Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 2019 17 Gleðilega hátíð! 1. des. - 1. sunnudagur í aðventu Aðventuguðsþjónusta kl. 11 Strengjasveit frá Tónlistarskóla Akraness Ræðumaður: Bjarnheiður Hallsdóttir 8. des. - 2. sunnudagur í aðventu Jólasunnudagaskóli kl. 11 15. des. - 3. sunnudagur í aðventu Jólaball Sunnudagaskólans kl. 11 Jólasöngvar kl. 14 Hljómur, kór eldri borgara syngur 22. des. - 4. sunnudagur í aðventu Aðventukyrrðarstund kl. 11 24. des. - Aðfangadagur Aftansöngur kl. 18 Miðnæturmessa með jólasöngvum kl. 23 25. des. – Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 15. des. – 3. sunnudagur í aðventu Kvöldguðsþjónusta kl. 20 Kirkjukaffi eftir stundina 25. des. – Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 15 31. des. – Gamlársdagur Guðsþjónusta kl. 13.30 8. des. – 2. sunnudagur í aðventu Fjölskylduguðsþjónusta með aðventuívafi kl. 11 25. des. – Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30 Aðventu- og jóladagskrá Garða- og Saurbæjarprestakalls Akraneskirkja Innra-Hólmskirkja Hallgrímskirkja í Saurbæ 1. jan. 2020 – Nýársdagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Leirárkirkja Jólatónleikar Kórs Akraneskirkju í Tónbergi, fimmtudaginn 19. des. 15. des. – 3. sunnudagur í aðventu Aðventustund kl. 14 Kór Saurbæjarprestakalls syngur ásamt einsöngvurum úr kórnum 24. des. - Aðfangadagur Aftansöngur kl. 23 Höfði 1. des. – 1. sunnudagur í aðventu Strengjasveit frá Tónlistarskóla Akraness Ræðumaður: Bjarnheiður Hallsdóttir Við hvetjum aðstandendur til að sækja aðventustundina með sínu fólki á Höfða 26. des. – Annar í jólum Hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45 31. des. – Gamlársdagur Guðsþjónusta kl. 11.30 Á fundi miðstjórnar Alþýðusam- bands Íslands nýverið var m.a. rætt um undirboð á markaði. Hið vænt- anlega flugfélag Play barst með- al annars í tal. Í pistli Drífu Snæ- dal, forseta ASÍ, segir um málið: „Það þótti tíðindum sæta að nýtt flugfélag var stofnað hér á landi og fréttir berast af því að kostnaði verði haldið í lágmarki með öllum ráðum, m.a. með því að halda laun- um niðri. Fyrirtækið hefur ekki birt kjarasamning sem það þykist hafa gert um störf flugliða og fær fólk sem sækir um störf varla að vita kaup og kjör. Þær vísbendingar sem okkur hafa borist hníga í þá átt að greiða á grunnlaun langt undir því sem almennir kjarasamningar segja til um,“ skrifar Drífa. Hún hvetur fyrirtækið til að birta kjarasamn- inginn og leggja allt á borðið. „Ekki aðeins á fólk sem hyggst sækja um störf hjá Play rétt á þessari vitn- eskju heldur skiptir það okkur öll máli ef verið er að stunda undirboð á vinnumarkaði. Ég ætlast líka til þess að fjárfestar og þeir sem eiga í viðskiptum við fyrirtækið krefji það um þessar upplýsingar. Það verð- ur ekki liðið að fyrirtæki starfi á ís- lenskum vinnumarkaði með undir- boðum,“ skrifar Drífa Snædal. mm Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Verkefnið er sameiginlegt verkefni atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar og Stjórnstöðv- ar ferðamála. Boðað hefur ver- ið til opinna vinnustofa í tengslum við stefnumótunina og verða slíkar vinnustofur haldnar í öllum lands- hlutum. Hér á Vesturlandi fer ein slík fram á morgun, fimmtu- daginn 28. nóvember frá klukk- an 13-16 á Hótel B-59 í Borgar- nesi. „Vinnustofan er opin öllum, og er mikilvægt að fá að borðinu alla hagsmunaaðila í ferðaþjón- ustunni; grasrót, fyrirtæki, stofn- anir og félagasamtök. Á vinnu- stofunni verða ræddar sviðsmynd- ir um þróun ferðaþjónustunnar til næstu ára og þær leiðir sem er mikilvægt að fara til að ná framtíð- arsýn og leiðarljósi ferðaþjónust- unnar um að vera leiðandi í sjálf- bærni,“ segir í tilkynningu. Vinnu- stofan er um þrjár klukkustundir. Unnið er í hópum að mismunandi meginmálefnum sem varða ávinn- ing heimamanna, upplifun ferða- manna, verðmæta markaði, álags- stýringu og gæði áfangastaða, arð- semi og nýsköpum og loftslagsmál og orkuskipti. Síðastliðinn föstudag stóðu Ferðamálastofa og KPMG fyrir fundi þar sem kynntar voru niður- stöður nýrrar skýrslu um afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2018, með samanburði við fyrri ár. Í skýrslunni kom meðal annars fram að gengi krónunnar lækkaði á árinu 2018, sem hefði að óbreyttu átt að leiða til betri afkomu, en kostnað- arhækkanir unnu á móti tekjuauk- anum sem skapaðist vegna lækkun- arinnar. Betri afkoma var af rekstri hótela í Reykjavík en úti á landi sem versnar eftir því sem fjær dreg- ur höfuðborgarsvæðinu. Það styður þá ályktun að ferðamenn fari minna út á land en áður. Afkoma bílaleiga og hópbílafyrirtækja versnaði milli 2017 og 2018 og var afkoma bíla- leiga að meðaltali við núllið en tap hjá hópbílafyrirtækjum. Afkoma ferðaskrifstofa batnaði milli ára þrátt fyrir óbreyttar tekjur vegna lægri kostnaðar og var hagnaður að meðaltali bæði árin. Afkoma af- þreyingarfyrirtækja stóð nánast í stað milli áranna 2017-2018 í krón- um talið þrátt fyrir hækkun tekna. Almennt var hagnaður af rekstri þeirra bæði árin. mm Vinnustofan á Vesturlandi fer fram á B-59 í Borgarnesi. Vinnustofa til að móta aðgerðaáætlun og stefnumótun í ferðaþjónustu Telur Play ætla að hefja starfsemi með undirboðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.