Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 2019 25 Félagar í Lionsklúbbi ólafsvík- ur gengu í hús um síðustu helgi og seldu súkkulaðidagatöl og happa- drættismiða í hinu vinsæla leik- fangahappadrætti Lionsklúbbsins sem dregið er í á aðfangadagsmorg- un. Þegar Lionsmenn ganga í hús og selja dagatölin og miðana færa þeir bæjarbúum í ólafsvík rafhlöð- ur í reykjskynjara í samstarfi við TM. Þetta er þó ekki það eina sem lionsmenn gera þetta kvöld enda er þetta gert á fundartíma þeirra og hluti af starfinu. Á meðan gengið er í hús að selja standa nokkrir fé- lagar vaktina og útbúa súkkulaði og baka vöfflur fyrir sölumennina til að gæða sér á eftir hressandi göngu um bæinn. Bæjarbúar taka einatt vel á móti sölumönnum Lionsklúbbsins og var salan góð. Fyrir þá sem að misstu af lionsmönnum er hægt að nálgast dagatöl og happadrætt- ismiða í Hrund, Þín Verslun Kass- inn og í Olís. Sem dæmi um vinn- inga í happadrættinu má nefna, rafhlaupahjól, spjaldtölvu, Bose heyrnatól, Bose hátalara ásamt ým- iskonar dóti fyrir stóra sem smáa stráka og stelpur. Það voru Lands- bankinn, Olís, verslunin Hrund og Þín Verslun Kassinn sem styrktu happadrættið og eru vinningar í happadrættinu til sýnis að ólafs- braut 19. þa Leikfélag Hólmavíkur sýnir um þessar mundir Saumastofuna eft- ir Kjartan Rangarsson í leikstjórn Skúla Gautasonar. Næsta sýning á Hólmavík er á morgun, 28. nóvem- ber kl. 20. Að venju fer Leikfélag Hólmavíkur í leikferð og sýnir Saumastofuna í Logalandi í Reyk- holtsdal á laugardaginn, 30. nóvem- ber kl. 20 og í Dalabúð í Búðardal sunnudaginn 1. desember kl. 20. Saumastofan er eitt þekktasta verk Kjartans Ragnarssonar og er reglu- lega sett upp hjá áhugaleikfélögum. Verkið gerist árið 1975 og segir frá lífi starfsfólks á saumastofu. óvænt afmælisveisla meðan yfirmaðurinn bregður sér frá verður til þess að það losnar um málbeinið á starfs- fólkinu. Ýmis leyndarmál koma upp úr kafinu og fólkið kynnist nýjum og oft óvæntum hliðum hvers ann- ars. Þó Saumastofan eigi sér stað og tíma, hárgreiðsla og fatatíska sé önnur en í dag og gerist fyrir tíma samskiptamiðla og snjalltækjavæð- ingar þá hefur í raun ekkert breyst. Leikritið fjallar, eins og nánast öll góð leikrit, um mannlegt eðli. Af hverju erum við eins og við erum, hvers vegna gerum við eins og við gerum og hví erum við svona brot- hætt og breysk? Í Saumastofunni stíga níu leikarar á svið, en auk þess kemur fjögurra manna hljómsveit og annars eins hópur að uppsetningunni á einn eða annan hátt. Elsti leikarinn í sýning- unni er á sínu 36. leikári með Leik- félagi Hólmavíkur og sú yngsta, 18 ára, er samt að taka þátt í sinni fjórðu sýningu í fullri lengd. Starf áhugaleikfélaga er ómissandi þátt- ur menningarlífs um allt land, eða eins og leikstjórinn Skúli Gautason orðar það: „Starfsemi áhugaleik- félaga hefur gríðarlega mikið gildi fyrir samfélagið. Af henni er marg- víslegur ávinningur. Í fyrsta lagi er það hollt fyrir þátttakendur. Það er hverjum og einum hollt að ögra svo- lítið heilasellunum með því að læra (oft býsna magnaðan) texta. Það að setja sig í fótspor persónu í leik- riti eflir skilning og samlíðan með öðru fólki. Oft gerir hlutverkið líka kröfu um gott líkamlegt ástand, svo að leikararnir komast í ágætt form á æfingatímanum, þjálfa söngrödd, danshæfileika og margt annað. Svo er leiklistarstarf gott móteitur við samfélagsmiðla- og snjalltækjavæð- ingu nútímans með allri sinni yf- irborðsmennsku. Innan leikhópa skapast oft einlægni, traust og sterk vinabönd. Í öðru lagi er starf leik- félaga mikilvæg fyrir mannlífið í nærumhverfinu. Þau eru oft há- punkturinn á menningarlífi