Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 2019 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vak- in á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@ skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birt- ist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Lausnin á síðustu krossgáta var: „Mánudagur“. Heppinn þáttta- kandi er: Leifur Þór Ingólfsson, Skúlagötu 12, 340 Stykkishólmi. Heilla- drjúgt Mjöður Kvakar Suður Álegg Skraut- leg Hátt- vís Unaður Tala Maðkur Val Laðaði Kvöld Nál Ferskur Gista Bor Korn Mat Dvelur Hljóta Tunnur Fólk 5 6 Röst Óhóf Afa Flökt Stærð Þófi Skjól Tipl Hvíldi Snjór 1 Kopar Kind Frera Kona Átt Kæpa Ferð Starf Merki Þekkt Fjör Hagur Tónn Elfur Samhlj. Beita Röð Ólm Ylja Spil 8 Törn Dropi Afbragð Elska Æst Fæddi Magn Gelt Röst Kusk Þjóta Kall Mæla Sk.st. 3 Með- bróðir 2 Pípir Auma Grip Kona Leiðsl- ur Skalli Grunaði Vinir Hælir Keyrði Örn Mjór Hug- skot Land- bára Anga Risa Fjúk 4 Skyld Étandi Jarð- vegur Óttast Stó Blund Hvíldi Dramb Grípa Veisla Samhlj. Átt 51 Ýra 7 Utan Röst Laðaði Farm- gjald Félagar 1 2 3 4 5 6 7 8 B A U G U R B A R D Ú S A R E F N I N A U T U R E Ð A S T I N N U R Ó Ð U R I N N T A N N A Ð I M U N Ú Ð A N N A A F L Ð R U M M M M E N D A L A U S T R Ó A J R Ö D D A U R L Ó A G G A K L A U F A M A N Ó T I L U M S L A G Á S A L L I N Ó T A L B Ó K K Ö S L Ö G N U G L U R L A U S T U N I R A T L E I K U R D R A L L K R A M H A S V O F L Ó A M U N F Á K A G N D U L R U K U L L Á R Ý L U R G L X O F L A Á A N G A F L Ó A K V A R Ð I G A R P A A R I Ð G U M A R Ó A R T R Ó M Á N U D A G U R L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Pennagrein Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna (LSS) fer fram um allt land um þessar mundir. Slökkviliðs- menn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Að þessu sinni fá börnin einnig að sjá í fyrsta sinn nýja teiknimynd um Loga og Glóð og baráttu þeirra við Brennu-Varg. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnaget- rauninni en heppnir þátttakendur í henni fá afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar. Hlustið á börnin Reynslan sýnir að átta ára börn eru mjög móttækileg fyrir fræðslu um eldvarnir og við þekkjum fjölmörg dæmi um að þeim hafi tekist að hafa vit fyrir foreldrum sínum um eldvarnir heimilisins eftir að hafa fengið slökkviliðið sitt í heimsókn. Fræg er til dæmis sagan af strákn- um sem tókst að fá móður sína ofan af því að stökkva vatni á eld sem logaði í olíu í potti af því að hann vissi betur en mamman. Foreldrar barna á þessum aldri eru yfirleitt fremur ungir að árum. Rannsóknir sem Gallup hefur gert fyrir LSS og Eldvarnabandalagið sýna ótvírætt að ungt fólk allt að 35 ára aldri býr við miklu lakari eld- varnir en aðrir. Og þar með börnin á viðkomandi heimilum. Alltof algengt er að fólk á þess- um aldri hafi aðeins einn eða jafn- vel engan reykskynjara á heim- ilinu. Fólk að 35 ára aldri er jafn- framt ólíklegra en aðrir til að vera með slökkvitæki og eldvarnateppi á heimili sínu. Þó er margreynt að þessi einfaldi slökkvibúnaður get- ur komið í veg fyrir stórtjón þeg- ar eldur kemur upp. Slökkvitæki og eldvarnateppi eiga að sjálfsögðu að vera á hverju heimili. Til öryggis Efling eldvarna er liður í því að auka öryggi jafnt barna sem fullorðinna á heimilinu. Þegar börnin koma heim úr skólanum eftir að hafa feng- ið slökkviliðið sitt í heimsókn er því upplagt að foreldrar setjist niður með barninu sínu, kynni sér fræðslu- efnið og fari skipulega yfir eldvarnir heimilisins. Erum við með nógu marga, virka og rétt staðsetta reykskynjara til að tryggja að fjölskyldan vakni og nái að forða sér út ef eldur kæmi upp til dæmis að næturlagi? Höfum við gert og rætt við börnin áætlun um hvern- ig við yfirgefum heimilið á neyðar- stundu? Hvar ætlum við að hittast þegar allir eru komnir út? Er til- skilinn slökkvibúnaður á heimilinu? Kunnum við að nota hann? Er eitt- hvað í daglegri umgengni á heimilinu sem við getum breytt til að draga úr líkum á að eldur komi upp? Leiðbeiningar um eldvarnir heimila er að finna í handbók Eld- varnabandalagsins sem börnin fá með sér heim. Við biðlum til for- eldra að kynna sér þær og fylgja þeim. Þannig verður heimilið miklu öruggari staður til að vera á. Garðar H. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins og verkefnastjóri Eldvarnaátaksins Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðar- sveitar Espólín bókaforlag hefur gefið út bókina Uppskriftir eftirstríðsáranna - matur úr íslenskum eldhúsum eft- ir stríð. Þar er á ferðinni öðruvísi matreiðslubók með aðkomu fjög- urra kvenna. „Með henni er hald- ið á lofti merki þeirra sem löngum komu við sögu þar sem matur var gerður. Matargerð hefur breyst í aldanna rás og mun áfram taka breytingum. En sagan má aldrei gleymast,“ segir í tilkynningu frá höfundi. Í bókinn eru 50 uppskriftir upp úr matreiðslubókum systranna Sigurlaugar og Guðbjargar Sveins- dætra frá Tjörn á Skaga sem stund- uðu báðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum. Sig- urlaug Björnsdóttir frá Kornsá var matreiðslukennari og Sólveig Sövik skólastýra. „Það er býsna langur vegur frá eldhúsi Kvennaskólans á Blönduósi á tímum síðara heimsstríðs til nú- tímaveitingahúss. Samt er einhver samhljómur, einn og sami streng- urinn gengur gegnum allt ferlið. Uppskriftunum frá Blönduósi er fylgt úr hlaði af höfundum með textum dagsins. Textar, m.a. um það sem efst er á baugi í samtíman- um eða hjá höfundum, rifjaðir upp þættir úr sögu kvennafræðslu og saga réttanna. Uppskriftirnar urðu kveikjan að samtali milli höfunda við leit að formi nýrrar matreiðslu- bókar sem nú lítur dagsins ljós.“ mm Ungir eldvarnafulltrúar heimilanna Uppskriftir eftirstríðsáranna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.