Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201926 Í aprílhefti Kiwanisfrétta 1972 var þessi frétt: „Klúbbur er kominn á veg í Borgarfirði. Mánudaginn 24. apríl fóru nokkrir kiwanisfélagar úr Reykjavík og frá Akranesi að Loga- landi í Borgarfirði. Þar voru saman komnir 15 Borgfirðingar. Var þar haldinn fræðslu- og undirbúnings- fundur að stofnun kiwanisklúbbs og voru 13 þegar tilbúnir til þátt- töku. Þyrill á Akranesi vinnur að þessari klúbbstofnun“. Það fer um hugann ferill langur, því fertugs aldur Jökla gangur vekur spurn en varla svör. Þyrilsbræður þekkja sporin. Þeir eru kátir mjög á vorin. Þokkaleg var þeirra för. Þeir komu upp að Kleppjárnsreykj- um, krakkar voru þar í leikjum. Vorpróf, vottur annríkis. Eins og gengur fátt að frétta. en ferðanestið aðeins þetta að kynna okkur kiwanis. Klúbbur fór í aðlögun Það var hverju orði sannara að Þyr- ill ynni að þessu verki. Hinn 15. maí 1972 var væntanlegum klúbbfélög- um boðið til Akraness og þar var haldinn fundur klúbbs í aðlögun og honum gefið nafnið Jöklar. Í bráða- birgðastjórn voru kjörnir Hjört- ur Þórarinsson forseti, Guðmund- ur Kjerúlf ritari og féhirðir Stein- grímur Þórisson. Þá var klúbbur- inn kominn í aðlögun með 15 fé- laga, síðan fjölgaði þeim í 25 fram að vígsludegi. Klúbbur stofnaður Hinn 10. mars 1973 var klúbburinn vígður með 25 stofnfélaga í Loga- landi. Stuðningi við okkur var ekki þar með lokið. Bráðabirgðastjórn- in fékk fullgildingu. Samfylgd og kynningu var haldið áfram. Á fundi í Logalandi 2. maí 1973 var mætt- ur Þórir Hall svæðisstjóri. Árnaði hann klúbbnum allra heilla og vel- gengni í störfum en bætti svo við: „Það sveitarfélag sem hefði kraft- mikinn og góðan kiwanisklúbb inn- an sinna vébanda væri betra sveit- arfélag.“ Nældi hann síðan kiwan- ismerkið í barm okkar allra. Með þetta veganesti var lagt af stað í óvissuferð hins nýja klúbbs. Kiwanisklúbburinn Jöklar hefur verið kraftmikill og góður og bætt sveitarfélag sitt. Þessi fullyrðing og heillaósk verður nánar tekin til meðferðar og verkefni Jökla dreg- in fram og tíunduð í nokkrum orð- um. Hvaða styrktarverkefni hafa verið hjá klúbbfélögum? Hvernig hafa þau verið fjármögnuð? Hvaða önnnur störf og umræðuefni hafa verið á dagskrá? Hver eru markmið kiwanisklúbbanna? Mannleg kjör og mannsins sál er meira virði en verðmæti sem verða unnin úr veraldlegum toga spunnin. Eins og þú vilt aðrir gjöri eða breyti áttu að gera einatt hér. Æðsta markmið þetta er. (HÞ) En hvernig ætli Jöklafélögum hafi gengið að fylgja þessu eftir? Björgunar- og slysa- varnastyrkir Strax á fyrsta ári var farið að veita styrki vegna björgunar- og slysa- varna. Fyrstu styrkirnir voru til Björgunarsveitanna Oks og Heið- ars. En brátt kom að því að teknar voru djarfari ákvarðanir. Árið 1977 var Björgunarsveitinni Ok afhent sjúkrabifreið, sem kostaði 1.678.043 krónur. Á núvirði 3.251.708 krónur. Þetta var sérútbúin tvegga drifa bif- reið. Oks-menn voru búnir að út- búa upphitað húsrými fyrir bifreið- ina þegar þeir tóku við henni og þökkuðu fyrir sig. Tveimur árum síðar var röðin komin að Björgun- arsveitinni Heiðari. Þeir fengu af- henta