vetrar- ins í sínum byggðum, enda marg- ir sem leggja ótrúlega vinnu á sig við að gera sýningar að veruleika. Í þriðja lagi skapar starfið stundum tengsl á milli leikfélaga. Leikfélag Hólmavíkur hefur ver- ið fastheldið á þá hefð að fara jafn- an í leikferðir með sýningar sínar, eitt fárra leikfélaga á landinu. Leik- ferðirnar geta verið mislangar og misflóknar eftir eðli sýninga, en nær undantekningalaust hafa þær heppnast vel og myndað sambönd við önnur leikfélög, sambönd sem ekki verða til úr engu. Leikferðirnar stækka líka markaðssvæðið, því leik- félög í litlum plássum þurfa kannski ekki nema eina-tvær sýningar til að vera búin að ná öllum hugsanlegum áhorfendum þar á staðnum. Það er blóðugt eftir alla þá vinnu sem lögð hefur verið í sýninguna. Svo eru leikferðir líka alltaf ákveðið ævintýri og tækifæri til að hitta skemmtilegt fólk.“ -fréttatilkynning/ Ljósm. Jón Jónsson. Útsendingar Útvarps Akraness hefjast á föstudaginn, 29. nóvem- ber og standa yfir þar til fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember. Að vanda er það Sundfélag Akra- ness sem stendur fyrir útvarps- útsendingum fyrstu helgina í að- ventu, eins og félagið hefur gert frá árinu 1988. Er útvarpið þannig fyrir löngu orðinn árviss boðberi jólahátíðarinnar á Akranesi. Út- varp Akraness er enn fremur hand- hafi Menningarverðlauna Akra- ness 2019, sem veitt voru á Vöku- dögum í lok síðasta mánaðar. Eins og undanfarin ár verður sent út frá hljóðstofunni við Akra- torg á tíðninni FM 95,0. Dag- skráin er að vanda með fjölbreyttu sniði þar sem allir ættu að geta fundið efni við sitt hæfi. Jólaþætt- ir nemenda Brekkubæjarskóla og Grundaskóla verða að sjálfsögðu á sínum stað, en auk þess eru á dag- skrá tónlistarþættir, viðtöl, þætt- ir um samfélagsmál, bækur, list- ir, jólaundirbúninginn, hvers kyns afþreyingarþættir, grín og gam- an. Fyrsti þátturinn fer í loftið kl. 13:00 á föstudaginn og útsending- um lýkur síðan með árvissum þætti útvarpsnefndar, sem hefst kl. 16:30 á sunnudag. Guðrún Guðbjarnadóttir, vara- formaður Sundfélags Akraness, er ein þeirra sem situr í útvarpsnefnd. Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel og að aðstandendur bíði spenntir eftir að útsendingar hefj- ist á föstudaginn. „Það er gríðar- leg eftirvænting í hópnum,“ segir Guðrún. „Töluverð eftirspurn hef- ur verið frá fólki að fá að vera með þátt í útvarpinu að þessu sinni, við finnum fyrir frumkvæði úr bæjar- lífinu hvað það varðar sem er mjög skemmtilegt,“ bætir hún við. „Við teljum okkur bjóða upp á fjöl- breytta og skemmtilega dagskrá, þar sem verða alls konar fjölbreytt- ir þættir þar sem umfjöllunarefn- in eru af ýmsum toga. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á að allir aldurshópar komi að þáttarstjór- nun í Útvarpi Akraness. Löng hefð er fyrir því að 5. bekkir grunnskól- anna sjái um þætti. Fjölbrautaskóli Vesturlands er einnig með þátt í ár og það eru ungmennaþættir í bland við þetta gamla rótgróna efni, eins og til dæmis rokkarana sem eru alltaf á sínum stað. Þannig að það eru ákveðnir fastir liðir en alltaf passað að bjóða upp á nýjungar í bland,“ segir Guðrún að endingu. kgk Lionsmenn seldu miða í leikfangahappdrættinu Í beinni frá hljóðstofunni við Akratorg í fyrra. Hér ræða Viðar Engilbertsson og Ingi Björn Róbertsson við Sævar Frey Þráins- son bæjarstjóra. Útvarp Akranes í loftið á föstudag Saumastofan sýnd í Logalandi og Dalabúð Leikfélag Hólmavíkur í leikferð um helgina Svipmynd frá einu af atriðum sýningarinnar. Leikhópurinn sem stígur á svið í uppsetningu Leikfélags Hólmavíkur á Saumastofunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.