Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 20192 Aðventan gengur í garð um helgina, fyrstu sunnudagur í aðventu er 1. desember næst- komandi. Það er því ekki úr vegi að draga fram kransana og henda upp músastigum, seríum og öðru jólaskrauti um helgina. Spáð er vestlægum áttum, 3-8 m/s á morgun og föstudag. Skýjað vestantil á morgun en léttskýjað fyrir austan. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til lands- ins en frostlaust vestast. Él með norður- og vesturströnd lands- ins á föstudag, en annars skýj- að. Frost 2 til 7 stig, en frost- laust vestast á landinu. Hægt vaxandi suðvestlæg átt á laug- ardag, él en síðar skúrir vestan til. Hlýnar í veðri. Suðlæg átt og rigning um vestanvert landið á sunnudag, en úrkomulítið fyrir austan. Hiti 0 til 5 stig. Á mánu- dag er útlit fyrir vaxandi suð- vestanátt með rigningu um landið allt. Hlýtt í veðri. „Hvort velur þú mat með sykri eða sætuefnum?“ var spurningin sem lesendur vefs Skessuhorns svöruðu í vikunni sem leið. „Sykri“ sögðu flest- ir, eða 42% en næstflestir, 25% kváðust ekki hugsað um það. „Sittlítið af hverju“ sögðu 20% og „sætuefnum“ sögðu 14%. Í næstu viku er spurt: Ertu búin(n) að smakka einhvern jólabjór í ár? Tónskáldið Anna Þorvaldsdótt- ir úr Borgarnesi er tilnefnd til hinna virtu Grammy-tónlist- arverðlauna fyrir hljóðvinnslu verksins Aequa. Anna er Vest- lendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Leiðrétting Í síðasta tölublaði Skessuhorns var ranglega fullyrt að Bifreiða- þjónusta Snæfellsness væri eina bifreiðaverkstæðið á Snæfells- nesi sem annaðist framrúðu- skipti fyrir tryggingafélögin. Það er ekki rétt. Bifreiðaverk- stæði Ægis í Rifi hefur til að mynda sinnt þessum verkefn- um um áraraðir. Beðist er vel- virðingar á þessari rangfærslu og leiðréttist hún hér með. -kgk Sveitamarkaður í Lindartungu KOLB.ST.HR: Jólamarkaður á vegum Gamla sveitamarkað- arins verður haldinn hátíðlegur í félagsheimilinu Lindartungu í Kolbeinsstaðarhreppi, fyrsta í aðventu, sunnudaginn 1. des- ember frá kl. 12-17. Handverk og matur beint úr héraði. Sjón er sögu ríkari, hlökkum til að sjá ykkur. -fréttatilk. Staða sveitar- stjóra verður auglýst BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn fimmtudag var tekið til umræðu hvaða ferli verði viðhaft við ráðningu sveitarstjóra. Eins og kunnugt er var Gunnlaugi A Júlíussyni sagt upp störfum 13. nóvember sl. Samþykkt var að afla verð- hugmynda frá þremur ráðn- ingarstofum vegna væntanlegs auglýsingarferlis og úrvinnslu umsókna við ráðningu sveitar- stjóra. Eiríki ólafssyni sviðs- stjóra fjármála- og stjórnsýslu- sviðs var falið að hafa samband við ráðningarstofurnar. -mm Gefa endurskinsmerki AKRANES: Bæjarráð Akra- ness samþykkti á síðasta fundi sínum úthlutun 500 þúsund króna vegna samstarfsverkefnis við Íþróttabandalag Akraness. Felst það í sameiginlegum kaupum á endurskinsmerkjum sem verða gefin öllum börn- um á Akranesi. Heildarkostn- aður við verkefnið er ein millj- ón króna, sem skiptist á milli bæjarins og íþróttabandalags- ins. Endurskinsmerkin verða merkt Akraneskaupstað og ÍA. -kgk Bíll valt við Dunk DALABYGGÐ: Umferðarslys varð á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Dunk í Hörðudal kl. 22:00 á