snjóbifreið „Snow-Trac“ sem kostaði 5.953.750 krónur. Safnað hafði verið fyrir henni en auk þess styrktu slysavarnadeildir í héraði söfnunina. Á núvirði var styrkur- inn 7.374.662, kr. Þessu til viðbót- ar hafa björgunarsveitirnar feng- ið bæði farsíma og fjárstyrki. Sum- um fannst nóg komið þegar hér var komið sögu. „Og þó“. Báðar þessar bifreiðar til bjargar verði slysið En verði þyrlan þriðja far þá mun hækka risið. Hamfarastyrkir Söfnun var gerð og fjármagn sent til Vestmannaeyja vegna eldgossins 1973. Þá var víðtæk söfnun sett af stað vegna snjóflóðanna í Neskaup- stað 1974. Söfnunin hófst sama kvöldið og tilkynning barst um snjóflóðið. Það söfnuðust í frjáls- um samskotum 708.500 krónur. Á núvirði 3.072.332 krónur. Kiwanis- klúbburinn Gerpir á Neskaupsstað annaðist úthlutun fjárins. Vegna Snjóflóðsins í Súðavík 1995 var sent framlag Jökla þeim til hjálpar 250.000 krónur. Hvað var gert f yrir börnin? Styrkur var veittur til Leikskól- anna Hnoðrabóls og Hvanneyrar 100.000 til hvors þeirra. Styrkur á móti öðrum vegna kaupa á píanói á Hvanneyri. Manntöfl í Kleppjárns- reykjaskóla. Í mörg ár fengu yngstu nemendur grunnskólanna endur- skinsmerki, sérstaklega merkt Jökl- um. Aðrir styrkir Veikindi og sjúkrakostnaður er mörgum þungbær. Oft hefur klúbb- urinn hlaupið þar undir bagga og rétt fram smáupphæð til hjálpar mörgum. Þá lagði klúbburinn fram 100.000 krónur þegar keyptur var flygill í Reykholtskirkju. Sumar- dvölin Holti fékk 100.000 krónur. Íþróttafélag fatlaðra fékk sendingu 1985. Smásjá var gefin til lækn- ishéraðsins. Þá var Hixon orðan veitt fyrsta forseta klúbbsins. Þetta er ekki tæmandi listi yfir verkefni klúbbsins. Hvernig voru þessi verkefni öll fjármögn- uð? Framreiknað til verðlags í dag eru þetta margar milljónir króna. Þess- ar tölur segja aðeins hluta af verk- efninu. Vinnuframlagið er hér hvergi talið fram. Eitt árið þeg- ar mest var að gera og fjáröflunin á hámarki þá skiluðu félagarnir allt að 500 vinnustundum. Klúbbnum hafa borist góðar gjafir. Flugeldasalan hefur gefið drýgst- ar tekjurnar allt frá fyrsta ári. Eftir tveggja áratuga sölu var þetta verk- efni fært yfir til björgunarsveit- anna, enda voru þær hæstu styrk- þegar Jökla. Ýmsar fleiri vörur voru seldar fyrir jólin. Þegar bifreiða- kaupin stóðu yfir þá voru ýmsar leiðir farnar til hjálpar. Stofnað var til happdrættis, sem gaf af sér góð- an hlut, spilað var bingó nokkur ár til fjáröflunar. Þá var fengið leyfi fyrir almennri fjársöfnun í öllu hér- aðinu. Farið var heim á hvern bæ. Viðtökurnar voru ógleymanlegar. Það söfnuðust hjá 270 heimilum og 28 fyrirtækjum 1.766.476 krón- ur. Núvirði 3,5 miljónir. Félagarn- ir fóru yfir á verkkaupamarkaðinn. Þá var Skattskrá Borgarfjarðar gef- in út í tvö ár ívafin auglýsingum. Endurnýjuð var miðstöðvarlögn í Brún, einangraðir 4 km í hita- veitulögninni. Tekið var eins hekt- ara skógræktarsvæði á leigu í landi Fitja í Skorradal árið 1980. Plant- að var þar út næstu þrjú árin 3.450 plöntum af rauðgreni og stafafuru. Í fyllingu tímans varð trjásalan góð tekjulind. Fátt óviðkomandi Hvers vegna er fólk í Kiwanis? Er ekki gaman