Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 27.11.2019, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201928 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Félagar í Félagi eldri borgara í Snæ- fellsbæ voru uppáklæddir og komn- ir í jólaskap síðastliðinn sunnudag. Þá hélt félagið árlegan jólabasar sinn í félagsheimilinu Klifi. Á boð- stólnum var fallegt og fjölbreytt handverk félagsfólks ásamt ýmsu góðgæti. Einnig var hægt að kaupa veitingar og hlusta á ljúfa harmon- ikkutóna. Var basarinn vel sóttur eins og ávalt áður enda er hann fyr- ir margt löngu búinn að festa sig í sessi í samfélaginu. Í hugum margra hefst undirbúningur jóla með því að mæta á jólabasarinn. þa Það kostar um 150 milljónir í dag að byggja 70 kúa fjós, sem framleitt getur um 450-500 þúsund lítra af mjólk á ári. Fyrir um það bil ári síðan var ver- ið að ræða um kosningu um hvort að kvótinn yrði áfram eða ekki. Bænd- ur áttu að kjósa um það. Landssam- band kúabænda fór um héruð og hvatti til þátttöku og taldi upp kosti og galla við að hafa kvótann eða hætta með kvótann. Þegar spurt var, ef kvótinn verður kosinn, hvað þá? Hvaða kerfi tekur við? Hvernig verður honum útdeilt eða færður á milli framleiðenda? Svarið var einfalt: Ef bændur kjósa að halda í kvótann, þá tökum við umræðuna um hvaða fyrikomulag verður haft á því. Á dögunum var á borð borin upp- færsla á gildandi búvörusamningi, þar sem fyrirkomulag kvótaútdeil- ingar og færsu milli aðila var komið í útfærslu. Áhveðið var að fara aftur í kvótamarkað, líkt og verið hafði fyr- ir nokkrum árum. Einhvern veginn þá tókst mér al- gerlega að missa af þeirri umræðu, þ.e. hvaða leið skyldi valin við að út- deila kvóta - færa milli aðila. Hve- nær átti sú umræða sér stað? Var gerð skoðanakönnun á því hvernig menn vildu sjá útfærsluna? Hvað kom út úr henni? Sem áður segir, hafi svo verið, þá missti ég allveg af þeirri umræðu. En af hverju var áhveðið að taka aftur upp kvótamarkað? Hvað var að þessari leið sem verið hefur í notkun síðustu misserin? Leið sem leiddi til þess að allir voru jafnir fyr- ir útdeilingunni, þ.e. fengu kvóta á sömu kjörum. Leið sem búið var að vera að reyna að lagfæra og snúa af agnúa sem sumir bændur höfðu séð glufu í og misnotað/ eða ekki mis- notað, kerfið bauð upp á þetta (t.d. kaupa jarðir og færa kvóta á milli lögbýla). Ef eini gallin var að enginn vildi selja kvóta, var það þá svo slæmt? Var það ekki bara vegna þess að okkur er búið að fækka svo mikið, að komið er svolítið stopp í bili? Eða var það vegna þess að beðið var eftir því að kvótaverð yrði hækkað svo þeir sem vilja úr greininni geti fengið hærra verð fyrir kvótann? Eða var það vegna þess að flestir sem eftir standa, vilja byggja upp og halda áfram búrekstri, einmitt vegna þess að nú er ekki svo hátt verð fyr- ir kvótann og allir fá kvóta, þó ekki endilega það magn sem þeir vilja? Eru þau nýju fjós sem byggð hafa verið síðustu ár, orðin það mörg og stór að eigendur þeirra eru farnir að bíða eftir að þeir hinir minni fram- leiðendur gefist upp og hætti? Er þá ekki um að gera að koma þeirri skriðu af stað og koma verði á kvóta eitthvað uppá við svo við, sem telj- um okkur vera í stærri kantinum, fáum kvóta til að fullnýta okkar fjár- festingu? Er það ekki kallað frekja? Eða er það græðgi? Er það ekki frekja/græðgi, þegar einhver ásælist eign annarra til að koma sér áfram? Ef