mánudagskvöld. Öku- maður, sem var einn í bílnum, missti stjórn á honum við akst- urinn með þeim afleiðingum að hann valt. Lögregla fór á stað- inn úr Stykkishólmi og sjúkra- bíll úr Búðardal var sömuleið- is sendur á vettvang. Ökumað- urinn kenndi sér eymsla í hálsi og sjúkraflutningamenn fluttu hann á Landspítalann í Reykja- vík. Að sögn lögreglu var bók- að sérstaklega að erfiðlega hafi gengið að ná símasambandi á vettvangi slyssins. -kgk Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sín- um í byrjun september að auglýsa til sölu ljósleiðaranetið sem liggur heim að húsum og býlum í sveitar- félaginu. Með sölu á kerfinu er vilji sveitarstjórnar að draga úr ýms- um kostnaði við umsýslu og rekst- ur á dreifikerfinu. Þeim rekstri verði komið í hendur rekstraraðila sem sérhæfir sig í slíkum rekstri sem ekki er á kjarnasviði sveitar- félaga. Litið er svo á að sú sérhæf- ing og sérþekking sé ekki til stað- ar í dag. Í framhaldi ákvörðun- ar um að bjóða kerfið til sölu aug- lýsti sveitarfélagið eftir tilboðum og bárust tvö fyrir tilskilinn frest. Í frétt á vefsíðu sveitarfélagsins 18. nóvember segir að hærra boðið sé frá Mílu og hljóði það upp á 83,7 milljónir króna. Sú upphæð jafn- gildir um 350 þúsund krónum fyr- ir hverja tengingu í sveitarfélaginu. Gagnaveita Reykjavíkur átti lægra boðið; 49,2 milljónir króna. Á dag- skrá fundar sveitarstjórnar síðdegis í gær lá fyrir að kynna tilboðin og ræða framvinduna. Tveir buðu í ljósleiðaranet Hvalfjarðarsveitar Nú er lag til afskriftar Lokið var við lagningu ljósleiðara um Hvalfjarðarsveit haustið 2015. Samanlagður kostnaður við verk- efnið var um 370 milljónir króna og var framkvæmdin að fullu greidd úr sveitarsjóði enda hófst verkefnið áður en ríkið fór að styrkja lagn- ingu ljósleiðara um landið. Íbúar sem tóku inn ljósleiðara skulbundu sig hins vegar til viðskipta í tvö ár en greiddu ekki stofngjald, líkt og íbúar í dreifbýli Borgarbyggðar þurfa t.d. að gera nú þegar lagning ljósleiðara er í gangi þar. Ef af sölu ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar verð- ur nú þarf sveitarsjóður Hvalfjarð- arsveitar að afskrifa um þrjú hundr- að milljónir króna sem er bókfært virði ljósleiðaranetsins í reikning- um sveitarsjóðs. Frá þeirri tölu dregst hins vegar söluverð kerfisins, 84 milljónir króna samkvæmt fram- ansögðu, ef hærra tilboðinu verður tekið. Sveitarstjórn telur að nú sé lag til þeirrar afskriftar þar sem ein- skiptis tekjur þessa árs verða mikl- ar sökum áhrifa dóms sem féll fyrr á árinu þar sem Jöfnunarsjóði var gert að greiða fimm sveitarfélögum í landinu alls 683 milljónir króna og þar af Hvalfjarðarsveit 303 milljón- ir. Um var að ræða jöfnunarframlög sem tengist tekjutapi vegna lækk- unar tekna sveitarfélaganna af fast- eignaskatti og vegna launakostnað- ar við kennslu í grunnskólum auk annars kostnaðar. Óbreytt þjónusta og svipað verð „Nú þegar borist hafa tilboð í ljós- leiðarakerfið og fjárhæðir liggja fyrir er unnt að meta áhrif þeirra á rekstur sveitarfélagsins auk þess að skoða gjaldskrár- og þjónustukvað- ir tilboðsgjafa. Hærri tilboðsgjaf- inn, Míla, er í ljósi aðstæðna sinna á markaði háð ýmsum takmörkun- um, bæði hvað varðar þjónustu- gjaldskrár og þjónustukvaðir og það þarf að skoða í samhengi