að vera þar? Fundir voru hálfsmánaðarlega átta mánuði ársins. Á fundunum voru málefni líðandi stundar tekin til umræðu. Ef litið er í fundargerðirnar þá kemur í ljós að Jöklamönnum var ekkert óviðkomandi. Málaflokkarnir voru næstum óteljandi: Sveitarstjórnar-, íþrótta- og landbúnaðarmál, björg- unar-, samgöngu- og trygginga- mál, heilbrigðis-, æskulýðs- og um- hverfismál. Dreifibréf var sent á öll heimili í héraðinu til hvatningar á góðri umgengni. „Hreint land er fagurt land, Hrein jörð um Borg- arfjörð.“ Þá var klúbburinn aðili að verðlaunaveitingu til snyrtilegustu býla í sýslunum. Kiwanisfólkið kunni líka að skemmta sér. Heimsóknir til ann- arra klúbba voru alltaf á dag- skrá. Eftirminnileg var heimsókn til Helgafells í Vestmannaeyjum Skemmtiferðir voru farnar. Farið var í sérstaka ferð í siglingu á Rín í tilefni 10 ára afmælisins. Innsti kjarni félagsins var og er í stuttu máli þessi: Gakktu á undan gerðu rétt með góðu fasi. Efldu það á ýmsan hátt að allir lifi í góðri sátt. (HÞ) Starfslok klúbbsins Allt tekur enda. Nú er störfum lok- ið hjá Jöklum og einn hlekkur í kiwaniskeðjunni numinn á brott. Minningin um starfssama drengi lifir áfram. Flestir stofnfélaganna eru búnir að kveðja. Blessuð sé minning góðra félaga. Að verkalok- um bera Jöklafélagar fram hrein- an skjöld. Við megum vera stoltir yfir þeim verkefnum sem við höf- um lagt til samfélagsins. Við minn- umst orða Þóris Hall svæðisstjóra sem tilgreind voru í upphafi: „Það sveitarfélag sem hefði kraftmik- inn og góðan kiwanisklúbb innan sinna vébanda væri betra sveitar- félag.“ Aðstæður breytast, hlýnun umhverfis, jöklar hopa og hverfa. Kiwanisklúbburinn Jöklar lifir í minningu þeirra sem notið hafa áhrifa hans og góðra verka. Að lok- um kemur þakkarkveðja, sem Jak- ob Jónsson á Varmalæk sendi okk- ur: „Mér ber að þakka, en orð mig óðar þrýtur samt óska ég að skjöld- ur ykkar megi jafnan verða eins hreinn og mjallahvítur og hvolfþak jökulsins á björtum degi.“ Markmið kiwanis Í meginkafla munu tryggðir merkir þættir, æðstu dyggðir um mennsk og mannleg kjör. En verðmæti sem verða unnin af veraldlegum toga spunnin verða að víkja úr för. Eins og þú vilt aðrir geri athöfn þín í sannleik veri æðsta markmið þetta er. Varúð skaltu í verkum sýna vanda ávallt hegðan þína og félagþroskinn fylgir þér. Varanlegu vinaböndin veitast þér og bróðurhöndin góðvildin til grannans kemst. En fyrst af öllu fram skal tekið og framar eigingirni rekið Börnin okkar fyrst og fremst. (HÞ) Hjörtur Þórarinsson Árið 1979 afhentu félagar í Jöklum Björgunarsveitinni Heiðari Snow-Trac snjóbíl að gjöf. Reyndist hann sveitinni vel. Meðal annars voru félagar í Heiðari fyrstir á honum að vettvangi flugslyssins í Ljósufjöllum í apríl 1986. Klúbbur í Borgarfirði Farið yfir sögu Kiwanisklúbbsins Jökla í Borgarfirði Hjörtur Þórarinsson fyrrum skólastjóri á Kleppjárnsreykjum rifjar upp sögu Kiwanisklúbbsins Jökla. Frá afhendingu Kiwanisklúbbnum á nýrri björgunarbifreið. Jón Þórisson formaður björgunarsveitarinnar Oks tekur við lyklunum úr hendi Kiwanismannsins Finnboga Arndal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.