Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 20196 Innleiða barna- sáttmála SÞ BORGARBYGGÐ: Forstöðu- menn stofnana Borgarbyggð- ar, sveitarstjórnarmenn og aðrir áhugasamir, voru nýverið boð- aðir á kynningarfund um inn- leiðingu Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna í Borgarbyggð. Hjördís Eva Þórðardóttir verk- efnastjóri UNICEF á Íslandi gerði þar grein fyrir ferlinu sem innleiðingin felur í sér. Hug- myndafræði barnvænna sveit- arfélaga byggist á fimm grunn- þáttum sem eru leiðbeinandi við innleiðingu Barnasáttmál- ans. Þættirnir hafa tengingu við grundvallarforsendur Barna- sáttmálans og útlista þær kröfur sem sáttmálinn gerir til stjórn- valda um breytt verklag, ákvarð- anaferla og viðhorf til barna í samfélaginu. Fimm grunnþætt- irnir barnvænna sveitarfélaga eru: Að réttindi barnsins séu vel þekkt, að horft sé til réttinda allra barna, þátttaka barnsins, barnvænt samfélag og það sem barninu er fyrir bestu. Nán- ar er fjallað um sáttmálann og innleiðingu hans á heimasíðu Borgarbyggðar. -mm Páfagaukar vanræktir LANDIÐ: Matvælastofnun hefur tekið páfagauk af eiganda á Norðurlandi vegna vanrækslu. Við eftirlit fundust tveir mjög horaðir fuglar í búri, þar af annar dauður. Ástand fuglanna mátti rekja til vanfóðrunar og vatnsleysis og var vörslusvipt- ing framkvæmd tafarlaust, segir í tilkynningu frá Matvælastofn- un. „Bannað er að beita gæludýr illri meðferð og er ekki heimilt að skilja búrfugla eftir lengur án eftirlits en í einn sólarhring. Gæta skal þess að gæludýr sé í eðlilegum holdum og dauð dýr skal tafarlaust fjarlægð frá lif- andi dýrum. Verið er að leita að nýju heimili fyrir páfagaukinn og er málið áfram til meðferðar hjá Matvælastofnun.“ -mm Runnu út af DALABYGGÐ: Tilkynnt var um útafakstur á Snæfellsnes- vegi við Breiðabólsstaðarkirkju á Skógarströnd á þriðjudag- inn í síðustu viku. Tilkynnandi kvaðst standa við kirkjuna og hafa séð eina eða tvær bifreið- ar fara út af veginum. Tjón hafi verið minniháttar en einn hafi kennt sér eymsla. Sjúkrabifreið var send á staðinn. Talið er að hálka hafi ollið umferðaróhapp- inu, að sögn lögreglu. -kgk Bílvelta við Lambhaga HVALFJSV: Bílvelta varð í Hvalfirði til móts við Lamb- haga kl. 16:30 á mánudag. Öku- maður missti stjórn á bifreið sinni í hálku með þeim afleið- ingum að hann fór út af vegin- um þar sem hann valt og end- aði ofan í skurði. Ökumaður- inn sat í bílnum þegar lögregla kom á vettvang og kenndi sér eymsla eftir veltuna. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Akranes til læknisskoðunar, en reyndist aðeins hafa hlotið minniháttar meiðsli af. Bifreiðin er óökuhæf og var fjarlægð með dráttarbíl af vettvangi. -kgk Sagði amfetamín vera matarsóda VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði bifreið sem ekið var um Vesturlands- veg kl. 9:00 á sunnudagsmorg- un. Var bifreiðin stöðvuð við almennt eftirlit. Höfð voru af- skipti af farþega bifreiðarinnar, sem heimilaði leit í tösku. Þar fannst plastílát með hvítu efni. Farþeginn sagði að það væri matarsódi en þegar lögregla kannaði málið kom í ljós að efn- ið gaf svörun við amfetamíni. -kgk Með alsælu á spítti VESTURLAND: Á sunnu- dagsmorgun var ökumað- ur stöðvaður þar sem hann ók um Vesturlandsveg. Við eftir- grennslan lögreglu kom í ljós að maðurinn reyndist vera sviptur ökuréttindum. Enn