þetta verður niðurstaðan, að kvótamarkaður verði reyndin, þá eigum við eftir að upplifa á allra næstu misserum, stórfellda sam- þjöppun í mjólkurframleiðslu. Það er fjöldinn allur af kúabændum, t.d. hér á Vesturlandi, sem nú standa í þeim sporum að þurfa að breyta eða byggja fjós. Þeir fá ekki lánafyrir- greiðslu nema vera búnir að tryggja sér kvóta. Og þegar þeir hafa keypt kvótann, geta þeir ekki nýtt hann, þar sem þeir hafa ekki aðstöðu fyrr en eftir 1-2 ár því þeir þurfa að fjár- festa í búnaði/húsnæði. En stóra spurning er kannski þessi; af hverju eigum við mjólkur- framleiðendur að vera að keppa um ríkisstuðninginn? Ef við getum eytt tugum milljóna í að kaupa stuðn- inginn, af hverju erum við þá með þennan stuðning? Er þörf fyrir eitt- hvað sem við fáum ekki notið fyrr en eftir 5-8 ár, eftir því hvað lánið til kaupa á kvótanum er langt? Ég er ekki einn um það að aðhyll- ast það kvóta útdeilingarkerfi sem verið hefur við lýði síðustu miss- eri. Það er einfalt í rekstri. Það rík- ir jafnræði. Það er greitt sanngirnis- verð fyrir. Það veitir greininni stað- festu. Þeir sem ætla í framkvæmd- ir vita að hverju þeir ganga og þeir sem ætla út úr greininni, fá sann- girnisverð fyrir það. Ég held að með því að viðhalda núverandi fyrirkomulagi og snýða betur að greininni, ef þess er þörf, þá skiptir ekki máli hvort að greitt er 100 eða 200 kr. fyrir lítrann. Það má alveg færa fyrir því rök að greitt sé eitthvert lágmarksgjald fyrir afnot af auðlindum, eins og fiskimiðum, en að greiða hátt verð fyrir aðgang að ríkisstuðningi, það getur í besta falli kallast samherjaviðskiptatækni. Þorgrímur Einar Guðbjartsson Höf. er kúabóndi að Erpsstöðum í Dölum. Margir komast í jóla- skap á árlegum basar „Bændur kusu að halda í kvótann“ Dimitri Þór Ashkenazy klarínettu- leikari, Þóra Einarsdóttir sópran- söngkona og Tómas Guðni Egg- ertsson píanóleikari hemisækja Akranes, laugardaginn 30. nóvem- ber kl. 14. Þeim til fulltingis verð- ur Kór Akraneskirkju undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar. Flutt verður fjölbreytt dagskrá þar sem m.a. má hlýða á tónlist eftir Franz Schubert, J. S. Bach, Leonard Bernstein og Wolfgang Amadeus Mozart. „Dimitry Þór er frábær klarínettuleikari og er kominn hingað til lands til að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var því tilvalið að koma við á Akranesi og halda tónleika. „Ég hef sjaldan heyrt eins vel spilað á klarínettu,“ sagði gagnrýnandi Morgunblaðins um tónleika Dimitris Ashkenazy á Íslandi fyrir rúmum áratug. Það er því sannarlega von á góðu. Þóra Einarsdóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga og unnið til verðlauna á ferli sínum. Hún var valin söngkona ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2016, fyrir túlkun sína á Luonnotar eftir Sibelius undir stjórn Vladimir Ashkenazy og einnig árið 2017 fyrir frammistöðu sína sem Tatiana í Evgení ónegin hjá Íslensku óperunni. Tómas Guðni er organisti í Seljakirkju en einnig frábær píanóleikari og hefur getið sér gott orð í íslenskum tónlistarheimi. Miðaverð er kr. 3.000. Miðasala fer fram á tix.is en einnig er hægt að nálgast miða í forsölu í Vinaminni, föstudaginn 29. nóvember, milli kl. 10 og 16. Þetta verður sannkölluð hátíðarstund í upphafi aðventu. -fréttatilkynning Klassík á laugardegi – Tónleikar í Vinaminni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.