Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201924 Kvenfélagið Hringurinn í Stykkis- hólmi, Lionsklúbbur Stykkishólms og Lionsklúbburinn Harpa komu færandi hendi á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands í Hólminum síð- astliðinn fimmtudag. Færðu fé- lögin endurhæfingardeildinni nýtt göngubretti að gjöf. Að sögn Helgu Guðmundsdóttur, formanns kven- félagsins, hefur verkefnið staðið yfir í tvö ár. „Endurhæfingadeild- in fagnaði 40 ára afmæli í fyrra og háls- og bakdeildin 25 ára afmæli 2017. Þá ákváðum við kvenfélags- konur að færa endurhæfingadeild- inni peningagjöf og í framhaldinu af því kviknaði þessi hugmynd, því við vildum klára dæmið og safna allri upphæðinni sem svona göngu- bretti kostar,“ segir Helga í sam- tali við Skessuhorn. „Þegar við fór- um að skoða málið, í samvinnu við Hrefnu Frímannsdóttur yfirsjúkra- þjálfara, þá komumst við að því að svona bretti kostaði miklu meira en við réðum við. Þá fengum við Lionsmenn með okkur í þetta og áður höfðu Lionskonur gefið pen- ingaupphæð sem einnig var nýttar til kaupanna. Það voru því kvenfé- lagið og Lionsklúbbarnir tveir sem tóku höndum saman við að gefa þessa gjöf,“ segir hún. Sama dag afhentu kvenfélags- konur Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi nýtt sjónvarp að gjöf. „Sjónvarpið, sem er 62 tommur að stærð, var sett upp í matsal dvalar- heimilisins,“ segir Helga. Að lokum má nefna að fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desemb- er, stendur kvenfélagið fyrir basar í Grunnskólanum í Stykkishólmi, venju samkvæmt. „Allur ágóði af basarnum mun renna til góðra mál- efna í Stykkishólmi eins og alltaf,“ segir Helga Guðmundsdóttir að endingu. kgk/ Ljósm. sá. Aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar lauk síðastlið- ið mánudagskvöld. Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson leiddu mótið allan tímann og luku keppni með 62,6% skori. Anna Heiða Baldursdóttir og Ingimundur Jónsson komu næst þeim með 59,3% skor og þriðju urðu Rúnar Ragnarsson og Guð- jón Karlsson með 56,4%. Við verðlaunaafhendingu kom fram að Baldur í Múlakoti ætti að fá sérstök uppeldisverðlaun enda á hann börn í tveimur efstu sætum á mótinu. Sjálfur lét hann níunda sæti duga ásamt Jóni makker sín- um. Næstu þrjú mánudagskvöld verða leiknir stakir tvímenning- ar en föstudaginn 13. desember verður jólasveinatvímenningur félagsins haldinn. Þá verður að vanda dregið saman í pör og and- inn léttur sem ávalt. mm/ij Síðastliðinn laugardag var Þor- steinsmótið í tvímenningi í bridds haldið í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum, fyrrum vinnu- stað kennarans Þorsteins Péturs- sonar frá Hömrum, sem mótið er til minningar um. Metþátttaka var að þessu sinni, en alls voru 42 pör sem tóku þátt. Mótið er silfurstiga- mót líkt og fyrri ár. Öflugir bridds- spilarar mættu og öttu kappi við heimamenn og aðra, en mót þetta er með sterkustu briddsmótum sem haldin eru utan höfuðborgarsvæð- isins ár hvert. Úrslit urðu þau að sunnan- mennirnir Gunnlaugur Karls- son og Kjartan Ingvarsson sigr- uðu með 59,6% skori. Í öðru sæti voru heimamenn í Bridge- félagi Borgarfjarðar, þeir Eyjólf- ur Kristinn Örnólfsson og Lár- us Pétursson með 57,4% skor. Í þriðja sæti urðu Vigfús Vigfússon og Jóhanna Gísladóttir sömuleið- is með 57,4% skori en stigi minna í farteskinu. Úrslit í heild sinni má finna á bridge.is. Auk pen- ingaverðlauna fyrir þrjú efstu sæt- in á mótinu, voru útdráttarverð- Hér eru þær Helga Guðmundsóttir, formaður Kvenfélagsins Hringsins í Stykkis- hólmi, Kristín Hannesdóttir, forstöðukona Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi og Alma Diego, gjaldkeri kvenfélagsins, þegar sjónvarpið var afhent. Færðu góðar gjafir Frá afhendingu göngubrettisins. F.v. Kolbeinn Björnsson, formaður Lionsklúbbs Stykkishólms, Hrefna Frímannsdóttir, yfirsjúkraþjálfari hjá HVE í Stykkishólmi, Elísabet Lára Björgvinsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Hörpunnar og Helga Guð- mundsdóttir sem er formaður Kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi. Logi og Heiðar sigurvegarar BB Setið við spilaborðin. Þorsteinsmótið var spilað á laugardaginn laun sem fyrirtæki í heimabyggð og fleiri gáfu vinninga í. Kvenfé- lag Reykdæla sá svo um kaffiveit- ingar og voru spilarar sem blaða- maður ræddi við á einu máli um að margrómað hlaðborð kven- félagskvenna ætti sinn þátt í góðri mætinu á þetta mót. mm Sigurvegarar í mótinu: F.v. Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson hampa hér veglegum farandbikar, en að auki fengu þeir peningaverðlaun. Ljósm. ág. Eyjólfur Kristinn og Lárus náðu bestum árangri heimafólks; öðru sæti á mótinu. Ljósm. se.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.