Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201914 Umhverfis- og auðlindaráðherra áformar að leggja á vorþingi fram frumvarp til laga um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Áformin um frumvarpið hafa nú verið kynnt og sett í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila um- sögn er til og með 4. desember 2019. Drög að frumvarpi um þjóð- garðinn munu einnig verða kynnt í samráðsgátt þegar þar að kemur. Eins og kunnugt er hefur þver- pólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins unnið að áherslum sem frumvarpið mun byggja á. Andstaða við frumvarp- ið er engu að síður töluverð meðal sveitarfélaga á landsbyggðinni sem líta á það sem afsal skipulagsvalds að færa umráð hálendisins til ríkis- stofnunar. Engu að síður er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhá- lendinu í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar og umræddri þver- pólitískri nefnd var komið á fót um stofnun hans. Nefndin hefur verið að störfum síðan vorið 2018. Nefndinni var m.a. ætlað að skil- greina mörk þjóðgarðsins, setja fram áherslur um skiptingu land- svæða innan hans í verndarflokka, gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn, taka afstöðu til stjórnskipulags hans, fjalla um svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggða- þróun og atvinnulíf. Nefndin hefur nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda hugmyndir að einstökum þáttum sem hún hefur fjallað um. Síðustu tvö áhersluatriði nefndarinnar voru kynnt í samráðsgátt í október, ann- ars vegar umfjöllun um fjármögnun og hins vegar áherslur í lagafrum- varpi. mm Vilhjálmur Egilsson lætur af störf- um sem rektor Háskólans á Bif- röst næsta vor, en hann hefur gegnt starfinu síðan 2013. „Meining- in er að ég hætti í lok skólaársins. Ég var upphaflega ráðinn 2013 og fyrsta ráðningin var til fjögurra ára. Hún var síðan framlengd um þrjú ár. Ástæðan er sú að ég verð 67 ára núna í desember og er að færast á lífeyrisaldur. Að minni hálfu snerist málið um að finna heppilegan tíma- punkt til að stíga inn í þennan nýja kafla í lífi mínu. Þá urðu allir ásátt- ir um að ég framlengdi til þriggja ára og samningurinn minn rennur því út eftir þetta skólaár sem nú er hafið, sem er bara mjög viðeigandi að mínum dómi,“ segir Vilhjálmur í samtali við Skessuhorn. Alltaf liðið vel á Bifröst Vilhjálmur er að útbúa sér te þeg- ar síminn hringir. Hinum megin á línunni er sá er þetta ritar. Rektor- inn dýfir pokanum í heitt vatnið og gengur að skrifborðinu á skrifstofu sinni áður en samtal okkar heldur áfram. Hann tyllir sér í stólinn og lætur fara vel um sig og hefur orð á því að honum hafi alltaf liðið vel á Bifröst. „Starfið sem rektor hef- ur verið mjög ánægjulegt og gef- andi. Sérstaklega hefur mér þótt ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að búa hér á Bifröst, í þessu fal- lega umhverfi. Ég hef notið þessa tíma og því að vera hluti af samfé- laginu hér í Borgarbyggð. Ég held að það skipti miklu máli fyrir skól- ann að rektor sé búsettur á staðn- um og mér hefur fundist þetta góð- ur hluti af mínu lífi, að búa á Bif- röst,“ segir hann. Breytt staða skólans „Fyrstu þrjú skólaárin eftir að ég tók við voru mjög erfið,“ rifjar rektor- inn upp. „Við vorum að takast á við að mínu mati ósanngjarnan niður- skurð á framlögum ríkisins til skól- ans, auk þess sem við þurftum að afskrifa skólagjöld frá fyrri tíð sem ekki höfðu innheimst. Samtals töp- uðust því um 250 milljónir fyrstu þrjú árin, sem er mjög há upphæð í samhengi skólans,“ segir Vilhjálm- ur. „En með hjálp góðra manna, þar sem þingmenn kjördæmisins voru fremstir í flokki, náðist að hækka framlögin frá ríkinu í upphæðir sem eðlilegar geta talist, samhliða fjölgun nemenda. Síðustu þrjú ár, frá 2017, hefur skólinn verið rek- inn með góðum afgangi og horfur fyrir næsta ár eru góðar. Fjárhags- lega staða skólans hefur því vænk- ast mjög á þessum tíma frá 2017,“ segir hann. Á