Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201918 Bæjarstjórnarfundur unga fólks- ins var haldinn í 18. skipti í bæj- arþingsalnum á Akranesi þriðju- daginn 19. nóvember síðastliðinn. Þá taka fulltrúar úr Ungmenna- ráði Akraness sæti í bæjarstjórn og kynna niðurstöður ungmenna- þings, sem haldið var í september, fyrir bæjarstjórn Akraness og bæj- arstjóra. Í bæjarstjórn unga fólksins tóku sæti að þessu sinni þau Björg- vin Þór Þórarinsson, fulltrúi nem- enda Fjölbrautaskóla Vesturlands, Elsa María Einarsdóttir, fulltrúi Arnardals, Hekla Kristleifsdóttir, fulltrúi nemenda Brekkubæjarskóla, Helgi Hrafn Bergþórsson, fulltrúi Tónlistarskólans á Akranesi, Mar- ey Edda Helgadóttir, fulltrúi nem- enda Grundaskóla, Sóley Brynj- arsdóttir, fulltrúi Íþróttabandalags Akraness og Ylfa Örk Davíðsdótt- ir, fulltrúi Hvíta hússins. Hér verð- ur stiklað á stóru um það sem fram kom í máli þeirra. Vellíðan allra skiptir máli Björgvin gerði málefni FVA að um- talsefni sínu. Sagði hann ástandið þar líklega ekki hafa farið framhjá neinum en að sjónarmið nemenda hefði aldrei komið fram. Sagði hann að þegar kæmi að stjórnun skólans fengju nemendur engar upplýs- ingar. „Nær allt sem nemendur fá að frétta af gangi mála berst með munnmælum,“ sagði Björgvin. Hann sagði mikilvægt að nemend- ur vissu hvað væri að gerast í kring- um þá svo þeir gætu hjálpað til og orðið partur af lausninni. „Vellíð- an kennara kemur okkur við, ekki bara vegna þess að það kemur niður á náminu okkar, heldur líka vegna þess að við umgöngumst þetta fólk átta tíma á dag, fimm daga í viku og okkur þykir vænt um þau.“ Fleiri verkefni Elsa ræddi málefni vinnuskólans og kallaði eftir því að þar yrði ung- mennum boðið upp á að starfa við fleira en garðvinnu. Vísaði hún til niðurstaðna ungmennaþings, þar sem kom fram að ungmenni vildu gjarnan læra eitthvað tengt pen- ingamálum, en einnig smíðar, mál- un og fleiri hluti sem kæmu til með að nýtast öllum í framtíðinni. Varp- aði hún fram þeirri hugmynd að breyttu fyrirkomulagi vinnuskólans að fyrirtæki og stofnanir í bænum gætu tekið þátt í starfsemi hans. Umhverfismál og barnasáttmálinn Hekla gerði umhverfismálin að umfjöllunarefni sínu. Hún lýsti ánægju sinni með að frítt væri í strætó innanbæjar á Akranesi en kvaðst vilja sjá fleiri nýta sér þann fararmáta. Sömuleiðis kallaði hún eftir fleiri göngu- og hjólastígum til að hvetja fólk til að fara ferða sinna þannig. Þá brýndi hún fólk til að vera duglegra við flokkun úr- gangs og endurnýtingu. Það mætti gera með aukinni fræðslu og með því að koma upp fleiri flokkunar- stöðvum. Sömuleiðis hvatti hún Akranes til að taka þátt í innleiðingu á verkefni Unicef, Barnvæn samfélög. Verk- efnið miðar að því að stjórnvöld hefji markvissa innleiðingu barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og tileinki sér barnaréttindanálgun í sínum verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Of langur biðlisti í tónlistarnám Helgi kallaði eftir því að stöðugild- um við Tónlistarskólann á Akranesi yrði fjölgað, til að koma til móts við um 100 manns sem væru á biðlista eftir námi við skólann. Hann sagði jákvætt hve margir vildu nema tón- list á Akranesi og kallaði auk þess eftir því að fundið yrði æfingahús- næði fyrir hljómsveitir í bænum. Einnig sagði hann að fólk í hjóla- stól kæmist ekki upp á sviðið í Tón- bergi til að troða upp og hvatti til þess að ráðin yrði bót í því máli. Kynfræðsla ekki tabú Marey talaði um kynfræðslu í skól- um í framsögu sinni, sem ung- mennum þætti of lítil. Fræðslu um blæðingar og kynfærin hefðu hún og samnemendur hennar feng- ið í 6. bekk og í 9. bekk hefði farið yfir kynsjúkdóma og getnaðarvarn- ir. Taldi Marey að þó þessi fræðsla væri mikilvæg, upplifðu ungmenn- in hana oft eins og væri verið að hræða þau. „Við þurfum miklu frekar uppbyggjandi og upplýsandi fræðslu í stað þess að fræðast bara um það sem er hættulegt,“ sagði hún. Kynfræðsla ætti ekki aðeins að fjalla um það sem gæti gerst eða farið úrskeiðis, mikilvægt væri að fræða líka með jákvæðum og upp- byggjandi hætti. Einnig taldi hún að verja þyrfti meira púðri í fræðslu um hvað væri eðlilegt og hvað ekki í samböndum og samskiptum. Sömuleiðis kallaði hún eftir meiri fræðslu um hvaðeina sem tengist peningum, ábyrgð í fjármálum og mikilvægi sparsemi. Ræddi mikilvægi svefns Sóley ræddi um heilsu í ávarpi sínu. Hún lýsti yfir ánægju sinni með að Akranes væri orðið þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfé- lag. Hvatti hún bæjaryfirvöld til að bjóða fulltrúa ungmenna í starfs- hóp verkefnisins, sem stofnaður var þegar samningur um þátttöku var undirritaður. Þá ræddi Sóley svefn unglinga og sagði rannsóknir hafa sýnt að unglingar á Akranesi og Ís- landi almennt fengju ekki nægan svefn, svæfu ekki nema sex tíma eða minna hverja nótt. Til að reyna að ráða bót í máli hvatti hún foreldra til að fræða börn sín um mikilvægi svefns. Einnig brýndi hún íþrótta- félög til að gæta þess að tímasetja æfingar ekki seint á kvöldin. Má ekki normalísera fíkniefni Ylfa gerði vaxandi neyslu fíkni- efna að umræðuefni sínu og vísaði til þess að tölur sýndu að hún hefði aukist meðal ungmenna. „Þetta er ömurleg þróun,“ sagði Ylfa og lýsti áhyggjum sínum yfir því að búið væri að „normalísera“ fíkniefni. „Við ungmennin heyrum og vit- um hvað er í gangi,“ sagði hún og kallaði eftir jákvæðum forvörnum. Lagði hún til að Ungmennaráði Akraness yrði veitt fé til að fara af stað með jafningjafræðslu og kom- ið yrði fram með jákvæðar fyrir- myndir. kgk Bæjarstjórn unga fólksins fundaði Bæjarstjórnarfulltrúar hlýða á framsögur ungmennanna og punkta hjá sér. Bæjarstjórn unga fólksins. Standandi f.v. Hekla Kristleifsdóttir, Helgi Hrafn Bergþórsson og Ylfa Örk Davíðsdóttir. Fyrir framan sitja f.v. Elsa María Einarsdóttir, Marey Edda Helgadóttir, Sóley Brynjarsdóttir og Björgvin Þór Þórarinsson. Björgvin Þór leggur við hlustir. Hekla í ræðustól.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.