við kröf- ur sveitarfélagsins hvað það varð- ar. Við í sveitarstjórn höfum lagt upp með að tryggja að þó veitan verði seld mun þjónustu- og gjald- skrá ekki verða umbylt og aðgengi tryggt,“ segir Björgvin Helgason oddviti Hvalfjarðarsveitar í sam- tali við Skessuhorn. Gjaldskrá fyr- ir notkun ljósleiðara í Hvalfjarðar- sveit hefur ekkert breyst frá upp- hafi. Að sögn Lindu Bjarkar Páls- dóttur sveitarstjóra er gjaldskrá- in svipuð og gjaldskrá Mílu, en þó sá munur að Míla innheimtir virð- isaukaskatt af þjónustunni, en það hefur Hvalfjarðarsveit ekki gert í innheimtu mánaðargjalda frá upp- hafi. Gjald fyrir ljósleiðarateng- ingu í Hvalfjarðarsveit hefur verið 2.375 krónur á mánuði en í gjald- skrá Mílu er gjald fyrir tengingu á landsbyggðinni 2.300 krónur auk virðisaukaskatts. Vill íbúafund um málið Jóhanna Harðardóttir í Hlésey vek- ur máls á sölu ljósleiðarans á íbúa- síðu á Facebook. óttast hún að í kjölfar sölunnar muni notenda- gjöld fyrir ljósleiðara hækka. „Ég skora því á sveitarstjórn að standa við loforð sín og halda íbúafund áður en ákvörðun er tekin, þar sem rök með og móti sölu verði kynnt og efnt til almennrar atkvæða- greiðslu um málefnið í kjölfarið,“ skrifar Jóhanna. Margir íbúar taka undir sjónarmið Jóhönnu. Aðspurð útilokar Linda sveitarstjóri ekki að boðað verði til íbúafundar um söl- una. mm Frá lagningu ljósleiðara skammt fyrir neðan félagsheimilið Hlaðir í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Borgnesingurinn Sölvi G. Gylfa- son hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Skallagríms í knatt- spyrnu fyrir komandi keppnistíma- bil. Sölvi, sem er þrjátíu og eins árs, verður spilandi þjálfari en miðað er við að ráða einnig aðstoðarþjálfara fyrir liðið. Sölvi og Viktor Már Jónasson tóku við þjálfun meistaraflokks Skallagríms á miðju síðasta tíma- bili. Þótt þeim tækist ekki að forða liðinu frá falli í 4. deild þá stóðu þeir sig afar vel, að mati stjórnar Knattspyrnudeildar, og því var leit- að eftir starfskröftum þeirra áfram. Niðurstaðan varð sú að Sölvi verð- ur aðalþjálfari meistaraflokks, sem fyrr segir. Sölvi hefur leikið stórt hlutverk í liði Skallagríms þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við erfið meiðsli. Hann hefur leikið 108 meistara- flokksleiki fyrir Skallagrím en að auki 31 fyrir BÍ/Bolungarvík og 18 fyrir ÍA. Það er markmið nýs þjálfara, sem og stjórnar Knattspyrnudeild- ar Skallagríms, að byggja á öflug- um kjarna af heimamönnum og nú þegar eru nokkrir, sem hafa ekki mikið verið í boltanum síðustu misseri, komnir á fulla ferð á nýj- an leik. Síðustu sumur hefur Skalla- grímur átt gott samstarf við ÍA og vonumst við til að svo verði áfram en þaðan höfum við fengið góðan liðstyrki. „Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms fagnar ráðningu Sölva og hlakkar til samstarfs við hann á komandi keppnistímabili en æf- ingar meistaraflokks, undir hans stjórn, hefjast 1. desember,“ segir í tilkynningu frá stjórninni. mm Sölvi ráðinn þjálfari Skallagríms Hjalti Benediktsson stjórnarmaður í Skallagrími, Sölvi Gylfason þjálfari, Páll Brynjarsson formaður Knattspyrnudeildar Skallagríms og Jón Arnar Sigþórsson stjórnarmaður. Ljósm. ge.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.