sama tíma hefur nemendum við skólann einnig fjölgað mikið. „Nú á haustönn eru hér nálægt 700 nemendur, sem er það mesta sem hefur verið í minni tíð. Á undan- förnum árum hefur verið byggt upp mjög öflugt meistaranám við skól- ann, hann sótt fram í fjarnámi og við teljum okkur vera leiðandi á því sviði meðal íslenskra háskóla,“ seg- ir rektorinn. Mennta leiðtoga „Alltaf höfum við lagt áherslu á að efla námið stöðugt, bæði að inni- haldi og gæðum og verið óhrædd við að stíga fram með nýjungar, sér- staklega í fjarnáminu. Teljum við að kennsluaðferðirnar okkar séu mjög góðar miðað við það sem gengur og gerist,“ segir hann. „Enda höf- um við náð góðum árangri á þess- um tíma og það hefur verið sameig- inlegt verkefni stórs hóps af fólki við skólann, fólks sem hér hefur starfað og sömuleiðis nemenda sem hafa hjálpað til við að bera út hróð- ur skólans eftir útskrift. Það eru margir sem hafa lagt hönd á plóg til að skila þessum árangri,“ seg- ir Vilhjálmur en bætir því við að slíkt verkefni sé viðvarandi. „Við erum alltaf að þróa kennsluna og bæta hana, sem og upplifun nem- enda. Við leggjum mikið upp úr því að þjálfa okkar kennara og fylgjast með því að þeir geri vel. Að passa upp á gæði kennslu er verkefni sem hefur hvorki upphaf né endi,“ segir hann. „Til dæmis höfum við nýlega fjárfest í nýjum kerfum í innviðum kennslunnar. Til dæmis nemenda- skrárkefinu Uglu, sem er notað í opinberu háskólunum og kennslu- kerfinu Canvass, auk nýs prófakerf- is. Allt er þetta gert með því mark- miði að kennslan verði árangursrík- ari og til að bæta upplifun nemenda, auðvelda þeim námið án þess að létta það, þannig að kennslan verði árangursríkari og fólk nái þeim ár- angri sem það stefnir að í sínu námi. Það síðan hjálpar nemend- um þegar námi lýkur og þeir koma út á vinnumarkaðinn,“ bætir hann við. „Í þessu samhengi er gaman að rifja það upp að við teljum það vera hlutverk skólans að mennta leið- toga fyrir atvinnulífið og samfé- lagið. Þróun skólans á undanförn- um árum hefur mjög styrkt hann í þessu hlutverki sínu, sem er einmitt upphaflega hlutverkið sem honum var markað fyrir hundrað árum síð- an,“ segir rektorinn ánægður. Mun ekki leiðast eftir starfslok Sem fyrr segir er ráðgert að Vil- hjálmur láti af störfum í lok skóla- ársins og starf rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar. Komi til þess að stjórnin ráði rektor sem hún vill láta taka við fyrir þann tíma segir Vilhjálmur ekkert því til fyr- irstöðu af sinni hálfu, slíkt sé sam- komulagsatriði stjórnar og nýs rektors. En hvað tekur við hjá Vil- hjálmi þegar hann hættir á Bifröst? „Ég er ekki farinn að skipuleggja mig þannig. Ég hef ýmis járn í eld- inum sem ég held áfram að sinna og ef engar áhyggjur af því að hafa ekki nóg að gera,“ segir hann. „Það kemur alltaf að því að fólk fari á líf- eyri og ég kvíði þeirri stund ekki. Ég á barnabörn úti um allt og það verður ágætt að fá góðan tíma til að sinna fjölskyldunni. Þá eigum við hús úti í Tyrklandi og hver veit nema við dveljum meira þar. Ég mun hafa nóg og gera og mun ekki leiðast. Ég vonast bara til að halda góðri heilsu sem lengst og er og verð þakklátur fyrir allt það góða sem lífið ber í skauti sér,“ segir Vil- hjálmur Egilsson að endingu. kgk Kynna í samráðsgátt áform um Miðhálendisþjóðgarð Vilhjálmur Egilsson kveður Bifröst í vor „Starfið verið mjög ánægjulegt og gefandi“ Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið síðustu ár og eru nú nálægt 700 talsins og hafa aldrei verið fleiri í rektorstíð Vilhjálms. Ljósm. úr safni/ Háskólinn á Bifröst. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, hér í miðju ávarpi við útskrift nemenda vorið 2017. Ljósm. úr safni/ James Einar Becker. Horft yfir Bifröst í Borgarfirði. „Sérstaklega hefur mér þótt ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að búa hér á Bifröst, í þessu fallega umhverfi,“ segir Vilhjálmur Egilsson. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.