Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201910 Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 1. desember 2019 SK ES SU H O R N 2 01 8 Jólaljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar í Skallagrímsgarði kl. 16:00 Dagskrá: Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður Byggðarráðs flytur ávarp og tendrar jólaljósin Jólalög verða sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur og söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar Jólasveinarnir koma til byggða og dansað verður í kringum jólatréð Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á heitt kakó og nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar bjóða upp á smákökur Gleðileg hátíð Samkórinn Hljómur, sem er kór FEBAN á Akranesi, leggur í vik- unni land undir fót og stefnir á að halda tónleika í Eldborgarsal Hörp- unnar í Reykjavík á fullveldisdag- inn, sunnudaginn 1. desember. Þar mun kórinn syngja ásamt sjö öðrum kórum af landinu. Lárus Sighvats- son er stjórnandi Hljóms: „Á haust- dögum komu skilaboð frá Garðari Cortes um að hann væri búinn að panta stóra salinn í Hörpu til tón- leikahalds á fullveldisdaginn 1. des- ember og óskaði hann eftir þátt- töku Hljóms í þessum tónleikum. Tilefnið er ærið enda þessi merki- legi dagur í sögu þjóðar að gleym- ast mörgum og því finnst okkur þetta gott framtak,“ segir Lárus í samtali við Skessuhorn. „Ákváðu kórfélagar strax að taka þessu boði. Hafa því verið stífar æfinga und- anfarnar vikur. Tónleikarnir verða með þeim hætti að sungin verða ellefu kórlög, bæði ættjarðarlög og eftir íslensk tónskáld. Að auki syngja kórarnir fjögur lög þar sem gestir í sal eru hvattir til að syngja með í fjöldasöng og síðan mun tón- leikunum ljúka með fjórum lögum sem tengjast jólum.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 16 og verða þegar mest er 300 söngvarar á sviði Elborgarsal- arins. Allir kórar fá nokkra miða til sölu og segir Lárus að miðaverði sé stillt í hóf, en það er 3000 krónur. Kór FEBAN er nú á sínu 29. starfsári og er starfsemin með miklum krafti. „Fastir liðir í starfi kórsins er að syngja tvisvar á vetri í messu í Akraneskirkju. Þá tekur kórinn á móti eða heimsækir kór eldriborgara í Hveragerði og einn- ig koma saman til skiptis einu sinni á vori FEBAN kórinn og kórar frá Borgarnesi og Kópavogi. Í lok hvers starfsárs er svo kóramót með kór- um frá Selfossi, Mosfellsbæ, Hafn- arfirði og Reykjanesbæ og verður það mót næst á Selfossi í maí. Í dag eru skráðir félagar í Hljómi 43 og æft tvisvar í viku. Formaður kór- stjórnar er Rögnvaldur Einarsson. mm Hljómur, kór Feban, ásamt Lárusi Sighvatssyni. Ljósm. Björn Lúðvíksson. Eldhugar stefna á stóra sviðið í Hörpu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.