Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað ætlar þú að gera eftir 10. bekk? Spurni g vikunnar (Spurt á Tæknimessu í FVA) Andrea Ósk Pétursdóttir Ég ætla að fara á afreksíþrótta- braut í FVA. Gígja Kristný Stefánsdóttir Fara í FVA. Ekki ákveðin hvað ég ætla að læra. Magnea Sindradóttir Ég ætla á afreksíþróttabraut hér í FVA. Ellert Kári Samúelsson Ég ætla hingað í FVA og læra að tengja hluti. Fara í rafiðn. Tvítugi Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson, sem spilar nú sem at- vinnumaður í knattspyrnu með CSKA Moskvu, skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið þegar Ísland vann Andorra 2-0 á Laugar- dalsvelli á mánudagskvöldið. Arnór var valinn í byrjunarlið leiksins eftir að hafa setið á bekknum í leiknum gegn Frökkum á föstudaginn og má segja að hann hafi komið sterk- ur inn. Leikurinn í heild var fremur bragðdaufur fyrstu mínúturnar, en á 38. mínútu dró til tíðinda þegar Arnór kom Íslandi yfir og færðist í kjölfarið meira líf í leikinn. Það var svo Kolbeinn Sigþórsson sem kom með annað mark Íslands á 65. mín- útu. Með því marki jafnaði Kol- beinn markamet Eiðs Smára Guð- johnsen fyrir landsliðið. Ísland sit- ur nú í þriðja sæti riðilsins með 15 stig, fjórum stigum á eftir Frakk- landi og Tyrklandi. arg Skallagrímskonur kræktu í fyrstu stig vetrarins í Domino‘s deildinni þegar þær unnu sannfærandi sigur á liði Grindavíku, 74-59. Leikið var í Borgarnesi á miðvikudagskvöld. Skallagrímur hafði heldur yfir- höndina í upphafi leiks, en gestirn- ir á Grindavík voru þó aldrei langt undan. Þegar komið var fram yfir miðjan fyrsta leikhluta höfðu Borg- nesingar fjögurra stiga forskot, 14-10, en eftir það skildu leiðir. Við tók góður leikkafli Skallagríms- kvenna sem skilaði 13 stiga forskoti eftir upphafsfjórðunginn, 27-14. Þær héldu uppteknum hætti í öðr- um leikhltua, slitu sig enn lengra frá gestunum og voru komnar í vænlega stöðu í hálfleik, 46-24. Skallagrímskonur byrjuðu síð- ari hálfleikinn af krafti og juku for- skotið í 30 stig. Gestirnir komu aðeins til baka en Borgnesingar leiddu með 24 stigum fyrir loka- fjórðunginn, 65-41. Grindvíking- ar minnkuðu muninn hægt og síg- andi í fjórða leikhlutanum, en sig- ur Skallagrímskvenna var aldrei í hættu. Þegar lokaflautan gall mun- aði 15 stigum á liðunum, 74-59 og öruggur sigur Skallagríms stað- reynd. Keira Robinson var atkvæða- mest í liði Skallagríms með 24 stig, tíu fráköst, sjö stoðsendingar og fimm stolna bolta. Emilie Hessel- dal skoraði 16 stig, tók tólf fráköst, stal sex boltum og gaf fimm stoð- sendingar og Maja Michalska var með 15 stig. Árnína Lena Rúnars- dóttir skoraði níu stig, Gunnhild- ur Lind Hansdóttir var með fjögur stig, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði þrjú stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar, Þórunn Birta Þórðardóttir var með tvö stig og Arna Hrönn Ámundadóttir skoraði eitt. Skallagrímur situr eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með tvö stig eftir tvo leiki. Næsti leikur Borg- nesinga er Vesturlandsslagur gegn Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, miðvikudaginn 16. október. kgk Vesturlandsmót