Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2018, Page 3

Læknablaðið - Dec 2018, Page 3
Læknafélag Íslands heiðraði fjóra kvenlækna sem allar eiga það sammerkt að vera frumkvöðlar og fyrirmyndir í lækna- stétt. Þær eru Bergþóra Sigurðardóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Helga Ögmundsdóttir og Þórey J. Sigurjónsdóttir. Í hátíðarkvöldverði aðalfundar LÍ sagði Reynir Arngríms- son, formaður Læknafélagsins, þær vera fulltrúa þeirra sem brutu ísinn fyrir komandi kynslóðir kvenna í læknastétt. „Þökk sé þeim og öðrum konum sem á eftir komu, er staðan sú núna, einni öld og ári betur eftir að fyrsta konan útskrif- aðist úr læknadeild, að konur eru um 40% íslenskra lækna,“ sagði hann. Bergþóra, sem útskrifaðist árið 1958, var heimilislæknir í Hafnarfirði, yfirlæknir á Ísafirði og héraðslæknir Vestfjarða. Hún var stundakennari í lyflæknis- og lyfjafræði við hjúkr- unardeild HÍ og sat í stjórn Læknafélagsins. Hún er heiðruð fyrir framlag til jafnréttis í læknastétt. Guðrún, sem útskrifaðist 1968, helgaði ekki aðeins læknisfræðinni starfskrafta sína heldur sat á Alþingi um 7 ára skeið. Hún starfaði sem sérfræðingur í veirufræði á Keldum og var forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Þá var hún yfirlæknir neyðarmóttöku vegna nauðgana og sat í stjórn Læknafélagsins. LÍ heiðrar hana fyrir störf að samfélagsmál- um. Helga, útskrifuð 1975, er frumkvöðull í uppbyggingu rannsóknartengds náms í læknisfræði og lífvísindum. Hún hefur birt yfir 100 ritrýndar greinar í öllum helstu og fremstu vísindaritum heims. Hún starfaði á Rannsóknarstofu HÍ í veirufræði og var prófessor í frumulíffræði. Helga er heiðruð Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gunnhildurarna@gmail.com Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2050 Prentun, bókband og pökkun á Íslandi Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2018/104 535 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til að velja og skrifa um kápumyndir á 104. árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Fjórar fyrirmyndir í læknastétt heiðraðar Gangi þér allt að sólu! Fæðingadeild Landspítala, 4. febrúar 2008. Hraustur drengur dregur andann í fyrsta sinn öruggur í höndum Þóru Steingrímsdóttur fæðinga- og kvensjúkdómalæknis. Í kring standa sérfræðingar sem hver um sig gegnir vel æfðu og lífsnauðsynlegu hlutverki til að koma litlu lífi heilu og höldnu í heiminn. Þarna stendur líka nýbakaður faðirinn, auðþekktur af allri ástinni sem skín úr augunum. Ætli honum sé ekki létt? Þótt keisaraskurðir séu algengir og endi oftast vel og þótt fáir staðir í heiminum séu öruggari en einmitt hér þá var ungbarnadauðinn þetta árið mældur fjögur börn af hverjum 1000 fæðingum. Árið 1911 var talan 28,1 barn og það ár fór fram á Akureyri þriðji keisaraskurðurinn sem skráður er á Íslandi. Steingrímur Matthías- son læknir lét slag standa og með hvatningu móðurinnar fór fram aðgerð sem læknirinn hafði eingöngu lesið um í bókum sínum. Skurðarborð og áhöld voru sótt á spítalann og lífi móður og barns bjargað með aðstoð læknanema, hjúkrunar- konu og yfirsetukonu. „Og ég var mjög glaður,“ lýsir Steingrímur tilfinningum sínum 9 árum síðar í Læknablaðinu. Lækkun ungbarnadauða á Íslandi er góður mælikvarði á þær framfarir sem hafa átt sér stað í læknavísindunum. Árangurinn byggir á stöð- ugri leit að nýjum svörum og tilraunum sem hafa skilað sér í þekkingu og færni sem næsta kynslóð nýtur góðs af. Hvert vísindi og tækni munu leiða okkur og hvort gatan verði gengin til góðs mun framtíðin leiða í ljós. En eitt er víst að markmiðið er skýrt og hverfist um þá ósk að næstu kynslóð muni farnast enn betur en okkur sem á undan fórum. Ljósmyndarinn er Þórdís Erla Ágústsdóttir. Á myndinni eru auk Þóru þau Bára Gísladóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur, Ýr Frisbæk nú fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, Guðmundur Björnsson svæfingalæknir og Haraldur Þórðarson faðir. Móðirin heitir Þóra Björg Róbertsdóttir og drengurinn hennar Bjarki Fannar. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir Bergþóra, Guðrún, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, og Helga. Mynd/Védís Þórey og Reynir formaður. Mynd/Dögg fyrir þátt sinn í uppbyggingu rannsóknarnámsins. Þórey, sem fékk almennt læknaleyfi 1961, var aðstoðarlæknir við sérfræðinám á barnadeildum Landspítala, Borgarspítala og á Heilsuverndarstöðinni. Hún var barnalæknir á eigin stofu frá 1968 og um skeið skólalæknir í Reykjavík. Þá var hún ritari Félags barna- lækna. Hún er heiðruð fyrir framlag til jafnréttis í lækna- stétt.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.