Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Page 15

Skessuhorn - 27.11.2019, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 2019 15 Jólaskemmtun á Akratorgi Soroptimistar á Akranesi og ná- grenni hafa í ár tekið höndum sam- an með Soroptimistasystrum um land allt við að vekja athygli á mik- ilvægi þess að vinna markvisst að útrýmingu kynbundins ofbeldis. Nú stendur yfir 16 daga ákall Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þar sem ríki, stofnanir, samtök, fyrirtæki og einstaklingar eru hvött til að taka þátt í því að draga athygli almenn- ings að þessari vá; þessum alvarlegu mannréttindabrotum. Þetta er ár- visst átak sem hefst 25. nóvember, á degi sem Sameinuðu þjóðirnar völdu sem alþjóðlegan dag vitund- arvakningar um ofbeldi gegn stúlk- um og konum. Því lýkur á mann- réttindadegi SÞ 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur So- roptimista. Táknlitur átaksins er appelsínu- gulur, litur vonar. Á ensku er slag- orðið Orange the world eða Roða- gyllum heiminn. Liturinn var val- inn til að minna okkur á að eftir sól- setur rís sólin upp að nýju. Það má því víða sjá roðagyllt hús, tanka og torg í tilefni þessa mikilvæga mál- efnis og ljósagöngur farnar í bæjum og borgum. Alþjóðasamband Soroptimista hefur allt frá árinu 1991 sett það á oddinn að berjast gegn því að stúlk- ur og konur séu beittar ofbeldi og órétti. Sambandið hvetur til þess að ríkjasambönd Soroptimista, ein- staka klúbbar og systur finni leiðir til að setja þessi mannréttindabrot í brennidepil í sínum samfélögum þessa 16 daga. Tengist þetta beint við fimmta heimsmarkmið Samein- uðu þjóðanna, sem fjallar um leiðir til að stuðla að jafnrétti kynjanna, með því að staða allra kvenna og stúlkna verði styrkt. Þar segir m.a: „Hvers kyns ofbeldi gagnvart kon- um og stúlkum á opinberum vett- vangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðin og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið. Allir skaðleg- ir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og limlesting kynfæra kvenna og stúlkna, verði lagðir niður.“ Soroptimistaklúbbur Akraness hefur í ár hvatt stofnanir og fyrir- tæki til að roðagylla byggingar til að vekja athygli á málstaðnum og skoða hvað annað þau gætu gert til að leggja málinu lið. Að þessu tilefni verður klúbburinn með roðagylltan markað laugardaginn 30. nóvem- ber frá kl. 14:00-17:00. Markaður- inn verður í Galleríi Bjarna Þórs að Kirkjubraut 1, Akranesi. Ágóðinn rennur til Kvennaathvarfsins. Sigríður Kristín Gísladóttir Elísabet Ragnarsdóttir og Svandís Stefánsdóttir eru hér að útbúa fuglakornskúlur til að hengja upp í tré. Soroptimistasystur verða með roðagylltan markað í Galleríi Bjarna Þórs næstkomandi laugardag kl. 14-17. Roðagyllum heiminn - burt með ofbeldi Pennagrein

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.