í boccía fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Til leiks mættu að þessu sinni aðeins tólf sveitir; ein kom frá Hvamms- tanga, ein frá Borgarbyggð, fjór- ar frá Aftanskini í Stykkishólmi, en heimamenn voru fjölmennir og tefldu sex sveitum fram. „Ljóst er að félög eldri borgara í Stykkis- hólmi og á Akranesi ná vel til félaga sinna og á þessum stöðum er boccí- aíþróttin stunduð af kappi,“ sagði Flemming Jessen yfirdómara sem jafnframt var mótsstjóri ásamt Þor- valdi Valgarðssyni. Þótt mótið væri fámennt var góð stemning og skemmtu þátttakend- ur sér ágætlega. Keppt var í þrem- ur riðlum, fjórar sveitir í hverjum riðli. Eftir riðlakeppnina stóðu þrjár sveitir sem sigurvegarar og háðu þær síðan keppni sín á milli um sæmdarheitið Vesturlands- meistari 2019 í boccia. Úrslit urðu þessi: 1. sæti: FEBAN 2; Edda Elíasdótt- ir, Stefán Lárus Pálsson og Þórhall- ur Björnsson. 2. sæti: FEBAN 1; Böðvar Jó- hannesson, Eiríkur Hervarsson og Hilmar Björnsson. 3. sæti: FEBAN 3; Björg Loftsdótt- ir, Böðvar Þorvaldsson og Sigur- laug Árnadóttir. mm Það er tvöfaldur Vesturlandsslagur á dag- skrá í Íslandsmótinu í körfuknattleik þessa vikuna. Fyrst eigast við Snæfell og Skalla- grímur í þriðju umferð Domino‘s deild- ar kvenna í körfuknattleik. Bæði lið hafa unnið einn leik og tapað einum það sem af er vetri í Domino‘s deildinni. Búast má við hörkuleik þegar liðin mætast í Stykkis- hólmi í kvöld, miðvikudaginn 16. október, eins og iðurlega þegar þessi tvö lið eigast við. Næsti Vesturlandsslagur er síðan viðureign Snæfells og Skallagríms í 1. deild karla, einnig í þriðju umferð mótsins næstkom- andi föstudagskvöld, 18. október. Bæði liðin eru án sigurs eftir fyrstu tvo leiki vetr- arins og því ljóst að annað Vesturlands- liðanna mun krækja í sín fyrstu stig næst- komandi föstudagskvöld. kgk Stjórn Körfuknattleiksdeildar Snæ- fells ákvað mánudaginn 7. októ- ber sl. að rifta samningi sínum við körfuknattleiksþjálfarann Vladim- ir Ivankovic, sem þjálfað hefur kar- lalið Snæfells frá því haustið 2018. Baldur Þorleifsson og Jón Þór Ey- þórsson hafa tekið tímabundið við þjálfun liðsins, að því er fram kem- ur í tilkynningu á Facebook-síðu Snæfells. Vladimir tók við karlaliði Snæfells fyrir keppnistímabilið 2018-2019. Ungt lið Snæfells vann tvo leiki en tapaði 19 og hafnaði í 7. sæti 1. deildar í fyrra, en liðið lék stóran hluta tímabils án erlends leikmanns. Auk þess að þjálfa karl- ana var Vladimir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Snæfells síðasta vetur. kgk Vladimir rek- inn frá Snæfelli Frá viðureign Snæfells og Skalla- gríms í Domino‘s deild kvenna síðasta vetur. Ljósm. úr safni/ sá. Vesturlandsveisla í körfunni Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum gegn Andorra á mánudagskvöldið. Ljósm. úr safni. Fyrsta landsliðsmark Arnórs Sannfærandi sigur Skallagríms Skallagrímskonur sóttu fyrstu stig vetrarins með öruggum sigri á Grindavík. Ljósm. Skallagrímur. Þrjár efstu sveitir með verðlaunagripi sína. Ljósm. fj. Skagamenn Vesturlandsmeistarar í boccia Rúnar Sigurðsson Ég ætla að læra bifvélavirkjun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.