef það verður uppselt fljótlega,“ bætir hann við. „Við erum allavega mjög spennt fyrir þessu og ánægð hvað fólk tekur vel í þetta. Miðasalan byrjar vel og allir sem við töluðum við um að hleypa fólki inn voru til í að taka þátt. Listamennirnir tóku sömuleiðis allir mjög vel í þessa hugmynd. Auðvitað gátu ekki allir mætt, en það var eingöngu vegna þess að þeir voru uppteknir þetta kvöld, en áhuginn var til staðar,“ segir Óli Palli. „Þannig að þetta virðist ætla hitta í mark hjá öllum,“ segir hann ánægður. „Á að vera notalegt“ Þeir sem koma fram á Heima- Skaga hátíðinni í ár eru Friðrik Dór, Högni Egilsson, Jónas Sig, Ragnheiður Gröndal, Úlfur Úlfur og Valgeir Guðjónsson. Tónlistar- flutningur verður í fjórum heima- húsum í gamla bænum á Akranesi; Vesturgötu 32, Vesturgötu 71b, Skólabraut 20 og Grundartúni 8. Auk þess verða tónleikar í Akra- neskirkju og Bárunni brugghúsi. „Allir staðirnir eru á Neðri-Skag- anum, í góðu göngufæri hver frá öðrum. Það er lykilatriði í þessu. Þetta er innihátíð og fólk á aðeins að vera örfáar mínútur að skjót- ast á milli staða,“ segir Óli Palli. „Í heimahúsum, þar sem komast bara 15-20 manns inn, þá skapast oft mikil nánd á tónleikum sem mörg- um þykir skemmtilegt. Þá erum við einnig mjög þakklát kirkjunni fyrir að hafa tekið okkur opnum örmum sem og Bárunni brugghúsi. Hug- myndin er að þetta sé notalegt, en stundum verður auðvitað líka mik- ið stuð. En það er ekkert sem segir að þetta tvennt geti ekki farið sam- an. Það getur verið mjög notalegt á tónleikum þó það sé líka mikið stuð. Við skipuleggjendurnir erum mjög spenntir að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Óli Palli að end- ingu. Tónlistarhátíðin Heima-Skagi hefst með óformlegri og afslapp- aðri setningarathöfn í Harald- arhúsi kl. 20:00, föstudaginn 1. nóvember. Að svo búnu syngur Ragnheiður Gröndal fyrstu tóna hátíðarinnar. Miðasala er hafin og fer fram á www.tix.is. Að tónleika- dagskrá lokinni er boðið til eftir- partís á Gamla Kaupfélaginu þar sem gestir geta hist og borið sam- an bækur sínar og spjallað um tóna kvöldsins. kgk Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir, skipuleggjendur Heima Skaga hátíðarinnar. Ljósm. Stella María Arinbjargardóttir. Tónlistarhátíðin Heima-Skagi verður haldin í fyrsta sinn um mánaðamótin: „Þetta virðist ætla að hitta í mark hjá öllum“ Í fyrra á Vökudögum var Tinna Royal með sýninguna Glassúr en hún verður einnig með sýningu á hátíðinni í ár. Á myndinni er hún ásamt Bellu dóttur sinni og þær klæðast báðar kleinuhringjapeysum. Vökudagar hefjast á Akranesi í næstu viku

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.