Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTóBER 2019 19 Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Litla frænka mín heitir Kristbjörg Ragney Eiríksdóttir. Hún er 8 ára og hana dreymir um að verða risa- eðlufræðingur. Við leikum mik- ið saman og ef þið hafið einhvern tímann heyrt óhljóð í neðri bænum í Borgarnesi þá er það mögulega ég að hlaupa á eftir henni, öskrandi og organdi eins og grameðla. Þegar ég var að útskýra fyrir litlu frænku að uppáhalds frændi hennar, sem ég tel mig vera, væri að flytja til Nígers þá varð hún voða leið. En það kom þó bros á hana þegar ég fór að tala um að í Níger væri fullt af steingerving- um af risaeðlum, og kannski gæti ég keypt steingerða tönn, bein eða í versta falli kúk úr risaeðlu og kom- ið með til hennar. Þið verðið að átta ykkur á því að hún elskar risaeðlur mest of öllu. Uppáhalds bíómyndin hennar er Jurassic Park. Hún getur teiknað og nefnt fullt af risaeðlum og þegar ég spjalla við hana hljómar eins og að hún muni ekki láta neitt stöðva sig til að verða eldklár vís- indakona og risaeðlufræðingur. Það er svo gaman þegar börn hafa svona brennandi áhuga og flott markmið, og ég sem frændi vil auð- vitað gera mitt besta til að styðja við hana. Að finna steingerving í Níg- er til að koma með heim til Íslands og gefa frænku í jólagjöf hefur verið mér ofarlega í huga. Ég varð strax vongóður þegar ég kom hingað því nýja flugstöðin í höfuðborginni Niamey bíður ferðalanga velkomna með risastórri risaeðlubeinagrind af einhverskonar óhugnanlegri kjö- tætu. Einn daginn kom síðan tæki- færi til að kaupa steingerving. Oft er ég einn á gangi á útimörkuðun- um hérna og stundum hafa Tuareg menn frá eyðimörkinni komið upp að mér. Þeir eru oftast hávaxnir og klæddir í bláa víða kyrtla með túrb- ana og andlitsblæjur á höfði sem flæða niður eftir öxlunum, næstum því eins og skikkjur. Við fyrstu sýn eru þeir stundum ögn ógnvekjandi, en það hefur mér að minnsta kosti fundist þegar þeir ganga ákveðnir í áttina til mín og draga upp sverð og hnífa. En svo líður mér eins og bjána því þeir eru síðan svo vinalegir og ætluðu bara að sýna og selja mér þessi fallega skreyttu vopn. Í mér býr síungur strákur sem elskaði að lesa Hringadrottinssögu og vill auðvitað kaupa skínandi sverð handa sjálf- um sér, en svo man ég eftir íslensku vopnalögunum og síðan kurteisis- lega afþakka ég þetta alltsaman. En eitt sinn, þegar ég afsakaði mig við einn af þessum mönnum og gerði mig tilbúinn til að ganga burt, þá greip hann í mig og sagði að hann hefði annað til sölu. Hann bað mig um að koma með sér afsíðis og síð- an laumulega dró upp úr földum vasa í kyrtlinum sínum eitthvað vaf- ið í leður. Hann leysti leðrið frá og við mér blasir steingerð tönn, stór og hvöss eins og gamaldags rýting- ur. Ég tala hvorki frönsku né tuareg tungumálin en með hjálp frá þýð- ingarforriti á símanum mínum náð- um við að ræða saman. Hann sagði mér að þetta væri tönn úr steini sem strákur í þorpinu hans hefði fund- ið í klettunum í eyðimörkinni, þar höfðu hvítir menn verið að vinna fyrir löngu en í dag væri enn hægt að finna þarna allskonar bein og tennur. Þetta var tækifærið sem ég hafði beðið eftir. Ég gerði mig tilbúinn til að draga fram veskið og borga hvað sem þetta kostaði, ég myndi ævin- lega vera besti frændinn ef ég gæti komið heim með svona flottan grip handa litlu frænku. En það var eitt- hvað sem hélt aftur að mér, það var eitthvað furðulegt í gangi hérna. Af hverju gat hann komið hlaupandi að mér með sverð og hnífa til að selja á meðan við vorum á meðal fólks, en svo varð allt laumulegt þegar kom að því að selja tönnina? Ég reyndi að spyrja hann út í þetta en fátt var um svör. Hvort sem það var þýðing- arforritið eða bara orðin frá honum sjálfum þá var það alveg á hreinu að ég myndi ekki frá nein skýr svör. Ég ákvað að hafa varann á mér