Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 2019 9 S K E S S U H O R N 2 01 9 Skipulagslýsing fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. nóvember 2019, að auglýsa kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi mun fela í sér að hluta opna svæðisins í landi Dragháls til sérstakra nota verður breytt í landbúnaðarland. Vatnsaflsvirkjanir með rafafl að hámarki 200 kW eru heimilar á skilgreindum lanbúnaðarsvæðum, að undanskildum þeim svæðum sem eru á náttúruminjaskrá eða falla undir ákvæði 37. gr. laga um náttúruvernd. Skipulagslýsingin er unnin samkvæmt 1. mgr. 30. gr., 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni eru settar fram áherslur og forsendur fyrir breytingu aðalskipulags og gerð deiliskipulags auk þess er gerð grein fyrir skipulagsferlinu. Framkvæmdin fellur undir 3.23. tl. í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@ hvalfjardarsveit.is merkt ”lýsing aðalskipulag” fyrir 31. desember 2019. Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum liggur fyrir í kjölfar útboðs Ríkis- kaupa í haust. Þar með er endur- nýjun sjúkrabílaflotans loks hafin í samræmi við samkomulag Sjúkra- trygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi frá 11. júlí í sumar. Ekki er þó gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir verði afhentir fullbúnir til notkun- ar fyrr en í september á næsta ári. Sjúkrabílaflotinn á landsvísu, og þar með hér á Vesturlandi, er orð- inn verulega gamall og úr sér geng- inn, enda komust Sjúkratrygging- ar og Rauði krossinn ekki að sam- komulaginu um endurnýjun samn- ings fyrr en í sumar eftir nokkurra ára tafs jafnvel þótt fyrir lægi að þörfin fyrir nýja bíla væri orðin að- kallandi. Um alvarleika þeirra tafa hefur verið fjallað í fjölda frétta í Skessuhorni á liðnum árum. Það var Fastus sem átti tilboðið sem skoraði hæst í útboðinu og var því tekið. Bílarnir 25 eru af tegund- inni Mercedes Benz Sprinter. Þeir eru stórir og rúmgóðir sem trygg- ir sjúklingum góðar aðstæður, auð- veldar sjúkraflutningamönnum að sinna þeim um borð og eykur þannig öryggi þjónustunnar. Í út- boðinu var áhersla lögð á að nýir bílar myndu uppfylla ströngustu kröfur sérfræðinga varðandi öryggi, aðbúnað og vinnuumhverfi. Samkvæmt fyrrnefndu samkomu- lagi Sjúkratrygginga og RKÍ er gert ráð fyrir að alls verði 68 sjúkra- bifreiðar endurnýjaðar fyrir árslok 2022, en flotinn samanstendur af um 80 bílum. Samkomulagið gerir því ráð fyrir að á samningstímanum verði endurnýjun á stærstum hluta þeirra sjúkrabíla sem nú eru í notk- un og að endurnýjaðir verði allir sjúkrabílar sem nú eru í fremstu röð viðbragðs. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra segir þetta stóran og kærkominn áfanga: „Í heilbrigð- isstefnu til ársins 2030 er sérstök áhersla lögð á skilvirka og öfluga sjúkraflutninga sem lið í því að jafna aðgengi landsmanna að góðri heil- brigðisþjónustu óháð búsetu. End- urnýjun sjúkrabifreiða og búnaðar skiptir þar miklu máli, til að halda uppi tilskildum gæðum, tryggja ör- yggi sjúklinga og sjúkraflutninga- manna og standa undir umfangi þjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. mm Ástand sjúkrabílaflotans í umdæmi HVE á Vesturlandi hefur verið afar bágborið undanfarin ár. Meðfylgjandi mynd er úr safni Skessuhorns og tekin eftir að sjúkrabíll hafði bilað í útkalli. Ljósm. kgk. Fyrstu nýju sjúkrabílarnir verða af gerðinni Benz Sprinter Egilsholti 1, 310 Borgarnes Tel. 430 5500 Allt í aðventukransinn Greni - Strákransar - Bindivír - Kerti - Borðar Jólakúlur - Jólastyttur - Skrautkúlur - Oasis -Epli - Skrautnálar -Sveppir -Kirsuber Skrautgreinar Gjafavara í úrvali Kynnið ykkur úrvaliðwww.kb.is SK ES SU H O R N 2 01 8

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.