fremur gaf fíkniefnapróf jákvæða svörun á neyslu amfetamíns. Viðkom- andi var handtekinn og heim- ilaði leit í bílnum. Þar fund- ust hvítar töflur í poka, sem og grænar og rauð tafla. Eftir skoð- un á hvítu tölfunum er talið lík- legt að þar sé um að ræða al- sælu, að sögn lögreglu. Maður- inn var kærður fyrir akstur und- ir áhrifum ávana- og fíkniefna, fyrir að aka sviptur ökuréttind- um og fyrir vörslu og meðferð ólöglegra fíkniefna. -kgk Þrjú hjól undir bílnum HVALFJSV: Hjólbarði losnaði undan bifreið sem ekið var um Vesturlandsveg við Fiskilæk um kaffileytið á þriðjudaginn í síð- ustu viku. Bifreiðin staðnæmd- ist á vegi og skapaði tilheyrandi hættu. Lögregla fór á staðinn og stjórnaði umferð um svæð- ið á meðan málunum var kippt í lag. Landbúnaðarráðherra hefur gefið út breytingarreglugerð um innlausn á greiðslumarki í sauðfé. Þar kem- ur fram að handhafi greiðslumarks geti óskað eftir innlausn á greiðslu- marki. Matvælastofnun skal bjóða til sölu það greiðslumark sem er innleyst á árinu 2019 á núvirtu and- virði beingreiðslna næstu þriggja almanaksára. Miðað er við stýri- vexti Seðlabanka Íslands 1. janúar ár hvert og greiðslur frá þeim tíma. Framleiðendur sem eiga 100 kind- ur eða fleiri og eru með ásetnings- hlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að 60% þess greiðslumarks sem er í boði á markaði árið 2019. Það skiptist hlutfallslega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Það greiðslumark sem þá er eftir skal boðið öðrum kaupendum sem og þeim aðilum er nutu for- gangs, hlutfallslega í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Framleiðendur sem hyggjast kaupa greiðslumark fylla út raf- rænt eyðublað, sem Matvælastofn- un mun birta á vef sínum á næstu dögum. Þeir sem hyggjast selja greiðslumark sitt fylla út eyðu- blað sem finna má á þjónustugátt MAST. Nánar verður sagt frá fyrir- komulaginu í þessari viku, að því að fram kemur í tilkynningu frá Mat- vælastofnun. mm Samkomulag kúabænda og stjórn- valda um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar var undirritað 25. október síðast- liðinn. Til stóð að greiða atkvæði um samkomulagið dagana 20. - 27. nóvember en því var í síðustu viku frestað að hefja atkvæðagreiðslu og mun hún að óbreyttu hefjast í dag, 27. nóvember og standa til 4. des- ember nk. „Frestunin er komin til eftir að undirskriftarlista frá bænd- um var skilað til BÍ í líðandi viku, en þar hvetja undirritaðir samn- inganefnd bænda að freista þess að ná fram skýrari línum í ákveðnum atriðum samkomulagsins,“ skrifaði Arnar Árnason formaður stjórnar Landssambands kúabænda á vef BÍ. óhætt er að segja að fyrirliggjandi drög að samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar hafa mælst misvel fyrir. Um það vitnar ekki síst undir- skriftir 330 bænda sem fóru í síð- ustu viku framá að atkvæðagreiðslu yrði frestað og einstök efnisatriði gerð skýrari svo hægt væri að kjósa um samninginn. Atkvæðagreiðslan mun fara fram með rafrænum hætti og verður aðgengileg á vef Bænda- samtakanna www.bondi.is. Hún stendur yfir frá kl. 12.00 á hádegi í dag, 27. nóvember til kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 4. desember. mm Frestuðu atkvæðagreiðslu um umdeildan samning Breytt fyrirkomulag innlausnar á greiðslumarki sauðfjár

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.