og ekki kaupa tönnina. Síðar þegar ég kom heim þá ræddi ég þetta undarlega atvik við kærustuna mína. Hún útskýrði allt fyrir mér og smám saman áttaði ég mig á þessu öllu saman. Yfir mig kom aulahrollur og ég skammaðist mín niður í tær. Það er víst alveg harðbannað að flytja steingervinga úr landi. Vísindamenn vinna með stjórnvöldum til að grafa upp risa- eðlubeinin, rannsaka þau og setja á söfn, en áratugum saman hafa út- lendingar komið og stolið stein- gervingum. Ennþá í dag tapast vitneskja um þessar stórmerkilegu fornu skepnur þegar steingerving- ar eru ólöglega grafnir upp, teknir í sundur og seldir sem minjagrip- ir. Til að stemma stigu gegn þessu setur lögreglan hér stundum upp minjagripasölugildrur. Um leið og einhver kaupir steingervinginn á markaðinum þá kemur lögreglan úr felum og handtekur kauða. Ef þetta tækifæri mitt um daginn hefði ekki verið gildra þá hefði ég samt sem áður verið sekur um að ætla, með- vitað eða ómeðvitað, að smygla burt menningar- og náttúruminjum frá Níger. Hvað hefði ég sagt ef ein- hver erlendur ferðamaður ætlaði að smygla burt arnareggi eða víkinga- fornminjum frá Íslandi? Líklegast hefði ég orðið bálreiður og froðu- fellandi heimtað á Fésbókinni að það ætti að kjöldraga þennan ferða- mann öðrum óþokkum til viðvör- unar. Risaeðlur og risaeðlubein gætu orðið mjög mikilvæg fyrir fram- tíð Nígers. Það lærðum við þeg- ar kærustunni og mér var boðið til að hlusta á einn virtasta risaeðlu- fræðing heims halda fyrirlestur fyr- ir bandaríska sendiráðið. Paul Se- reno er prófessor frá Háskólanum í Chicago, hann vinnur einnig fyr- ir National Geographic Society og er síðan án gríns svo mikill töffari að ég hugsaði strax um Indiana Jo- nes þegar ég sá hann halda fyrir- lesturinn. Hann hefur ferðast vítt og breitt til að grafa upp stein- gervinga en hann hefur unnið sér- staklega mikið í eyðimörkinni hér í Níger og gert hérna stórmerkilegar uppgötvanir. Hann sagði að Níg- er ætti eftir að verða miðpunktur þegar kæmi að risaeðlum og nátt- úruminjasögu í Afríku vegna þess að sérstakar aðstæður í eyðimörk- inni gera það að verkum að hér er hægt að finna fleiri minjar en nokk- ursstaðar á jörðinni. Hann hefur fundið hér tugi af risaeðlum sem aldrei hafa fundist áður, og ekki bara það, meira að segja fann hann líka grafreit fornmanna sem bjuggu hér fyrir 10.000 árum þegar Sahara eyðimörkin var mögulega græn og gróðri vaxin. Draumur hans er að reisa söfn og skóla hér í Niamey og í eyðimerkurborginni Agadez til að heimafólk sem og ferðamenn geti lært að meta þessa mögnuðu sögu Nígers betur. Mér þótti alveg magnað að hlusta á hann, en mér þótti samt mjög leitt þegar ég hafði næst samband heim til að láta litlu frænku vita að ég myndi ekki geta gefið henni einn einasta risaeðlusteingerving, ekki tönn, ekki bein, ekki einu sinni steingerðan risaeðlukúk. Sú litla hló en varð síðan alvarleg og hugsi um tíma, síðan sagði hún að þetta væri allt í lagi. Þetta væri best svona því vísindamenn ættu að grafa upp risa- eðlur svo allir gætu vitað meira um þær. Hún myndi bara koma til Níg- ers þegar hún væri orðin risaeðlu- fræðingur og grafa sjálf upp heilu beinagrindurnar af risaeðlum. Þetta svar frá henni hefði ekki átt að koma mér á óvart. Þetta er það sem ég hef lært af því að ræða við hana sem og að vinna með börnum í gegnum tíðina. Þau eru svo mögn- uð og geta verið svo skilningsrík og klár. Þegar ég hugsa um hvernig þau munu verða í framtíðinni, kannski hér í Níger til að skoða söfn, fara í skóla eða grafa upp minjar, þá brosi ég bara vongóður út að eyrum. Geir Konráð Theódórsson Höf. er Borgnesingur á ferð um Níger og kynnir sér leyndardóma risaeðlanna. Ógnvekjandi risaeðla. Risaeðlur og skilningsrík börn eru framtíð Nígers Kristbjörg Ragney Eiríksdóttir með risaeðlutöskuna sína.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.